Færsluflokkur: Bloggar

......hver fjárinn.....

23

Laugardagur!!

Sælar!

Það hefur eitthvað tekið á að reyna að fá mig til að blogga..en núna er ég komin í gírinn.. ég fór ekki að sofa fyrr en eitthvað yfir fimm í nótt og var vöknuð kl.9, tók þá frábæru hugmynd að fara barasta á fætur þá. Mikki ákvað að fara upp í fjall en ég ákvað að fara ekki með honum, ætla frekar að reyna að taka aðeins til hérna heima og læra. Ætla svo að leyfa mér að fara í fjallið á morgun Cool

fyrirparty 005

Ég og Jara í fyrir-annar partýinu 10.jan

Mig dreymdi um daginn að ég væri í Afríku. Ekki bara að ég væri í Afríku heldur var ég að keppa í Survivor Africa. Þetta var ekki alveg eins og Survævor í sjónvarpinu, því hérna þá var maður bara drepinn ef maður var ekki nógu góður. Við vorum öll hlaupandi um eins og fávitar og reyna að leysa einhverjar þrautir og alltaf þegar ég leit tilbaka þá var verið að slátra einhverjum úr liðinu. Mjög scary. Ég hef sjaldan verið jafn kát og þegar ég vaknaði þann morguninn. 

Síðustu helgi var bærinn fullur af fólki..HR, Bifröst og Heilbrigðisdeildin úr HÍ voru í skíðaferð. Þetta var algjör snilld. Hitti Daða frænda minn og Siggu í fyrsta sinn í alltof langan tíma..ég fór edrú út á föstudaginn og var mætt á kaffi ak um kl.22 og það var ekki eitt sæti laust í húsinu..það var alltof stappað í bænum svo ég gafst upp kl.2 og brunaði bara heim. En á laugardeginum var svo sprell í Sjallanum þar sem maður dansaði langt framm á nótt..algjör snilld!

haskoladjamm 023

Já..ég verð svo að segja ykkur frá einu, hahaha.. ég var um daginn eitthvað að vesenast í bænum og þurfti að fara þar sem Eining-Iðja er...og þegar ég kem þangað þá var ég að spá hvort ég ætti að taka lyftuna en ákvað svo að ég hefði barasta gott af því að labba upp þessa ófáu stiga.. þegar ég kem svo upp á hæðina þar sem Eining-Iðja er þá heyri ég einhver öskur og skræki. Þá festist lyfta á milli hæða og það var kona í lyftunni, ekki sú minnsta og það voru þrír karlmenn að reyna að draga hana útúr lyftunni. Ég veit að ég er vond en ég bara gat ekki haldið hlátrinum inn í mér, þetta var bara of fyndið. Djöfull var ég þá fegin að hafa ákveðið að labba bara upp stigana, því annars hefði þetta geta verið ég! Ef ég hefði verið í lyftunni og verið föst á milli hæða, ég hefði örugglega sturlast úr hræðslu og ætli það hefði þá ekki bara verið endir á lyftuferðunum mínum, hehe..

Konugreyið!

Svo var annað, hehe. Ég og Michael reyndum að henda sem mestu þegar við fluttum svona til að reyna að minnka þetta drasl sem maður er búinn að sanka að sér yfir árin. Við ákváðum samt að setja allt sem var heilt, eða heillegt í nytjagáminn upp á haugum. Þar á meðal var skrifborð sem ég er búinn að eiga í einhver 3 ár..alltaf hef ég dröslað þessu borði með mér. Það hefur verið notað sem eldhúsborð, skrifborð og fatageymsla og ég ákvað að núna væri komin tími á að henda því, þar sem við erum eiginlega ekki með pláss fyrir það hérna á nýja staðnum. Michael fór með það í nytjagáminn og ég var voða kát að þetta myndi kannski gleðja einhvern sem væri að fara að byrja að búa og vantaði ókeypis húsgögn í kreppunni. 

Michael er svo í fjölsmiðjunni einhverjum dögum seinna, en þeir úr vinnunni fara oft þangað til að éta og er þá ekki borðið þar til sölu á heilar fjögurhundruðkrónur! Spotprís alveg LoL ..hahaha.. Michael var eitthvað að horfa á borðið og bara hey, þetta er eins og við áttum..svo horfði hann aðeins meira á það og bara, hmmm..það er eins rispa á því og eitthvað kannast ég við þessa sprungu..hahahaha!

En það er nú bara gaman að þessu! 

Annars er skólinn bara byrjaður á fullu og ég skráð í 6 fög eða 18 einingar. Þetta verður löng önn og því verð ég eiginlega að fara að byrja að læra eitthvað. Ég er búin að ná að gera tvö verkefni (9,1 og 10) og lesa einhverja kafla. En ég verð eiginlega að fara að byrja bara alveg af krafti. En eins og vanalega þá finn ég nenn-ið mitt hvergi..bara gjörsamlega búin að týna því!

Svo kannski ég ætti bara að hætta þessu og fara að opna eina bók eða svo..og athuga hvort orðin fara bara ekki inn í kollinn á mér af sjálfdáðum..

Anna Lóa Letihaus

 

Sölden mynd bloggsins : er tekin 12. janúar.. fyrsta djammið mitt í Sölden þar sem ég var edrú. Ég og Atli dönsuðum edrú alla nóttina. Það var ekkert smá gaman. Þetta kvöld var algjör snilld út í eitt, enduðum á einhverjum bar þar sem allir drukku eitthvað cream ógeð sem varð þess valdandi að fólk gat ekki andað fyrir þynnku daginn eftir, allir nema ég og Atli sem vorum kampakát LoL ..reyndar var Sunna örugglega ekki þunn enda verður hún aldrei þunn, hehe..

12.01.07 157

Sunna, Pauline, Ása, Ágúst, ég, Helga og Hreiðar Cool

 


2008

Þá er komið að því - ársblogg fyrir 2008
 
Árið 2008 var árið þegar : 
  • Ég dró Michael upp í Hlíðarfjall og hann fór í fyrsta skiptið á bretti á íslensku fjalli
  • Við Michael ákváðum að fá okkur kettling sem tók árið í að vaxa ekki baun, hún er enn eins og kettlingur!
  • Ég varð 22ja ára gömul og hélt hattapartý - henti fólki heim fyrir að gleyma hattinum sínum
  • Mér tókst að láta henda mér út af Kaffi Akureyri - á afmælisdaginn minn

 Jámm, ég get ekki verið alvarleg
 
Hún var sofandi hérna, fyndnast í heimi

Afmælisbarnið og partý-Hitler
  • Sunnan mín varð ólétt, eignaðist strák sem hún skírði Hlyn Snæ og ég mætti þunn í skírnina
  • Ég fór á Friðrik V með Miðstöðvar konunum og smakkaði súkkulaði sósu í fyrsta skiptið og fannst hún vond!
  • Rafn fótbraut sig, fyrstur systkininna til að brjóta bein. Mér hinsvegar tókst að brjóta öll önnur bein en mín eigin!
  • Páskahelgin var tekin með trompi og djammað eins og það væri versló! Fjögur kvöld takk fyrir pent!
  • Einhverjir karlar tóku mig í missgripum fyrir gamla konu með súrefniskút
  • Michael varð 25 ára
  • Þegar ég fór í fyrsta skiptið ein til útlanda og tókst að klúðra því. Fékk frían mat og frítt að drekka því ég fékk skipti sæti up to first class og tókst að gleyma peningaveskinu mínu í flugvélinni og festist því í maaaaarga klukkutíma á flugvellinum í Osló.
  • Þegar ég eyddi góðri helgi með Binnu minni í Noregi
  • Ég og Mikki áttum góða daga í Þýskalandi
  • Ég fór aftur til Sölden, til að rifja upp góðar og slæmar minningar.
n634730322 4611413 8024

Rafn fótbrotinn
 
páskaeggin okkar :)
 
Ruth og ég flashaðar
 
Binna á sjóbarnum
 
Hehe, snilld
 
Litla Sophie tók þessa sætu mynd af okkur :-)
 
Nadja (systir Michael) og ég
  • Ég hætti að vinna í eldhúsinu á sjúkrahúsinu og fór að vinna í Vínbúðinni. Vinnan í Vínbúðinni var besta vinna sem ég hef á ævi minni unnið í. 
  • Ég eignaðist góða vini úr Vínbúðinni og þá bæði á mínum aldri og einnig mun eldri - æðislegt fólk..!
  • Systir mín flutti heim til mín með mest allt sitt hafurtask og stakk svo af til Álandseyjar. Tommi kisinn hennar var skilin eftir heima hjá okkur og því búið að bætast við einn fjölskyldumeðlimur!
  • Kata útskrifaðist úr MA og Michael fannst við lúðarlegar með húfurnar
  • Ég komst inn í HA í Viðskiptafræði
P6171254
 
P6221327
  • Ég dró Michael með mér í smá túr um norðaustur og austurland. Það rigndi allan tímann.
  • Ég djammaði með Vínbúðarpakkinu allt sumarið
  • Ég fór í bústaðarferð með stelpunum frá Ólafsfirði, þar sem allt gerðist. Held að það sé nóg að segja : nektar-hlaup í kringum bústaðinn! Og auðvitað rifin G-strengur og gott móment eins og : hver á þennan G-streng .. ég á hann, en þú varst í honum! Good times..
  • Ég fékk Binnu í heimsókn yfir versló og við máluðum bæinn rauðann
  • Mamma mín gifti sig. Ég var brúðarmey og vissi ekkert hvernig ég ætti að haga mér í kirkjunni
  • Ég fór á fiskidagana og myndavélinni minni var stolið með öllum brúðkaupsmyndunum. Ég hef ekki enn fyrirgefið sjálfri mér það.
  • Ég fór með Rögnu á Mærudaga á Húsavík og hún gerði heiðarlega tilraun til að stúta okkur báðum á hraðarhindruninni á Grenivík
P7131487
 
P8021487
 
pic 339
 
P8041545
 
n1128774989 30285377 7917
 
P7261429
  • Ég gekk út úr vinnunni minni í Vínbúðinni þar sem allt fór í háaloft í loka-partý-inu sem við héldum. Þrátt fyrir mikil mótmæli, mikil öskur og að fréttamennirnir hafi verið dregnir í málið, þá gerðist ekkert! 13 manns voru frekar látin fara heldur en einn! Ég er enn svekkt!
  • Við X-Vínbúðarpakkið hittumst oft í viku til að ræða málin og svo næstum hverja helgi til að skemmta okkur saman
  • Ég og Mikki ákváðum að fara í sitthvora áttina, en náðum svo að finna réttu leiðina mánuði seinna.
  • Ég horfði á Star Wars og náði loxins að sjá þessa umtöluðu Næturvakt
  • Háskólinn byrjaði og það var frír bjór alla þrjá nýnemadagana
  • Ég fékk símtal og boðið að hlusta á lestur úr Biblíunni
  • Fabio varð andsetinn og fékk fyrir vikið að standa á bílaplaninu í tvo mánuði
  • Sophie stakk af á 3 hæð (eiginlega 4ðu) og fannst tveimur vikum seinna
130908 056
 
IMG 0602
 
P6011215
 
  • Ég fór út dressuð sem sótari, rokkari og kúreki
  • Ég sofnaði í tíma og þá erum við að tala um STEINSOFNA
  • Ég pirraði kennarana mína með því að spurja of mikið og vita of mikið
  • Ég braut rauðvínsflösku í bílnum hjá Sóley
  • Ég var með stærðfræðikennslu
  • Ég djammaði með Háskólanum og Awesome og eignaðist yndislega vini
  • Ég flutti úr Hjallalundinum í Drekagil og úr Drekagilinu í Skarðshlíð
n767701413 1448384 2051
 
100 0370
 
100 0011
 
n713059250 1593834 6163
 
151208 011
 
  • Ég kláraði fyrstu önnina mína í Háskóla og endaði með flottar einkunnir og er voða stollt
  • Ég fór á mitt fyrsta alvöru ball í Ólafsfirði
  • Ég kvaddi Dísu og Klöru þegar þær lögðu upp í 5 mánaðar ferðalag!
  • Árið endaði svo á Akureyri með Michael, Sóley og Garðari. Næstum sama fólk og árið byrjaði með. Enginn Binna þó, því hún var bara í París! *öfund* 
Þetta ár var alveg ágætt. Ekkert frábært. Ég kenni því um að árið byrjaði ömurlega og því var það hálf glatað út í gegn. En næsta ár verður það besta! Ég ætla að láta það verða það besta!!
 
Það gerðist svo alveg hellingur á þessu ári, sem var alveg að mér óviðkomni. Ísbirnir komu og réðust á landið (ég gæti hafa átt smá þátt í því reyndar) og Ísland fór á hausinn. Svo má ekki gleyma ólympiuleikunum og öllu sem þeim fylgdi. Þetta var jafn hræðilegt ár og það var frábært fyrir íslensku þjóðina og fyrir það að vera Íslendingur! Við vorum jafn stollt í byrjun og í sumar eins og við vorum skömmustuleg og sorgmædd þegar Október gekk í garð! 
 

 

 

 

 

 
 
 

GAMLÁRS!!!!

Bíddu HALLÓ hvert fór eiginlega 2008? Sæll!

Anywho þá ætla ég að þrusa einni þrumu hingað inn svona í tilefni þess að það er AGES síðan ég bloggaði síðast. Næsta blogg verður svo vonandi ársblogg og gert í þynnku morgundagsins eða sem uppgjörstalning þann annars janúar..sjáum til..

151208 011

Ég og Atli sæti á próflokadjamminu mánud. 15. des

Prófin fóru betur en ég þorði að vona, en hefðu svo sem alveg mátt vera betri í eins og FJM en hverjum er ekki sama um það fag ;-) ..meðan meðaleinkunninn prommir yfir áttunni þá þegi ég.. en bara svona því ég var að sjá kommentið hennar Binnu, þá var það ekki stærðfræði prófið sem ég var svona brjáluð yfir í síðasta bloggi, heldur aðferðafræðisprófið! En það var sem betur fer bara 50% próf svo þó ég gat ekki kúk á prófinu þá endaði ég með 8 í lokaeinkunn Smile ..kom sér vel að vera með góða vetrareinkunn..

En svo náði ég að fá 10 í stærðfræði en það gerðist með einhverjum töfrum, en ekki kvarta ég Cool

181208 009

Ég, Michael og Atli í Silly Hats Only partý-i

Núna er ég bara að bíða eftir að komast í sturtu og svo verður það brennan + flugeldasýningin og svo verður skúfflað í sig mat a La Garðar og svo er það bara meistari Páll Óskar í kvöld Grin ..ég ætla að enda þetta ár vel og láta 2009 verða eitt besta ár lífs míns..komaaa svooooooooh!

 

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla

Anna Lóa sem eeeeeelskar Páll Óskar

annarijolum 026

Katie og ég á öðrum í jólum

 


2/5

Dagurinn í dag er sko ekki minn dagur!

Ég var eiturhress fyrir þetta próf og fannst mér ég kunna alveg nóg..! Svo tuttugu mínútur í þá ætlaði ég að hypja mig niður í skóla. Og nei, þá finn ég ekki pennaveskið mitt. Sama hvað ég leita og leita þá finn ég það hvergi! Þarna var ég orðin öskurpirruð og fúl og endanum hunskaðist ég niður í skóla pennaveskislaus og pirruð! Ég fékk svo lánaðann penna en það bætti ekki við skapið..var strokleðurslaus og pirraðist enn meira yfir því og fór aðeins að stressast! Endanum fann ég bara að sama hversu auðvelt þetta próf var þá bara gat ég ekki skrifað neitt niður á blað og það sem ég náði að skrifa þrátt fyrir pirring það var bara einhver grautur á blaði. Ég meira segja fór að efast um eitt svarið mitt við 8% spurningu og strokaði það út og breytti því..en nei, seinna svarið er auðvitað vitlaust en hið fyrra sem ég strokaði út rétt! Frown

Ohhhh..ég var komin í einn pirringsgraut þarna og rauk bara út um leið og ég var búin að skrifa þetta VITLAUSA svar niður..! 

Þetta er algjör hringavitleysa..ég fann ekki pennaveskið mitt vegna þess að það er rusl í íbúðinni minni, það er rusl í íbúðinni minni því að ég er í prófum og hef ekki tíma til að taka til og ég er í prófum og þarf því pennaveskið! 

Svo eitt leiddi að öðru og ég klúðraði léttasta prófi sögunnar takk fyrir pent! Hef ekki tíma til að leggjast niður og væla þar sem ég þarf að byrja að hugsa um næsta próf. Þetta er alveg rosalega hamingja hjá mér þessa dagana!!! 

Ef þið sjáið svartan reyk í kvöld eða á eftir þá er þetta bara ég að storma um...

Anna Lóa fröken pirruð!!!


Finally nýtt blogg!

Ég hef nú ekkert að segja, bara nenni engann veginn að byrja að læra! Mér tókst að sofna ofan í Hofstede í gær, það er sem sagt bókin sem ég er að lesa. Haddý heldur því framm að þetta sé áhugaverðasta bók sem hún hefur lesið. Ég held að hún sé eitthvað veik, heh! Þessi bók er hrútgömul og lyktar eftir því, það er svona gömul lykt af henni og mér verður óglatt af þessari lykt. Í dag verður það svo bókhaldið sem mun eiga mitt líf. Ég gæti ekki verið meira spennt Shocking

Það er nú ekki búin að gerast mikið síðan ég bloggaði síðast. Ég hef bara horft á dagana fljúga í burtu og aldrei finnst mér ég ná að afreka neitt. Ég stressast á því að prófin eru að koma, nær og nær með hverjum deginum en þó gerist aldrei neitt. Ég næ ekki að fá mig til að læra! En ég er búin að afreka að skilja milljón og sextán verkefnum á þessari önn og var því síðasta skilað núna á mánudaginn sl og þá tók ég líka bókhaldspróf. Maður er nú búin að næla sér í eina tíu fyrir þessi verkefni og ég er að rifna úr stollti, hélt að það væri ekki hægt að fá tíu, það væri alltaf eitthvað sem kennarinn gæti fundið að verkefninu Cool

n713059250 1593834 6163

 

Það gerðust þó undur og stórmerki á mánudaginn. En eftir mikið tuð og röfl af minni hálfu þá fór Michael loxins að sýna Fabio smá athygli og reyna að fixa greyið. Við tókum rafgeyminn/batterýið inn og prufuðum að hlaða það yfir nótt og svo líka á þriðjudeginum. Þegar við (já eða hann) settum það í Fabio á þriðjudaginn þá bara gerðist ekkert! Þannig næsta mál á dagskrá var að redda nýjum geymi! Fengum hann svo í gær og tarammmm, Fabio rauk í gang! Djöfull var það ljúft að keyra fákinn um bæinn og ég er ekki frá því að hann hafi þráð þetta Tounge ..næst á dagskrá er þá að redda vetrardekkjum undir greyið og þá ætti hann að vera gúd tú gó! Fyrir utan smá "smáatriði" eins og að fara í skoðun og kannski að þrífa greyið. 

211108 029

211108 055

 

OHHHH, ég nenni ekki að fara að læra!!!!! Ég er svo algjörlega búin að týna þessu blessaða nenni mínu og hef leitað útum allt, en hvergi lætur það sjá sig. Ég hélt í gær að ég væri búin að finna það, en þá var það bara feik - en ég náði að blekkjast í tvo tíma og var þá dugleg að læra í tvo tíma. Svo sofnaði ég!

Setning vikunnar var þegar ég og Michael vorum að éta brauð og ég minnist á það að það sé eitthvað öðruvísi bragð af brauðinu. Hann hristir bara hausinn og segir að brauðið sé fínt. Þá segi ég 

já en það er bakarísbragð af því

Hann ætlaði aldrei að hætta að hlægja af mér Blush ..hehe..

Ég er að fara í mat til Sunnu elskunnar minnar á morgun, þar sem slátur verður á boðstólnum og bananastappa fyrir Haddý! Þetta verður skrautlegt matarborð..hehe

En anywho, því meira sem allt er að fara til fjandans hérna á Íslandi, því meira langar mér að stinga af. Vildi óska að ég gæti bara gefið skítt í þetta allt saman og stungið af eitthvað út. Helga og Christian eru út í Þýskalandi núna og eru aðf ara að vinna í Austurríki í vetur. Ég gæti gubbað ég er svo öfundsjúk Halo heh..því meira sem ég hugsa um það hvað ég hafði það gott í Sölden því meira gleymi ég öllu þessu leiðilega við það. En ég verð að viðurkenna að ég væri eiginlega frekar til í að vera þar heldur í þessu kjaftæði hérna. En planið er að fara í skóla út á næsta ári svo ef ég verð heppin þá verð ég flutt 19. júní 2009! Það eru ekki nema 7 mánuðir þangað til - tæpir meira að segja...ohh ég ætla að vona að þetta eigi allt eftir að ganga eins mínir draumar eru þessa dagana.

Anywayssssss, þá ætla ég að fara að koma mér í að læra Crying ..en ætla að hafa Sölden myndir bloggsins Joyful ..og smá old bloggpart með..

08.01.07 001

Gut - besser - Gösser

Ohh ég sakna Gössers! En þessi mynd er tekin 8. janúr 2007. Daginn eftir þetta djamm ákvað ég að hætta að drekka í mánuð og ég stóð við það Smile ..byrjaði í ræktinni og var ýkt dugleg.. og uppskar það að ég losnaði við meira en 10kg sem ég er reyndar búin að ná mér í aftur núna, hehe Cool ..9. janúar var svo þriðjudagur og :

Annars er allt bara fína að frétta. Ég, Sunna, Helga, Ágúst og Gummi fórum til Imst á þriðjudaginn því við vorum öll saman í fríi. Þetta voru svona 80min með rútu. Við skelltum okkur þar í Mall-ið og ég keypti mér hlaupaskó á 20€ og strigaskó á eitthvað svipað. Svo keyptum við Sunna skærbleika mottu og eitthvað drasl. Leiðin heim var svo eitthvað það fyndnasta sem ég hef á ævinni minni lent í. Gummi keypti bláa kæligrímu og var með skíðagrímu og bleiku húfuna sína og ber að ofan og labbaði um alla rútuna og spurði fólk hvort það væri nú ekki alveg örugglega allt í lagi hjá þeim og svona.

Við lágum sko öskrandi úr hlátri aftast í rútunni. Svo var hann alltaf að spurja fólk hvort það væri nokkuð hrætt, því þá mætti það nú alveg sitja á löbbinni hjá honum og hann myndi hugga það. Hahahahaha. 

09.01.07 002

Þessi mynd er tekin í leigubílnum sem við tókum í Imst. Sunna sat framm í og við hin tróðum okkur sátt aftur í. Við vorum svo hamingjusöm með sleikjóin okkar Grin ..Leigubílstjórinn var ekki eins kátur og við..og ég er næstum viss um að hann hafi farið með okkur einhvern huges auka hring til að láta okkur borga of mikið, hehe. 

09.01.07 003

Þetta er svo Gummi í outfittinu sem hann var með þegar hann fór og hrellti fólk í rútunni á leiðinni heim. Ég er enn þann dag í dag hissa að okkur hafi ekki verið hent út, heh !!

 

Anna Lóa sem reynir að læra og læra!!

 n713059250 1593844 8948


Ég er svooooo þreytt

Ég man ekki hvenær ég var svona þreytt síðast. En það er reyndar ekki furða miðað við síðustu daga - hahaha. Það var Háskóla djamm á föstudaginn þar sem Halloween - þema var í gangi og mætti fólk í misfallegum búningum, það var allt frá því að vera með bjánaleg gleraugu og upp í það að vera prumpublaðra! Ég og Erla vorum reyndar alveg öruggar á því að prumpublaðran væri kartöflupoki, en neibb! 

100 0414 

Ég ákvað að skella mér í vinnubuxurnar hans Mikka og setti á mig pípuhatt og fannst ég vera barasta voða fín. Ákvað að kalla þetta outfit - Sótarinn Mikki. Til að sýna að ég væri sko alvöru sótari sem væri skítug og flott þá makaði ég mig alla í sósulit. Það var nú asskoti skemmtilegt. Þetta var svo klístrað og svo veeeeeel lyktandi að það var æðislegt.

 

100 0370

 

Þetta var svo fyndið kvöld. Ég elska svona góð djömm. Elska vini mína.

100 0339

100 0376

Erla, Sjonni og moi

Laugardagurinn var svo enginn þunnudagur, sem betur fer. Ég var mætt upp í skóla kl.11 til að gera verkefni - það var nú heldur betur skemmtilegt. Svo var Man Utd leikur kl.15 og Atli beilaði nú heldur betur á mér. Gamli var víst eitthvað búinn að gleyma því að við ættum stefnumót á Amour! Obbobbobb sko...en hann kom svo á hjólsprettinum og náði seinni hálfleik! Góður leikur, þó að Man Utd hefðu aðeins mátt spýta í lófana í seinni hálfleik og maður var orðin smá smeykur að þetta myndi enda í vitleysu, en allt kom fyrir ekki.

100 0432

Ég og Atli ræddum svo mikið um það að við ætluðum að taka laugardagskvöldið rólega. En ég sagðist eiginlega neyðast til að kíkja út því að Elva og Kata væru í bænum. En ætlaði þó bara að vera róleg og svona. En sææææææll! Jónsi MIB mætti svellkaldur á svæðið og var með dólg! Gaur fór á barinn og keypti 15stk af bjór og gaf fólki. Hann fór svo næstum að skæla þegar hann fór að sjá eftir þessu. 

100 0011

100 0023

100 0001

Það var svo lítið sofið þessa helgi! Ekki bara vegna djamms heldur einnig vegna þess að hún Sophie er að breima og hún gerir ekkert annað en að væla og væla og vææææææla. Ég er alveg að verða geðveik. Hún þegir varla nema ég sé haldandi á henni - það mætti halda að maður ætti smábarn!

En annars er svo nóg að gera núna í skólanum og aldrei gerir maður neitt. Erum reyndar að fara að skila verkefni 4 af 6. Svo þetta er allt að gerast. Reyndar verður þessi helgi algjört hell. Þrjú próf og verkefnaskil í bókhaldi og verkefnaskil í fjölmenningu! Þess á milli þarf ég eiginlega að reyna að læra eitthvað. Partýýýýýýýýý...!

Alveg hreint brilliant. 

Ég lenti nú í skemmtilegu atviki um daginn. Ég var sem sagt niðrí bæ og sé einn gaur sem er að vinna með Mikka keyra framhjá mér. Ég brosi til hans, bara svona til að sýna smá kurteisi, heh. Ég hefði nú heldur betur sleppt því - helgina eftir þá er djamm hjá þeim félögunum og þá er hann orðin eitthvað skakkur greyið og fer að tala við Mikka um þetta bros mitt. Hann heldur að ég hafi eitthvað verið að nikka til hans og hann varð voða spenntur og fór að spurja hvort við værum til í SWING! Ég held nú ekki. Við tvö í swing teiti með fertugum hjónum. Hljómar heldur betur skemmtilega og spennandi. Ég þyrfti kannski að hugsa minn gang áður en ég brosi næst til fólks!

Svo var annað..þegar ég fór í skólann í seinna skiptið þá var búið að hengja miða fyrir ofan dyrabjölluna heima hjá mér :

 Ekki Dingla næstu 4 vikkurnar því að við erum að ríða

Falleg stafsetningavilla í þessu og svo er eins og krakki hafi skrifað þetta miðað við skrift. Ég var að velta því fyrir mér að labba um alla blokkina og leita af sökudólgnum, en ég læt það bíða til betri tíma. 

Annars er voða lítið að frétta af mér, ég reyni mitt besta í skólanum og það gengur mjög mismunandi eftir dögum.  Suma dagana er ég svo dugleg að það er til skammar og aðra dagana mætti halda að ég væri ekki einu sinni í skóla. Hin gullnimeðalvegur týndist einhversstaða. Ef þið sjáið hann á vappi að láta mig vita, væri til í að fá hann heim.

 

Sölden mynd bloggsins verður svo frá því að ég fór á djammið 6. janúar með Helgu Jónu. Vorum bara tvær held ég alveg örugglega hehe. Hittum einhvern útlending sem átti eftir að verða alveg inlove af Helgu það sem eftir var season-ins. 

06.01.07 002

 

Anna Lóa sem er svooooo þreytt

 


Já er það ekki bara

Ef ég væri með bloggið mitt læst þá myndi ég úða ósmekklegum orðum yfir ákveðnar manneskjur sem ég kynntist í dag, en þar sem sumir gæti rambað inn á bloggið manns, þá ætla ég að vera dóttir móður minnar og þegja.

Það er eitthvað lítið um skóla þessa daganna, þar sem tveir kennarar af fimm eru bara ekkert til staðar til að kenna manni. Svo stundarskráin mín einkennist af eyðum, pásum, breikum sem og heimsóknum frá forsetanum. Já einmitt, hann Óli kallinn lét sjá sig í skólanum í gær. En vegna þess að við erum best buddies þá ákvað ég að leyfa mér barasta að fara fyrr heim heldur en að hlusta á ræðuna hans. Hann sendir mér hvatningarsms mörgum sinnum á dag, svo ég ákvað að vera svo góð að leyfa hinum nemendum skólans að njóta hans. Ég meina, ég má ekki alveg einoka hann? 

Hann Mikjáll minn kom heim í dag með stofuborð undir arminum. Haldiði að kallinn hafi ekki bara fengið það gefins a.k.a. frá Nytjagáminum. Voða flott borð meira segja, svo núna getur maður hætt að hafa lappirnar upp á eldhússtólnum þegar maður horfir á imbann. Greinilegt að kreppan er ekki að gera alveg út af við alla. En ekki kvarta ég nú  Joyful

IMG 0543

Kiddi totally happy, annað en ég Cool

Ég var með stærðfræði "kennslu" upp í skóla í dag. Veit ekki alveg hvaðan ég fékk þá grillu að ég gæti kannski kennt stærðfræði. En ég skalf eins og fáviti, svitnaði í lófunum og hné-in gáfu sig af stressi. Ég bullaði og frussaði út úr mér einhverju óskiljanlegu röfli meðan ég skipaði krökkunum að reikna. Þau sem ekki hlýddu, sló ég einfaldlega með kennaraprikinu mínu. Þetta tók svo mikið á að ég þurfti að fara 2x inn á bað að æla af stressi og svo leið einu sinni yfir mig. Eftir tímann þá fékk ég enginn epli gefins, svo ég held að ég leggi kennara skóna mína upp á hilluna. 

Ég hef ekki horft á fótboltaleik síðan Man Utd tapaði svona skemmtilega fyrir Liverpool fyrir löngu, en þar sem Viðar er vonandi að koma um helgina þá kannski nær maður að horfa á einn leik. Þangað til held ég bara áfram að fylgjast með football365.com! Það er gríðarleg stemning, stanslaus öskur og fagnaðarlæti þegar orðalýsingarnar fljúga um skjáinn!

Á sunnudaginn kom eitt stykki brjálaður nágranni og kvartaði yfir djöfulsins látum sem hefðu komið vegna partý-sins í íbúðinni minni á milli 4 og 7 um morguninn. Ekki bara það heldur var þetta víst ÖNNUR helgin í röð sem ég er með stanslaust partý og brjáluð læti. Wh0000t! Vá hvað ég kom af fjöllum. Er ekki vön að fá svona öskur og org yfir mig á sunnudögum yfir einhverjum sem ég kom ekki nálægt. Ég var nú bara sofnuð frekar snemma á laugardagskvöldið og ekki vaknaði ég við neitt einasta partý. Ég hef ekki verið sökuð um eitthvað svona síðan bara í Sölden.

Sölden

Liebe Sölden. Miðað við hvernig ástandið á Íslandi er í dag þá hefði ég ekkert á móti því að fara aftur út. Frekar auðveld vinna og svo alltaf bretti á frídögunum. Endalausar brekkur og dásemd. Ætla enda þetta blessaða þrusu blogg á tveim myndum frá Sölden. Ég var víst um daginn með eitthvað svona Myndir frá Sölden þema með blogginu, en það dó. Svo let's bring it in again Smile

Við vorum komin að áramótunum. Fyrstu áramótunum sem ég hef ekki verið á Íslandi og ég hef sjaldan verið jafn hrædd á ævinni. Ég ætla að láta fylgja með smá bút úr gamla blogginu mínu með;

 

 "Við íslendingarnir fórum saman eftir vinnu á stað þar sem við vorum með pantað borð og fengum okkur að éta. Við rákum reyndar einn íslendinginn í burtu ásamt þjóðverja og einhverjum sem ég man ekki í burtu því þau voru orðin alltof blekuð. Hehe. Maturinn var svo svona hélvíti góður.

Við fórum svo heim og það var partý í íbúðinni minni og Sunnu svona til tilbreytingar. Micro og Harold (sem vinna með okkur) buðu sér í partýið. Ég held nú að þeir hafi verið á einhverju "aðeins" sterkara en áfengi (voru til dæmis að éta sveppi um daginn, næs?) og þeim tókst að brjóta eina flösku og tvö glös. Mjög góður árangur. Hahaha.

Við vorum svo komin fyrir utan Fire & Ice rétt fyrir miðnætti og dísús hvað ég hef sjaldan á ævinni verið jafn hrædd. Fólk var ekkert að skjóta flugeldunum upp í loftið heldur bara í annað fólk. Og mesta sportið var að grýta fólk með hvellettum."
 

n634730322_4414033_736 

Atli, Ása, ég, Júlía, Sunna og Hanna Rós að fela okkur fyrir rakettunum

n634730322_4414035_1040

Við Íslendingarnir úti að borða Smile

Sunna, Atli, ég, Júlía, Ása, Gummi, Ágúst og Hanna Rós. Ragna tók myndina, Helga var á fylleríi með Michael og Frida og Hreiðar var ekki kominn til Sölden.

 

 Good Times

Anna Lóa sem er sjúk að flytja eitthvað út!!

 

 


Klukkuð - jeij

 Já Hafdís klukkaði mig víst og ég ætla nú barasta að reyna að standa við það og svara henni Cool

 

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina..

  • Vínbúðin á Akureyri
  • Hornbrekka (elliheimilið á Ólafsfirði)
  • Eldhúsinu á FSA
  • Stígandi (frystihús á Ólafsfirði)

 Fjórar myndir sem ég held uppá...

  • Lion King
  • LOTR (allar)
  • Pirates of The Carriebean I
  • Emperors New Groove (allir verða að sjá hana)

Fjórir staðir sem ég hef búið á...

  • Ólafsfirði
  • Akureyri
  • Sölden, Austurríki
  • Keflavík

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar...

  • Friends
  • House
  • Simpsons
  • How I Met Your Mother

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum...

  • New York
  • Tyrkand
  • Þýskaland
  • Noregur

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan bloggsíður..

  • YouTube.com
  • FaceBook.com
  • Mbl.is
  • Unak.is

Fernt matarkyns sem ég held uppá..

  • Nautakjöt með Bernies
  • Pasta a La mín
  • Heit brauðterta með skinku, aspas og osti
  • Slátur

Fjórar bækur eða blöð sem ég les oft..

  • Lifandi Vísindi
  • Fréttablaðið
  • Stærðfræðibókin mín
  • Dagskráin (það er nauðsynlegt að lesa hana þó það sé aldrei neitt í henni, hehe)

Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna..

  • Í Noregi að fara á skrall með Binnu
  • Á sólarströn að sóla mig
  • Heima á Ólafsfirði að éta góðan mat
  • Og svo bara heima hjá mér í rúminu mínu, en þar er ég einmitt núna 

Fjórir bloggarar sem ég klukka..

  • Binna - þetta er góð leið til að byrja aftur að blogga
  • Sjonni
  • Gummi
  • Kata - USE it kona

Fimmtudagur 1/6

Ég held að það verði skráð blað í sögu lífsins á morgun! Það er föstudagur og það er ekki planað djamm. Það hefur verið einhversskonar skrall á föstudögum síðan bara ég man ekki, allavegna gerðist það eitthvað áður en háskólinn byrjaði.

Held að það verði nú barasta ágætt að fá smá frí, hehe Sideways ..Michael fer þó út þar sem David Hasselhoff fan clubs kvöldin eru að byrja aftur. Þannig að ég verð ein heim annað kvöld sem gæti nú endað með því að ég leiti mér uppi skralli, hehe.

Annars er lífið mitt mjög einleit þessa dagana - vakna, borða, læri, borða, læri, borða, horfi á sjónvarp, fer að sofa. Það er sem sagt verkefnavika í skólanum, sem þýðir að það er ekki einn einasti tími alla vikuna og maður situr þess í stað sveittur yfir því að gera verkefni. Ég er nú ekki mikill fan af hópaverkefnum en þetta er búið að ganga lygilega vel verð ég að viðurkenna. Komin langt að með mörg verkefni og meira segja búin með eitt. Verst er að maður nær ekkert að nýta þessa viku í að læra í fögunum það sem maður þyrfti að læra þar sem það eru stanslaus hópaverkefni alla daga Sick

IMG 0611

Valli, ég, Gústi og Guðrún

 

Ég var nú heldur betur kát þegar ég kom heim í gær. Sophie var búin að finna súkkulaðirúsínu kassann hans Michaels svo það voru rúsínur út um allt. Já ég segi rúsínur þar sem katarkvikindið var búin að éta allt súkkulaðið af! Shocking

En svona annars er voða lítið að frétta. Það var x-vínbúðar teiti á föstudaginn heima hjá Valla þar sem Kiddi hennar Guðrúnar eldaði fisk handa okkur, ekkert smá gott. Þetta var bara frábært kvöld eins og alltaf þegar maður hittir þetta fólk - það kom samt þessi vanalegi dramakafli en maður lætur það ekki á sig fá Grin

Ég hef annars ekkert að segja, veit eiginlega ekki afhverju ég er að blogga. Spá í að kenna Binnu bara um þetta þar sem hún var eitthvað að spurja eftir bloggi, barammbammtiss. Ég er meira segja búin að fara nokkrum sinnum í strætó og það bara gerðist ekkert fyndið, illa lélegt. 

IMG 0601

Það ríkir ást meðal X-Vínbúðar pakksins

 

Ég grét mig í svefn í gær vegna þess að ég er ekki í Reykjavík á Airways. Einnig grét ég af öfund af tilhugsuninni um að Kata hefði verið á Biffy Clyro þegar ég þarf að láta mig nægja að horfa á elskurnar á YouTube! Vona innilega að þetta hafi eitthvað mistekist hjá þeim og verið ömurlegir tónleikar! Sem ég auðvitað stórstórstórSTÓRefast um.

En ég er rokin, þarf virkilega að fara að gera eitthvað,

Anna Lóa skrallari

IMG 0602


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband