Nýtt upphaf - nýtt blogg

Já ég ákvað að skella mér bara á nýtt blogg. Fannst hitt vera eitthvað svo gamalt og glatað. Samt ekki. En það var bara alls ekki að virka. Gat ekki sett inn myndir og gat ekkert gert, svo bara delete og byrjað upp á nýtt. Er líka svona helvíti ánægð með þetta allt.

En anywho þá er ég sko búin að gera margt af mér síðan ég flutti til Íslands. Er núna flutt út úr Víðilundinum og þá í Tröllagil og verð hér þangað til í ágúst - september.  Er mjög sátt með allt og við erum búin að koma okkur svona ágætlega fyrir. Erum með æðislegt sófasett frá mútter sem er svona fallega bleikt á litinn Grin algjört yndi. Svo fylgir netið með þessari íbúð svo ég verð nú vonandi eitthvað duglegri að setja inn blogg og myndir og þannig. Vííí. 

Við Michael erum núna búin að vera hér á Íslandi í alveg heilan mánuð. Skrýtið. Finnst ég bæði vera nýkomin heim en samt líka soldið einsog ég hafi aldrei farið neitt. Margt hefur breyst en þá bara í mínu lífi, mér finnst allt annað í kringum mig vera eins. Nema kannski helst að hún Árný mín er ekki lengur með bumbubúa heldur á þessa yndislega fallegu stelpu hana Söru Lind. En annars er allt einhvern veginn svo eins. Svo er ég líka byrjuð að vinna á Veganesti mér ekki til mikillar hamingju, hehe.

Ég er nú ekki búin að túristast með elskunni minni síðan við komum til Íslands nema kannski þegar við fórum að skoða Goðafoss, hehe. Já og auðvitað allt í kringum Mývatn. 

Goðafoss

Annars erum við búin að vera dugleg við að njóta lífsins og svona InLove ..héldum innflutnins"partý" á sunnudaginn þar sem fullt af fólki lét sjá sig og sumir meira segja án þess að vera boðið, mwahaha.  Og svo var auðvitað skellt sér í Sjallann á Pál Óskar. Fyrsta skiptið sem hann er í Sjallanum síðan ég kom heim og ég ætlaði sko EKKI að missa af þessu, hehe. Skemmti mér líka svona konunglega. Páll Óskar stendur alltaf fyrir sínu.

Michael og Sunna :)
Michael og Sunna Grin
Ég og Hreiðar dead sexy
Ég og Hreiðar Tounge
Páll Óskar
Páll Óskar Cool
Ég og Ása :)
Hápunktur sunnudagskvöldsins var þó að hitta þessa aftur Kissing
 
Ég er svo í fríi í dag og á morgun og því miður þarf ég að eyða þessum frídögum mínum í það að þrífa íbúðina í Víðilundinum, svo ef einhverjum leiðist þá er það guðsvelkomið að koma og þrífa með mér Cool ..Hehe..
 
Elskurnar mínar sem eru enn í útlöndum eru bara alveg að fara að koma heim. Vá hvað ég hlakka til. Þá verður sko gert eitthvað skemmtilegt saman. Get ekki beðið eftir að hafa stelpupartý og ræða allt sem hefur gerst hjá okkur. Höfum ekki hist allar síðan bara síðasta sumar einhvern tímann. 
 
Næsta helgi er ég svo að fara á bekkjarmót hjá 10.bekknum mínum. Það verður gaman að hitta alla krakkana aftur og líka reyndar soldið skrýtið. Hihi. Og svo er sjómannadagurinn á sunnudaginn en mér sýnist ég verða að vinna svo ég get ekki gert neitt þá. Langar soldið að spurja stelpuna sem vinnur á móti mér í vöktum, hvort hún sé til í að skipta við mig, en hver veit. Væri rosa gott að geta bara sofið úr sér á sunnudeginum í firðinum fagra og fara svo að horfa á sjómannadótið Grin
 
En núna ætla ég að fara að taka úr þvottavélinni og reyna að gera eitthvað viturlegt. En ég er búin að setja inn myndir frá djamminu mínu síðan ég kom til Íslands, víí Cool ..endilega skoðiði og kommentið  Smile
 
Anna Lóa sem er ánægð með nýja bloggið sitt Police
   
 
Pjesalingur
Vá hvað ég sakna hans Crying .. R.I.P. ástin mín..

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi ruslpóstvörn er algjört æði...NOT hehehehehe en síðan er fín;) vííííí veit ekkert hvað ég á að segja..nema að ég nenni ekki að vera að vinna

Hafdís Huld (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 11:19

2 Smámynd: Anna Lóa Svansdóttir

Mér finnst hún æði : ,,hver er summan af fimm og fimmtán" ..hahahaha.. bömmer ef maður er glataður í hugarreikningi, hahahahaha.. 

Anna Lóa Svansdóttir, 30.5.2007 kl. 11:26

3 Smámynd: Hafdís Huld Björnsdóttir

testing hvort að það komi úber töff mynd af mér

Hafdís Huld Björnsdóttir, 30.5.2007 kl. 11:33

4 identicon

vó ég er ekki svo ýkja hrifin af hugarreikningi, en ég læt mig hafa það! þú ert kannski ekki svo ánægð með að vera komin í veganesti aftur, ég er ekki mjög ánægð með að vera þar heldur en það er þó skömminni skárra að við skulum báðar vera þar og hún Steffý gella líka.

en þetta blogg er bara mjög efnilegt:) Kúdós:D

Maya:) (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 12:47

5 identicon

Hæ sæta mín:) flott síðan hjá þér.

Ég er svo ánæð að þú sert komin aftur. Serstalega að fá að vinna með þer bjargar alveg deginum.   Vildi bara að ég þú og maya gætum allar verið saman á vagt þá væri þetta ekki svo slæmt. Veit ekki hvað ég geri þegar þið eru báðar hætti. Kannski ég fái mér nýju vinnu. Held að það sé góð hugmynd.

En annas var snild að djamma með þer á Palla á sunnudaginn.

Steffý (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 00:34

6 identicon

Hvaða kvörn er þetta nú?? ég gerði sko þrisvar vitlaust..... hahhahaha:D neinei.. en ég skil samt ekki.. en fín síða

Sunna (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband