31. Maí 2007

Jáhá. Skemmtilegt frí sem maður fær úr vinnunni? Ekki alveg. Var sveitt í gær við að þrífa íbúðina í Víðilundinum.

Hversu lengi getur maður eiginlega verið að þrífa eina litla 70 fm íbúð? Svar : Alltof lengi!

Ákvað svo í gær að taka mér pásu þegar ég var eiginlega búin því ástin mín var að verða búin úr vinnunni. Við fórum þá og prufukeyrðum bíl sem var það yndislegur að kveikja ekki í sér í þennan hálftíma sem við vorum að keyra. Kúplinginn var handónýt og ekki var bensíngjöfin skárri, maður steig allt í botn og ekkert gerðist og svo bara allt í einu þá rykktist bílinn af stað og snúningsmælirinn komin yfir 5000 og allt að gerast. Svo maður negldi í annan gír og þá endurtók leikurinn sig. Ekkert gerðist þegar maður reyndi að koma bílnum af stað, heldur höktaði hann í 800 snúningum og svo þegar enginn bjóst við þá rauk hann upp í 5000 snúninga. Gaman að þessu. Svo kom alltaf þessi rosalega lykt út úr honum að við héldum að vélin myndi nú hreinlega springa framan í okkur svo við ákváðum að opna húddið. Og ekki veit ég mikið um bíla og hvað þá vélarnar í þeim en svo mikið veit ég að vélin á ekki að vera svona löðrandi í olíu. Svo við skiluðum bílnum bara aftur án  þess að þurfa að ræða þetta frekar. Höfum það samt á hreinu að þessi bíll leit ekkert út fyrir að vera svona mikil drusla, en well. Hehe.

Annars fór ég upp í Víðilundinn í morgun kl.8 eftir að ég var búin að skutla Michael í vinnuna og kláraði að þrífa. Núna er allt búið nema að fara með ísskápinn og þvottavélina eitthvað. Og svo bara skúra sig út úr íbúðinni Grin ..get ekki beðið eftir að þetta verði búið.. Fingurnir á mér eru ógeðslegir eftir þetta, allir skrælnaðir og uppþornaðir. Og svo í þessum flutningum á síðasta draslinu hefur gert það að verkum að nýja íbúðin er öll í rústi, hehe. Klára það sem vonandi bara í kvöld eða í fyrramálið.

Skemmd 

Skrýtið hvað einn hlutur getur látið mann hugsa mikið og vakið upp margar minningar!! Ég veit að myndin er mjög óskýr!!

Á morgun er 1. júní og vá hvað það verður gott þá. Reyklausir skemmtistaðir!! Ég er meira segja að spá í að kíkja út á morgun bara til að fara út án þess að það sé reykt ofan í mann. Víí. Geggjað að koma heim af djamminu án þess að lykta eins og öskubakki og þetta á einnig eftir að minnka svo þynnkuna hjá fólki. Þó ég fari edrú út þá vakna ég þunn útaf reyknum, ógeðslegt.

Anywho þá ætla ég að leggja mig núna áður en ég þarf að fara í vinnuna á eftir.

Anna Lóa sem er agalega sybbin Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úff þetta blessaða reykingabann. Ekki alveg að fíla það. En það er sennilega gott fyrir þá sem reykja ekki.

Steffy (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 13:20

2 identicon

ég skil ekki þessa mynd...

vá ég lenti í geðveiku geitunga atviki í dag, kötturinn var að reyna að éta hann en það gekk ekki og spítti honum út úr sér á lappirnar á mér og geitingurinn var í virkilega vondu skapi og flaug eins og brjálæðingur útum allt og ég öskraði og hljóp inn í stofu og lokaði mig þar... fattaði svo að ég var að vera of sein í próf og ég var ennþá á brókinni og þorði ekki fram til að klæða mig... núna er geitungurinn týndur og ég er skíthrædd að vera hérna.. :S 

Soley (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 15:16

3 identicon

Mér lýst vel á þetta reykingarbann!

En annars flott síða hjá þér, ég á við sama vandamál með að geta ekki sett myndir inn á bloggar.is. Hlakka svo til að sjá þig eftir nokkra daga

Ruth (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 15:54

4 identicon

Þetta reykingabann er sko alveg eðal finnst mér, það verður svo ljúft að lykta ekki eins og strompreykingamaður í hvert skipti sem maður fer á djammið, hinsvegar held ég að það eigi bara eftir að vera meiri svitafýla af manni. En það hefur alldrei nokkur maður dáið úr svitafýlu, ekki svo ég viti til allavega:D

Finnst samt að það ætti að banna geitunga líka!

Maya:) (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 17:37

5 identicon

Eina sem mér dettur í hug þegar ég horfi á þessa mynd er snjórinn í Sölden, eða verulega slæm mynd af Knut með hvítum bakgrunni, þarf reyndar mikinn viljastyrk til að sjá það en... gangi ykkur allavega vel að finna nýjan bíl..

Ása (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 16:26

6 identicon

hey ny sida!

 en heyrdu, eg var ekkert ad paela i tvi, hvada lykt aetli madur finni ta eiginlega ef ad madur finnur ekki reykingarlykt?? yuck, sambland af aelulykt, svita og andfylu??? vona ekki :P

Dagny (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband