6.2.2008 | 19:27
6. Febrúar
Í dag er öskudagur, gaman að því. Öskudeginum var eytt upp í sófa, með hálsklút og hor í nös. Í gær var sprenigdagur og var honum einnig eytt upp í sófa, en þá með smá hor í nös en mikla beinverki. Mánudagurinn var bolludagur og var honum eytt í vinnunni með hausverk og beinverki og svo bara upp í rúmi. Hljómar spennandi vika, ekki satt?
Á morgun er svo klipping og svo plokkun&litun, maður verður nú að gera sig smá fína fyrir föstudaginn. Verð ekki árinu eldri með rót niður á eyru og einbrýdd, haha, okei ástandið er ekki orðið það slæmt.
En ég fór á djammið á laugardaginn og það var svona asskoti skemmtilegt. Atli drakk þangað til hann gat ekki talað lengur og sýndi það og sannaði með því að frussa yfir mig og Kötu ..Ég fór ekki í Sjallann þrátt fyrir að hafa haft mig að fífli í útvarpinu fyrir miðana en ástæðan fyrir því er að Michael beilaði með því að verða veikur á laugardaginn. Ég gaf því Sóley miðann hans og var svo að flandrast með minn miða um Akureyri. En ákvað svo að það væri svo gaman á Kaffi Ak með Kötu að ég fór og seldi miðann minn og bauð Kötu á barinn. Fannst það góð skipti.
Það sem ég var EKKI ánægð með þetta kvöld var :
- gamall ólafsfirðingur sem elti mig og Kötu út um allt
- gaurinn sem sagði ,,úps" þegar hann labbaði á mig og greip um brjóstinn á mér
- konurnar sem voru yfir fertugt og héldu að það væri ,,inn" að dansa samkvæmisdansa um hálft dansgólfið
- manneskjuna sem ákvað að DRULLA í brækurnar á dansgólfinu, vá hvað allt ilmaði hreint æðislega
En svona yfirhöfuð þá var þetta gott kvöld. Haddý var á sprellinu, Hanna Rós orðin dökkhærð, ónefnd vinkona mín það drukkin að hún var með grænbrúna tungu og augun vögguðu til hliðarnar.
Ég mætti sem sagt í afmælið hjá manneskju sem ég þekkti ekki, með Kötu upp á arminn. Í boði var bolla, bjór, Captein Morgan og allskonar óþverri sem ég ákvað nú að láta í friði. Þeman í partýinu var rauður, svartur og grár, Atli steingleymdi að nefna það við mig svo ég og Kata, eða reyndar special ég, skárum okkur útúr í ekki rauðum fötum.
Við Kata löbbuðum svo í bæinn og urðum næstum úti, anskoti hvað það getur snjóað. En ég eeeeelska þaaaaaað
Michael var svo himinlifandi yfir öllum þessum snjó, eða alveg þar til hann þurfti að moka vinnubílinn upp :
Ragna mætti svo spræk á Kaffi Akureyri rétt fyrir lokun og alveg miður sín yfir því hvað ég og Atli værum týnd, haha. Svo tjáðum við ást okkar í svona 10 min og fórum svo heim. Hahaha.
Thomas Sadra á svo afmæli í dag og vil ég óska honum til hamingju með það, víí
En ég er farin að horfa á Grey's Anatomy, þar sem maðurinn minn er í skólanum til kl.21:30, gaman að því.
Anna Lóa sem verður með hattapartý, víí
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
1.2.2008 | 18:40
Meiri dagurinn
Þetta er nú búið að vera meiiiiri dagurinn. Úff. Eins og vanalega þá gerði ég way to much á frídeginum mínum. Þvoði 3stk þvottavélar, þreif íbúðina svo hún glansi, bauð pabba, Rafni og Gabríelu í vöfflur, og svo er Sunna og Elmar hjúin að koma í mat á eftir. Sunna er nú með einhverjar grillur um það að ég kunni bara alls ekkert að elda og hún eigi eftir að fara svöng í burtu frá mér. Ég var kannski ekkert að standa mig í Sölden en þar tókst mér m.a. að hella megninu af pastanum sem við vorum að sjóða í vaskann og hennti svo slatta af spaghettí í gólfið, en ég meina shit happens
En að klúðri dagsins, þá ákvað ég að reyna að hringja á Voice til að redda mér frímiða í Sjallann annað kvöld. Fyrst hringi ég og þá svarar Lilja : Hæ .. nei ég meina Voice góðan dag. Ég fór auðvitað að hlægja og spurði hvort hún væri nokkuð að gefa miða, en svarið sem ég fékk var : neibb, ekki núna en eftir eina mínútu.
Ekkert mál með það. Ég hringdi bara aftur og fékk frímiða. Þar sem ég fékk bara einn þá ákvað ég að ég myndi reyna aftur seinna um daginn til að redda miða handa Michael. Svo er ég að keyra með Sóley heim til mín og ég tek þá brill ákvörðun að skella mér upp gilið, en þið sem ekki vitið þá er búið að snjóa eins og ég veit ekki hvað í allan dag og allt á kafi!! En ég er allavegna á góðri siglingu upp gilið, en nei, ákveður þá bílinn fyrir framan mig ekki að beygja að kirkjunni og stoppar! Ég á framhjóladrifnum smábíl fór ekkert auðveldlega af stað aftur. Já eiginlega fór ég bara ekkert af stað aftur. Svo ég ákveð að bakka aðeins, en neibb, ég verð að bakka aðeins meira og festi mig næstum í huges skafli. Sóley - auðvitað - organdi úr hlátri allan tímann! Falleg röð byrjaði að myndast fyrir aftan mig þar sem ég sat bara í gilinu og spólaði og spólaði, en tókst svo á endanum að snúa við í MIÐJU gilinu og koma mér niður aftur. Gilið greinilega ekki the place to be þessa dagana. Hahaha. Svo þegar ég loxins kem heim og er að keyra inn í bílageymsluhúsið þá heyri ég að hún Lilja ætli að gefa annan miða bara núna.
Svo mín hringir strax og viti menn ég næ inn. Ég spyr hvort ég geti fengið miða handa einhverjum öðrum en sjálfri mér, og hún segir að það ætti að vera hægt að gera það ef ég myndi segja henni hverjir væru að hita upp fyrir Dave Spoon annað kvöld. Ég er sko búin að hlusta á þessar auglýsingar í tvær vikur og heyri þessi nöfn 200x á dag, en neibb, allt búið að leka út úr eyrunum á mér og ég bölvaði bara og stamaði og sagðist ekki geta sagt neitt. Hún reyndi að hjálpa mér og segja að einn væri meðal annars frá Akureyri, en ég stamaði bara meira og bölvaði. Svo biður hún mig að bíða aðeins á línunni og ég heyri hana eitthvað tala og svo byrjar hún að tala við mig ;
Lilja : Stelpa, þú varst í beinni útsendingu og klúðraðir þessu gjörsamlega
Ég : öööö, ég veit! Vá hvað öll nöfnin duttu út úr mér
Lilja : Þú ert heppin að ég er í svona góðu skapi að þú færð þennan miða
Vá hvað ég skammaðist mín. Ekki nóg með að ég hafi stamað eins og auli í beinni útsendingu heldur blótaði ég líka! Takk fyrir pent. Amma getur verið stollt af mér núna
En nöfnin man ég núna, gæti allavegna þulið upp eitt nafn : Joey D, A Ramirez, Ghozt og JayArr !!
En okkur er sem sagt boðið í teiti hjá Atla sæta á morgun og við hjúin kíkjum líklegast á djammið, hvað ætlar ÞÚ að gera?
Anna Lóa sem eeeelskar veðrið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.1.2008 | 21:26
David Hasselhoff fan club
Það varð helvíti mikið sprell á manni í gær. Ætlaði nú helst að vera bara róleg og njóta föstudagskvöldsins en neibb. Dísa og Kata komu í dinner og svo var opnaður bjór og í stuttu máli enduðum við á Café Amor þar sem Stella C-cup var að gera góða hluti. Gott kvöld, mjög gott kvöld. Var svo að vinna kl.8 í morgun og man hvað það var erfitt. Kannski góð leið að útskýra ástandið á mér er að ég lagði upp á grasi, en ekki á bílastæðinu eins og planið var, hehe ..verð samt að viðurkenna að það var annar bíll þarna svo ég hélt að þetta væri bara bílastæði en neibb. Sóley spurði mig svo voða kurteislega hversvegna bílinn minn væri upp á grashól, haha. Þá var bílinn sem ég lagði við hliðin á farinn og Fabio bara einn upp á hólnum, veeeeel gert
Föstudagskvöld þýðir bara eitt fyrir Michael, en það er David Hasselhoff fan club kvöld En það er sem sagt þannig að lang flestir þjóðverjarnir sem eru hérna á Akureyri hittast á föstudagskvöldum á Amor. Maður sem vinnur með Michael heldur því framm að þjóðverjar lifa í þeirri blekkingu að David Hasselhoff sé ennþá kúl og því eru þeir að hittast til að lofa ást sína á honum. Skála honum til heiður og ræðast saman um hvað hann er svalur. Í gærkveldi voru þau heldur lengi að ná að tjá ást sína á þessum hot hot gaur og kom Michael heim öööörlítið rauður í augunum, greinilega nóg hægt að skála Sir Hasselhoff til heiðurs
En núna er ég að spá í að skella mér bara upp í rúm og horfa á einhverja mynd. Þetta verður sko rólegt laugardagskvöld, pant!
Anna Lóa sem nennir engann veginn að vinna á morgun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.1.2008 | 22:03
Bara fyrir Haddý mína
Ætli maður verði ekki að halda hefðinni og blogga fyrst það er föstudagur. Reyndar held ég að Haddý myndi koma og neyða mig til að blogga ef ég myndi ekki gera það, haha. Æjj hún er æði
Ég er slátur. Ég er einnig sauðhaus, svo ég ætli ég sé ekki svokallað svið líka. Agalegur bjáni getur maður allavegna stundum verið.
En hey, vitiði, ég gerði ALLTOF mikið í dag. Hvenær get ég bara notið þess að vera með frídag? Spurning. Allavegna er það vinna um helgina, again! En ég er nú bara að bloggerast fyrir Haddý mína, hehe. Ætla bara að setja inn nokkrar myndir frá síðust helgi. Er núna heima að horfa á Bachelor með Dísu og Kötu og erum við aðeins að bleyta á okkur tærnar. Ég bauð þeim í kjúlla og fínerý.. Held samt að Sophie hafi fundist hann bestur, haha.
hahahahaha
Ég, Atlinn og H.Rós
Atlinn, Freyja og moi
Gaman að þessu.
Elska ykkur
Anna Lóa slátur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.1.2008 | 21:57
Föstudagur enn & aftur
Fyrirgefðu, getur einhver sagt mér hvert allir dagarnir fara? Það er 18. janúar og ég man varla hvað gerðist þessa 18 daga sem hafa liðið af þessu ári. Ef einhver hefur upplýsingar hvað ég hef gert þá endinlega látið mig vita. Ég get sagt ykkur soldið sem hefur EKKI gerst þessa 18 daga og það er að ég hef ekkert djammað. Ég og Binna áttum reyndar góðan fimmtudag þarna 3. janúar, þar sem við bjuggum okkur til vodka-epli og vodka-jarðber og horfðum á Brúúúnhilda og fleiri góða fóstbræðu þætti, hehe, það var fjör. Ég óska því hér með eftir einhverjum sem er alveg æstur í smá tjútt um helgina. Ég bíð spennt
Annars er föstudagskvöld og ég sit og horfi á Bachelor, nýbúin að horfa á Útsvar. OMG, hvað ég er að deyja. Mín bíða laaaangar næstu 2 vinnuvikur svo ég vil eiginlega bara njóta þess að vera í fríi í dag og gera ekki baun og mér finnst yndislegt að sitja í sófanum og horfa á imbann. Til að ég fái smá föstudagsfíling þá er ég með eplasaft (haha ) í 0,5L glasi.
Annars hef ég það bara fínt. Þar sem ég hef ekki tekið fleiri nýjar myndir síðan síðasta bloggi þá ætla ég að sýna ykkur myndir sem ég var að hlægja af. Myndir sem lýsa sumrinu mínu asskoti vel
Það kviknaði í svölunum hjá okkur, that was scary
Ég skaðbrenndi mig í sólinni
Við skoðuðum Goðafoss
Ég fékk sápu í augað þegar ég var í sturtu - það var æði
Einn besti dagur sumarsins
Fyndið sumar. Svo á ég audda GB af djamm-myndum, hehe. Það eru góóóðar myndir, hehe. Vona að næsta sumar verði miklu miiiiiklu betra. Reyndar verður Binna ekki hérna, sem er auðvitað alveg glatað! Ég vona að þetta verði gott ferðarsumar. Okkur Michael langar allavegna að fara á Fabio með Norrænu til Danmerkur og keyra til Þýskalands. Hversu geðveikt yrði það? Ég lifi í draumi að það eigi eftir að gerast.
OMG Bachelor-inn fór að grenja!! Ég er alveg að missa mig hérna. Eplasaftið líka búið og ég er alveg að sálast úr þorsta, agalegur þurrkur er í loftinu
Ég er að hugsa um að fara að hoppa á Michael og reyna að vekja hann og kannski að kíkja út í smá rúnt.
Hahahaha wifematerial. Er það orð? Hahahaha. Stórkostlegt.
Anna Lóa sem nýtur föstudagsfríanna sinna
Fílarnir sem ég sá í Þýskalandi í Leipzig, ótrúúlega sætir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.1.2008 | 19:59
Fólk er fífl
Ég ætla ekki að byrja þetta blogg með einhverjum draumi, þar sem þið gætuð haldið að ég væri alveg búin að missa vitið, það er að segja ef þið haldið það ekki nú þegar, haha
En ég er eiginlega í of vondu skapi til að blogga! Ég er farin að halda að fólk haldið að ég sé 14 ára! Fólk er að skipta sér af því sem það kemur bara ekki baun við og maður þarf að segja fólki frá hlutum sem þeir þurfa ekkert að vita. Haaaaallóóó, ég er 21 árs gömul og eftir 3 vikur verð ég orðin 22 ára og ég hef ekki búið hjá foreldrum mínum í að verða 6 ár! Ég er fullorðinn og verð að fá aðgera mín mistök og læra af þeim. Ég er alveg að verða gráhærð, hehe.
En yfir í eitthvað allt annað. Á laugardaginn fórum við á bretti og það var GEEEEÐVEIKT... Reyndar hélt ég að ég myndi frjósa í hel þar sem það var svo skítkalt. Ég var frá 10 um morguninn til 14.30 og þá gafst ég upp en Michael og Rafn vorum til lokun, úff.
Við í lyftunni. Ég gat engann veginn verið alvarleg á myndum
Geggjuð mynd
Um kvöldið kíktum við svo á Sóley & Gunna. Þau voru nýbúin að fá sér kettling og OMG hvað hann var sætur. Michael varð alveg óður og því ákváðum við að kíkja daginn eftir á hina sem eftir voru og við urðum alveg ástfanginn af læðunni sem eftir var og ákváðum að taka hana með okkur heim
Í Fabio á leiðinni til Akureyris
Sætust í heimi. Skírðum hana Sophie, sem mér finnst snilldar kattarnafn, en Sunnhildur hefði líka verið gott og audda Marteinn ef þetta hefði verið gaur
Hún sofnaði svona í sófanum, algjöööör rúsín
Þetta er "rúmið" hennar sem við bjuggum til og ég held að hún sé bara asskoti sátt með það
En annars vil ég bara enda þetta blogg á því að segja að Fólk er fífl upp til hópa
Anna Lóa sem á lítinn kettling
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.1.2008 | 11:36
11. janúar
- Nei, takk, salat í dag - strunsað í burtu
- Nei, takk, aldrei neitt almennilegt að éta hérna - sett upp meiri skeifu og strunsað í burtu
- Bíddu, fyrirgefðu, hvaaaaað er þetta eiginlega??? - sett upp snobbasvipinn og brett upp á nebbann
- Veistu, ætli það ekki bara - reynt að setja upp smá bros
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.1.2008 | 14:24
2007
Ég ætla að blogga eitt alvöru blogg fyrst ég er ekki búin að blogga almennilega frekar lengi. En ég vil líka þá fá komment...!
Janúar
- Árið kom, þrátt fyrir að ég væri staðsett í Austurríki fyrir utan Fire&Ice að míga í mig úr hræðslu þar sem útlendingar kunna ekki að fara með flugelda
- 5 og 1/2 árs sambandi okkar Palla lauk
- Ég ákvað að það væri komin gott af drykkju og tók mér mánaðarfrí, en fór þrátt fyrir það oft út með krökkunum. Fékk mér bara vatn á barnum, sem var reyndar ógeð þar sem ég þoli ekki svona sódavatn. En ef ég vildi bara normal wasser ohne mineral þá þurfti ég bara að gjöra svo vel og fara með glas inn á klósett og redda mér í vaskanum þar, nice!
Febrúar
- Michael bannaði mér að fara að sofa fyrr en eftir miðnætti 7. febrúar, því ég skyldi sko fá mér eitt rauðvínsglas fyrir svefninn, hehe
- 8. Febrúar var mjög góður dagur. Vorum fyrst heima, þar sem bolla var í boði og svo skelltum við okkur á Salinos, alveg hellingur af fólki og svo var bara farið aftur heim og fengið sér Gösser og meiri bollu. Ég fékk svo mikið af snilldar gjöfum eins og barbídúkkur, meter af snafsi, gæða cd með austurrískum poppurum, ullarpeysu og besta gjöfin var svo frá sjálfri mér og pabba en það var snjóbrettið sem ég keypti mér
- Við íslendingarnir héldum svo upp á öskudaginn og bolludaginn sama dag. En ég og Sunna tókum okkur til og bökuðum bollur sem urðu reyndar aldrei stórar eins og á víst að gerast. En við átum þær samt sem áður með bestu lyst með súkkulaði og rjóma ..klæddum okkur upp og skáru þá Gummi og Hreiðar mest uppúr sem kvenmenn, haha. En ég var lengi að ákveða mig hvað ég ætti að vera og klæddi mig upp sem flugmann, snjósleðagaur og fór svo út sem strákur en kom heim sem kisa. Geðveikur dagur, þrátt fyrir að fólkið í Sölden hafi klætt sig upp daginn áður, hehe
- Fékk símhringingu frá mútter sem hafði farið til spákonu og leist henni ekkert á það sem konan sagði, hehe
Mars
- Fyrrum Söldenpakks stelpurnar komu í heimsókn og þá var sko fjör, hehe. Brjóstadjammið á KPS var samt best
- Mars einkenntist annars bara á drama og enn meiri drama, hahaha.
- Eitt kvöldið kom ég heim með marbletti á rassinum, haltrandi Ágúst, gúmmibát og heilt bunkt af rósum - gott kvöld!
Apríl
- 3. Apríl átti Michael afmæli og varð 24ja ára. Ég og Sunna vorum í fríi og Hreiðar var handleggsbrotin og þar sem ég var með lykilinn af herberginu hans Michael þá ákvaðum við að skreyta herbergið hans .. Algjört snilldarkvöld. Fórum m.a. á Salinos allur hópurinn og átum á okkur gat, svona til tilbreytingar, hehe. Svo var bara drukkið bolluna sem ég & Sunna gerðum, litað og leikið sér með snilldar dótið sem Sunna & Hreiðar keyptu í Imst, haha. Ég ákvað þetta kvöld að hafa vit fyrir hópnum og var edrú!
- 12. Apríl var svo síðasti frídagurinn minn. Þá fór ég á skíðum upp í svörtu brautirnar og brunaði niður þangað til ég fékk tár í augun. Ég & Ragna skelltum okkur svo til Hoch-Sölden sem endaði þannig að við neyddumst til að labba upp í Giggijoch, haha. Einn besti frídagurinn og já bara dagurinn í Sölden
- 15. Apríl var svo lokadagurinn sem arbeiterin á Giggijoch. Dagurinn endaði með Lokapartýi þar sem flest allt staffið mætti og ég held að eftir þetta kvöld þá hafi Herr Hanser og Björn verið fegin að losna við okkur. Mikið var grenjað þetta kvöld og þá voru karlmennirnir fremst í flokki, hahaha.
- Svo skelltum við Michael okkur til Þýskalands og vorum þar í nokkra daga og áttum svo flug til Íslands 27. Apríl
Maí
- Michael fékk vinnu hjá Haraldi Helgasyni og ég byrjaði að vinna á Veganesti
- Michael sá Ólafsfjörð í fyrsta sinn og ég reyndi mitt besta að sýna honum það sem hægt væri að sjá hérna í nágrenninu
- Fórum til Húsavíkur í tvítugsafmæli til Helgu, þar sem ég var enn einu sinni edrú en allir aðrir rétt stóðu í lappirnar þegar ég mætti loxins um ellefu, hehe
- Fluttum í Tröllagilið í enda maí og héldum innflutningspartý og eftir það var farið í Sjallann á Pál Óskar sem endaði með útlendingafordómum og veseni
Júní
- 02.06.07 hittist gamli 10.bekkurinn minn og þá var smá reunion. Ekkert smá skemmtilegt að hitta flesta krakkana aftur
- 16.06.07 var svo dagurinn. Við héldum upp á það að það væri komið ár síðan við útskrifuðumst, snilldarkvöld.
- Ég og Michael fórum í útilegu, gistum í Húsafelli og svo hjá Ömmu Lillu í Ólafsvík
- Michael byrjaði að vinna fyrir Miðstöð
Júlí
- 07.07.07 héldu Sunna, Ágúst og Hreiðar upp á afmælið sitt saman í Ýdölum, þar sem Flügel gerði góða hluti
- 12.07.07 varð Sóley 18 ára og ég og Michael létum ofcourse sjá okkur í partýinu
- Annars var júlí bara eins og allt sumarið. Vinna + djamm + keyrsla til Húsavíkur + njóta þess að vera til
Ágúst
- Versló! Hvað á maður að segja um versló? Það var mjög gaman mest allan sunnudaginn, en annars fannst mér þetta mest allt hálf glatað og leiðilegt. En tókst samt að skemmta mér með vinum mínum þá bærinn væri alveg tot!
- Skelltum okkur svo líka á Fiskidaginn
- Um miðjan ágúst fluttum við svo til Keflavíkur. Eða réttara sagt á Völlinn, þar sem herinn var. OMG hvað allt þar var Amerískt. Ég var við það að hætta við allt saman þegar við löbbuðum fyrst inn í íbúðina en við reyndum að gera þetta sem best, hehe
- Ég byrjaði svo í HÍ í sjúkraþjálfun og vorum við busuð, hehe
- Ég og Michael keyptum okkur bíl. Skoda Fabio og skýrðum hann Fabio
- Atli Steinn hélt upp á afmælið sitt heima hjá foreldrum sínum í Hafnarfirði og létum við okkur auðvitað ekki vanta þar
- Annars einkenntist september af lærdómi hjá mér og sakna Michael, þar sem hann var enn á Akureyri!
- Michael flutti finally til mín til Keflavíkur
- Christian Kühn vinur hans kom í heimsókn og við skelltum okkur í gott ferðalag um hálft Ísland
- Októberfest!
- Ég tók fyrsta prófið mitt sem háskólanemi
- Fyrsti snjórinn kom í Keflavík
- Ég ákvað að hætta í háskóla þar sem ég var búin að finna að sjúkraþjálfun væri ekki fyrir mig
- Við ákváðum að flytja aftur til Akureyrar og keyptum okkur flugmiða til Þýskalands
- Fyrsti snjórinn á Akureyri sem við sáum almennilega og Michael festi sig á Ólafsfirði, hehe
- Skelltum okkur til Þýskalands í 8 daga, sem var mjööög ljúft
- Ég fékk vinnu í eldhúsinu á FSA
- Við fengum íbúð í Hjallalundi 22
- Fluttum inn í Hjallalundinn
- Michael smakkaði svið og svo skötu!
- Svo kom bara allt sem tilheyrir desember, jólastress og jólaát
- Á aðfangadag vorum við í Ólafsfirði, á jóladag héldum við jólaboð og annan í jólum vorum við í mat hjá pabba
- Binna kom í heimsókn
- 30.12.07 Steffý varð 25 ára ..og hélt partý sem maður mætti auðvitað í
- Gamlárskvöld kom sem og 2008.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
25.12.2007 | 20:15
Jóladagur
Ég er ekki nógu hrifin af því að hafa þurft að mæta í vinnuna kl.8 í morgun. Það er ekkert jólalegt við það. Sérstaklega þar sem ég svaf yfir mig. Fór alltof seint að sofa, og ákvað svo að snúsa í morgun og vaknaði svo kl.8.15 þegar Hanna úr vinnunni hló að mér og spurði hvort ég væri að sofa yfir mig. Mætti því dragúldin í vinnuna, en ákvað að bæta mér það upp með því að éta hangikjöt í hádegismat og nóóóóg af því
Er svo að fara að éta læri núna á eftir. Michael er núna voða fínn í eldhúsinu að gera allt ready en ég sit inn í herbergi að blogga. Hversu lame er ég? Hehe. Ætti kannski að hypjast framm og hjálpa til?
En langaði bara aðeins að henda inn nokkrum orðum. Aðfangadagur í Ólafsfirði byrjaði helvíti vel. Mömmu langaði að vera eitthvað rómó með kerti inn á baði sem endaði þannig að flísarnar voru sótsvartar langt upp í loft. Svo þegar ég lagðist í baðið og ætlaði nú heldur betur að njóta þess að liggja þar, þá kviknaði næstum í hárinu á mér. Ég leit til hliðar og sá bara logann ! Varð nú skelkuð á tímabili, en get víst þakkað fyrir það að ég var í baði, hehe, hefði ekki verið lengi að dýfa mér bara ofan í til að slökkva í vá hvað það hefði samt verið ömurlegt að kveikja í hárinu á sér kl.17 á aðfangadag, hehe. Svo þegar við vorum að fara til Akureyrar þá tók þessi viðurstyggilega brunalykt. Þá var friðaljósið að standa sig vel í því að bræða svalahandriðið!
Góður aðfangadagur, góður matur, góðir pakkar og góð stemning. Ég vil bara þakka ótrúlega mikið fyrir mig og já okkur
Gleðileg jól enn og aftur og hafið það rusalega gott yfir hátíðirnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.12.2007 | 14:18
Jólin :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)