1. mars - fyrsti dagurinn í Germaníunni

Jæja, þá er maður komin til Dojtslands! Þetta gekk allt saman alveg eins og í sögu. Kannski einna mest vegna þess að allir bjuggust við því að mér myndi takast að klúðra einhverju, og þá var ég extra mikið að passa mig að ekkert færi úrskeiðis Wink

En allavegna, þá eyddi ég helginni hjá Binnu í Norge. Við höfðum það agalega gott alla helgina. Horfðum á fótbolta, kíktum í búðir, fórum á tónleika og kíktum á djammið. Bara alveg eins og góð helgi á að vera! Gátum reyndar ekki mikið verslað á laugardaginn þar sem við vorum að kafna úr þynnku. En annars var bara mjög gaman hjá okkur og svo fórum við á fætur um korter í 5 í morgun, en ég var reyndar vöknuð um 4 þar sem ég gat ekki sofið. Var eitthvað stressuð í undirmeðvitundinni að ég myndi sofa yfir mig. En við fórum samt sem áður alltof seint út úr íbúðinni, svo ég missti af strætónum. Þannig að ég tók bara leigubíl út á flugvöll, því ég vildi ekki bíða eftir næsta strætó og verða þá kannski of sein í check-inn-ið! 

En ég komst heil á húfi upp á flugvöll, eftir reyndar mjög fróðlega ferð með leigubílnum. Það var nefnilega þannig að leigubílstjórinn byrjaði að spyrja mig að gjörsamlega öllu, hvað ég væri eiginlega að gera, hvaðan ég væri og hvert ég væri að fara og hvort ég væri alveg að flytja allan heiminn með mér.  Ég reyndi mitt besta að svara honum, en svo fannst mér nú hann alveg fara með það þegar hann horfði í baksýnisspegilinn og starði á mig og spurði hvað ég væri gömul. Ég svaraði því og þá sagði hann "núnú" og spurði mig svo hvort ég ætti kærasta. Þá fór ég að verða smeyk. Er ekkert agalega hrifin af því að vera spurð svona spurninga af sköllóttum gömlum körlum klukkan hálf sex á morgnanna!!! 

Eftir flugið frá Kristiansand til Osló beið mig skemmtileg nokkra tíma bið á flugvellinum í Osló. Ég horfði bara á 1stk bíómynd og lét mér leiðast. Reyndar var flugið frá Kristiansand ekkert spes. Ég var svona agalega kát með það að vera með gluggasæti, en nei nei þegar ég kom að sætinu mínu sat ekki bara þessi spikfeiti kall í því. Ég vildi svo ekki gera greyið stelpunni sem sagt við ganginn að láta kallinn skipta við mig um sæti og kremja þá okkur báðar í döðlur. Því ef hann sat við gluggann þá hallaði hann sér allavegna upp að honum. En það var nú ekki allt, heldur var svona smekklega ógeðslega lykt af þessum kalli líka! fojj

En flugið frá Osló var mun þæginlegra, fyrir utan það hversu þreyttur maður var orðinn.  Lenti svo í Hamburg þar sem mér tókst einhvern veginn að finna lest sem fór með mig á Lestarstöðina og þaðan tók ég svo lest til Osnabrück. Allt gekk bara svona rosalega vel Smile  ...contact buddy-inn minn þekkti mig svo á lestarstöðinni og hún keyrði mig að íbúðinni sem ég er að fara að búa í. Við kíktum svo saman í IKEA og í matvöruverslun. Svo núna er allt að smella saman hérna og verða svona frekar kósý hjá mér. 

En á morgun ætlum við að fara í skólann og skoða okkur aðeins um. Ég er búin að segja við stelpuna (Maren) að ég verði eiginlega að fá að fara eitthvað ein, villast aðeins, því annars rata ég aldrei hérna.

En annars lítur þetta allt saman bara ágætlega út. Nema franska stelpan sem býr hérna við hliðin á mér var ekkert rosalega hoppandi glöð þegar ég kom og kynnti mig fyrir henni. En það verður vonandi öðruvísi á morgun. Ég er svo búin að hitta manninn sem sér um húsið hérna og hann var að sýna mér hvernig allt virkaði, hvar þvottahúsið væri og svona. Svo fór hann að tala um internetið og sagði að ég mætti sko ekki dl myndum og tónlist og svona. Ég horfði grafalvarleg á hann og spurði svo hvernig það væri með að dl porni? ..hann leit tilbaka á mig, skelfdur á svip og ég gjörsamlega emjaði úr hlátri. Hann hló aðeins þegar hann gerði sér grein fyrir því að ég væri bara að fíflast, en horfði samt á mig með alvarlegum augum og sagði að það væri líka bannað að dl Porni. Hehe!

Jæja, núna ætla ég að fara að sofa, þar sem ég er ógeðslega þreytt!!

Ég kem aftur með blogg bráðlega og kem þá með myndir og svona, en annars verður maður bara á Facebook og svona Grin

Hafi þið það gott og látið vita af ykkur.

Anna Lóa which is lost in Germany 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahhaha snillingur, þúst hvers konar place er þetta ef það má ekki DL porni????? uhh

Gott samt að heyra að þú ert ekki búin að sitja í rútu með einhverjum öðrum:P 

Miss ya og vá hvað ég öfunda þig:)

Hafdís (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 22:19

2 identicon

hvernig er þessi íbúð? alveg forvitin hérna megin :)

en gamna ða heyra að allt gékk vel! Hlakka til að lesa um það sem þú ert að gera hérna

Sóley (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 09:14

3 identicon

<3

gangi þér vel þarna úti og njóttu þess að vera í útlöndum og læra nýja hluti!;*

Atli Steinn (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 14:23

4 identicon

Gaman að heyra hvað allt hefur gengið vel hjá þér! Vertu svo dugleg að blogga, alltaf gaman að geta fylgst með :)

Njóttu tímans sem þú hefur þarna úti, öfunda þig frekar mikið :)

Ruth (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 20:08

5 identicon

hvad segiru leigubilstjorinn eitthvad perro.. hehe typiskt

annars verdur germanian orugglega awsome!! passadu bara ad verda ekki send heim fyrir ad dl porni

Binna (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 03:19

6 identicon

Jei gaman að heyra, þú gerir svo skemmtileg blogg. 

Er húsvörðurinn semsagt hressari en húsvörðurinn í Sölden?? ;)

Knús, Sunna

Sunna (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband