4. júní 2007

Sælar

Ég ætla að byrja þetta blogg á langri sögu sem henti mig á föstudaginn og alveg framm á laugardag. Þegar ég hugsaði sjálf út í þetta þá fannst mér helst eins og ég væri stödd í lélegri bíómynd, hehe. En anywho. Þá var það þannig að ég átti að skila lyklunum af Víðilundinum á föstudaginn. Og var leigusalinn minn á leiðinni til Ak frá Reykjavíkinni. En þar sem ég var að fara til Ólafsfjarðar þá ákvað ég að fá að skilja lyklana bara eftir í Veganesti, þar sem ég sagði vakstjóranum að það kæmi maður sem héti Eggert að ná í lyklana eftir kl.23.30. Og það var bara ekkert mál, lét Eggert vita að því og hann sagðist bara ná í lyklana þangað.

Kl.23.40 þá hringir Eggert í mig, allt annað en sáttur og segist hafa farið á Veganesti og þá hefður þær látið einhverja konu hafa lyklana. Ég skildi auðvitað ekki boffs í þessu og fékk að hringja í stelpurnar til að spurja hvurn fjárann hefði eiginlega komið fyrir. Þá hefði sem sagt komið kona um kl.23 og sagst vera að ná í lykla að íbúð og hvort hún væri nú ekki örugglega á réttum stað? Þær spurðu bara hvort hún væri að ná í lyklana hennar Önnu Lóu og ekkert mál, þær létu hana fá lyklana. NB, þetta var eldri kona!!  Svo þarna fékk einhver ókunnug kona lyklana af íbúðinni hans Eggerts. Og hann ekki sáttur við mína. Þar sem ég var með auka lykla á Ólafsfirði þá ákvað ég að skutlast bara aftur inn á Ak til að láta hann hafa lyklana, þar sem hann gat auðvitað ekki beðið til morguns með að fá þá. 

Þegar ég hitti hann svo um kl.01 fyrir utan Víðilundinn þá fékk ég þessa rusalegu ræðu yfir mig og hann alveg hálf öskrandi á mig. Og sagðist mest halda að ég hafi bara ætlað að stela lyklunum og ég veit ekki hvað. Allavegna þá væri þetta nú eitthvað undarleg saga og hann trúði mér ekki. Vá hvað ég var orðinn pirruð þarna, eins og ég hefði ekki verið orðin nógu pirruð fyrir. Afhverju ætti ég að leggja það á mig að keyra frá Ólafsfirði til Akureyrar ef ég ætlaði að stela lyklunum? Ég hefði auðvitað bara haft aukalyklana útaf fyrir mig ef ég væri svona æst í að komast inn í þessa íbúð. En hann ákvað að leyfa mér að fara með því skilyrði að ég myndi gera allt sem ég gæti til ða redda hinu lyklunum. Ég og Solla vorum svo búnar að ákveða að við myndum ath hvort konan myndi skila lyklunum en annars myndum við fara að skoða í öryggismyndavélunum og finna bílinn og leita bara uppi þessa konu.

Ég svaf sko ekki vel þessa nótt. Var alltaf að dreyma að ég væri komin með lyklana í hendurnar en svo gufuðu þeir bara upp og ég missti þá. Var frekar pisst þegar ég vaknaði. Hehe.  Kolla hringdi svo í mig eftir hádegi og fyrsta sem hún sagði í símanum var : Það er búið að henda lyklunum. Og ég bara wh00000t. Hehe. Þá var þetta víst þannig að þessi kona sem kom og sótti lyklana ætlaði að sækja lykla af orlofsíbúð en fór í vitlausa sjoppu og endaði með lyklana mína. Og svo þegar lyklarnir pössuðu ekki í skránna þá hringdi hún í umsjónamanninn og hann kom með aðra lykla og hleypti henni inn. Og þar sem það er nýbúið að skipta um lás á þessari íbúð þá hélt hann að þetta væru bara gömlu lyklarnir og HENTI þeim. En sem betur fer fékk ég hann til þess að leita af þeim og skila þeim aftur í sjoppuna. Og ég sagði þá við Kollu að það kæmi maður sem héti Eggert og hann liti svona út og hún mætti ekki láta hann hafa lyklana nema hann segði hvað hann héti. 

Hahahahahahahaha. Djös vesen. En ég hef svo ekkert heyrt meira í Eggerti svo ég vona að þetta sé allt í orden núna. Algjört rugl sko.

En annars var ég bara á Ólafsfirði alla helgina. Nokkri krakkar sem voru saman í 10.bekk G.Ó. hittumst og vorum eitthvað að leika okkur. Byrjuðum að fara í svona snúningshjól og á trampólín.

 

Toni í hjólinu
Elsa og Sunna á trampólíni

Og svo löbbuðum við að göngunum og fengum öll þessa fallegu hjálma. Hehe. En okkur var keyrt alla leiðina inn í botninn á göngunum og svo löbbuðum við tilbaka. Skrýtið að sjá þetta svona óklárað. 

Fallegi hópurinn :)

Svo var bara farið á Höllina og fengið sér einn bjór áður en allir fóru heim til sín að sturta sig og svona. Hittumst svo upp í skíðaskála þar sem við átum, drukkum og spjölluðum.

Uni og Sylvía

Uni og Sylvía

Ég, Michael og Skjóni kíktum svo aðeins upp á Tjarnarborg þar sem ég hitti Dísuna mína Smile ..Og svo endaði kvöldið í partýi heima hjá Siggu og Símoni. 

Dísa og ég :)

Ég vaknaði svo asskoti þunn í gærmorgun og langaði bara að sofa allan daginn, hehe. En þar sem Michael minn vildi endilega komast sem fyrst til Ak þá fengu við mútter og Jónas til að skutla okkur til Dalvikur þar sem við fengum Mözduna hans Gunna lánaða og fórum til Ak. Og ekki gerðum við mikið hérna, hahaha. Sváfum bara allan daginn, hihi.

Fínasta helgi bara. Ég er svo í fríi í dag og á morgun. Ætla að reyna að þrífa íbúðina hérna þar sem mútter ætlar að kíkja á húsmóðurhæfileikana mína og ekki ætla ég nú að valda konunni vonbrigðum. Hihihi. Svo eru Ruth, Viðar, Binna og Dagga alveg að fara að koma heim, vííí..   

En ég ætla að reyna að sofa aðeins áður en ég fer að taka til Cool

Anna Lóa - hamingjusamur sauðhaus InLove

Michael og ég :*


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lýst vel á hvað þú ert hamingjusöm, sæta

 ég er bara alveg að fara að koma heim, er ekki alveg að trúa því!! Það verður svo geðveikt!

Ruth (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 10:15

2 identicon

happyhappy:) En allavega, af hverju var myndin?? ég skoðaði mikið og veit ekkert.. lov jú, heyri í þér í dag.. vinnan að klarast.....

Sunna (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 15:45

3 identicon

va tvilika sagan, mer finnst nu bara otrulegt ad lyklarnir hafi aftur komid i leytina! hehe En samt omurlegur gaur tessi eggert...

 OMG eg hlakka svo til ad koma heim! kikja a skotuhjuin saelu ;)

Se fyrir mer sund i sol og blidu i sundlaug akureyrar og svo beinustu leid i brynju :P

Dagny (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 20:06

4 identicon

Ahh bara einn dagur með leiðindum að þrífa eftir og svo sweet ísland, vá hvað mér leist vel á þessa ímynd hjá þér dagga... en er ekki jafn bjartsýn á veðrið hehe... meðalhitinn í maí var hvað 4,5° haha.. úff hrikalegt! Vonum að júní verði met mánuður:)

Binna (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 21:57

5 identicon

Hehe snildar saga sæta mín:)

Stefanía (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 12:06

6 identicon

Hey þú.
Þú,þú.
Óheppna
Þú ert geim í bústað 27 til 29 júní ?
Er þaggi ?
(ohh summa hvað ?.... nei grín)

Kata skata (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 00:40

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

snilld

Fannar frá Rifi, 7.6.2007 kl. 08:42

8 identicon

öhm ég ruglaði smá :S
Það átti að vera 27 til 29 júlí.
Kemstu ekki þá
Semsagt helgin fyrir versló...
Vonandi kemstu þá, við eigum allavega bústaðinn þá.

Kata (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 11:06

9 Smámynd: Anna Lóa Svansdóttir

Ég er að vinna helgina fyrir versló, svo ég kemst ekki..nema þetta sé eitthvað stutt frá Ak þá gæti ég kannski bara keyrt eftir vinnu..hver veit

Anna Lóa Svansdóttir, 7.6.2007 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband