Fimmtudagurinn 28. janúar 2010

Já, sælar! Þetta er fyrsta skiptið í mörg ár sem ég kem ekki með árs pistilinn. En ég ætla að leyfa mér að segja að ég hafi fulla ástæðu fyrir því. Þetta ár hefur verið of undarlegt til að ég geti komið mér í það að rifja það upp, theinkjúverínæs. En það hefur samt margt, reyndar mjög margt gerst á þessu ári sem hefur gert það svo yndislegt. Ég hef kynnst fólki, bæði gjörsamlega nýju fólki og einnig verið að kynnast fólki sem ég þekkti áður á nýjan hátt. Það hefur algjörlega bjargað þessu ári og gert það þess virði að lifa því og vera hamingjusöm. Ég er bara ekki frá því að ég sé hamingjusamiri og sáttari með lífið núna heldur en ég var fyrir ári síðan.

 Eníhú, þá styttist nú alveg hrikalega hratt í að ég flytji í burtu. Ég á flug frá Keflavík til Kristiansands (með stoppi í Osló) þann 26. febrúar. Ég á svo flug frá Kristiansand til Hamburg 1. mars. Hvernig ég kem mér svo þaðan og til Ostnabrück verður seinni tíma vandamál, en ég efast um að það eigi ekki eftir að reddast einhvern veginn. My contact-buddy er búin að bjóðast til að leyfa mér að gista hjá sér fyrstu nóttina, þar sem ég fæ ekki herbergið mitt fyrr en 2. mars. Það hlýtur nú að reddast allt saman, hahaha. Ég verð seint þekkt fyrir það að vera eitthvað að stressa mig á hlutunum og hlutirnir eiga það til að reddast alltaf og hljóta að gera það líka núna ;)

Annars er ég búin að hafa það bara rosalega gott síðan ég skrifaði eitthvað hérna síðast. En ástæðan fyrir því að ég er að blogga núna, er til að reyna að koma mér í gírinn, því ég ætla nú að reyna að blogga eitthvað þegar ég er úti. Svona fyrst það eru ekki allir með Facebook og með þessu getur maður sagt frá meiru ;)Ég er komin í helgarfrí og vona innilega að þessi helgi verði góð. Langar rosalega að gera eitthvað, eins og fara í Lónið í Mývatnssveit og kannski í Leikhús, en maður sér bara til. Næsta helgi eftir það er ég svo að fara til Reykjavíkur og helgina eftir það verður Binna hérna og þá verður eitthvað gert af sér ;) og svo eftir það er bara ein helgi eftir á Íslandi og ég er að vinna þá helgina. Úff, það eru bara 4vikur þangað til ég flyt :s ..jæks!

En well, það sem er helst að frétta annars er að Sóley tók Tomma Lee með sér suður, svo það minnkaði aðeins í fjölskyldunni í kjallaranum. En greyið Sophie er engann veginn að höndla Tomma-leysið, hún situr oft við gluggann og vælir og vælir, eins og hún sé að kalla á hann að koma heim. Algjört krútt!¨

IMG 5402 

 

Á morgun er ég að spá í að mæta í tíma upp í HA, just for the fun of it. Verð að viðurkenna að ég sakna krakkana svona aaaaaðeins ;)  

En jæja..þetta var bara aðeins svona til að drepa tímann, untill laters, hafið það gott.

 

Anna Lóa sem er svangari en allt

eg3 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitt :)

Viðar (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 21:07

2 identicon

Víí.. blogg

Til hammó með afmælið ástin ;)

Sunna (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband