7.6.2007 | 11:35
Fimmtudagur - fimmti dagurinn?
Haldiði að mín sé ekki bara búin að vera sveitt við það að þrífa stigaganginn. Mér sjálfri til mikillar ánægju hahaha.. en allavegna núna á ég bara eftir að skipta um ruslapoka inn á þvottahúsinu og þá er allt race ready fyrir ,,How Clean Is Your House" kjellinguna sem kemur á morgun að skoða þrifnaðarhæfileikana mína. Ég er allavegna sátt við það sem ég afrekaði, þessi langt frá því að vera fallegur stigagangur ilmar núna eins og nýútsprungið blóm á fallegum sumardegi í júlí.
En annars er ég svo bara að fara að vinna á eftir frá 12-22. Var líka að vinna í gær og hinn og er að fara að vinna 9-16 föstud., laugard. og sunnudag. Mætti halda að ég væri orðin eitthvað vinnusjúk. En maður verður víst að reyna að fá einhverja aukavinnu þar sem ég er í fríi alla næstu viku vegna þess að mín þarf að fara til Reykjavíkur og fara í 12 klst próf ..svo ef einhver er ekki að vinna miðvikud. og fimmtud. í næstu viku og langar til Reykjavíkur þá endilega hafðu samband, því mig vantar ferðafélaga
Helgin lofar svo barasta asskoti góðu. Þrátt fyrir að ég sé að vinna þá er ég að vinna með Steffý minni og svo verður Rósa líka memm sem er audda ekkert nema yndi út í eitt. Svo við verðum eitthvað skrautlegar saman á sunnudagsmorgunin, haha. Þar sem Katrín sem vinnur þarna er búin að bjóða okkur í útskriftarpartý þar sem áfengið verður frítt ásamt einhverjum kræsingum og flottheitum. Og eins og er þá ætla ég og Steffý að grilla fyrr um kvöldið. Og í þetta grillteiti bætast alltaf fleiri og fleiri í hópinn svo þetta á eftir að enda sem rosalega skemmtilegt kvöld ..
Viðar og Ruth kíktu svo í heimsókn til mín í vinnuna í gær og vá hvað það var gaman að hitta þau. Ég fékk alveg fiðring í magann, hehe. Þau eru alltaf svo sæt saman. Við eigum nú eitthvað eftir að gera saman þennan stutta tíma sem þau eru hérna á landinu. Vííí
Svo kemur Binnan mín á laugardaginn, vííí. Þetta er allt að gerast. Hittumst vonandi allar um helgina nema þá Dagga sem er enn að dandalast í útlandinu ..
Núna er ég orðin alltof sein í vinnuna. Labba nefnilega alltaf, ótrúlega dugleg ..endilega komiði í heimsókn ef ykkur leiðist í dag. Ég vona svo innilega að vinnudagurinn verði nálægt því jafn skemmtilegur og hann var í gær.
Anna Lóa sem hlakkar til helgarinnar
Múkka og ég síðasta kvöldið mitt í Þýskalandi ..þetta er tekin í litlu sumarhúsi sem við vorum í í pínkulitlu þorpi sem heitir Prestewitz. En þessi gaur var uppáhaldið mitt þarna úti. Algjör rúsína. Hann á eldgamlan Trabant sem hann leyfði mér að keyra
Athugasemdir
ja eg er nattla bara i ruglinu sko... :P
En eg verd komin eftir viku ;)
Dagga (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 19:06
danke schön! 9an mín í félagsfræði bætir fall í þýsku hahah
ætli það verði ekki um 5-6 í dag ;)
Sóley (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 07:49
Anna mín ég er svo fegin að fá að vinna með ykkur gellunum á bæði laug og sun:D Rósa er bestust að skipta við mig, held samt að við verðum frekar skraulegar á sunnudaginn en það er bara gaman er það ekki?:D
Maya:) (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 13:34
eða bara einhvern tíman í næstu viku!!!
Sóley (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 17:34
Hehe þessi gaur og bíllinn er einsog klippt út úr Borat myndinni :) hittumst eftir sólara!! Btw þá er fínt að hafa þessa ruslpóstvörn til að æfa sig í reikningi... hef ekki reiknað leeeeengi :) haha
Binna (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 17:38
úff það verður svo gaman hjá okkur um helgina og alveg frábært að maya verður að vinna með okkur.En allavegna við verðun blekaðar á lau og handónýtar á sunnud.
En það var alveg frábært að vinna með þer í dag. Bjargaðir mér alveg. Veit ekki hvað ég hefði gert án þín.
Steffy (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 18:11
Maya og Steffý : þetta verður besta vinnuhelgi í heimi ..við eigum eftir að rúlla þessari sjoppu upp ..við skulum njóta þess sem mest báða daganna því hver veit hvenær eða HVORT við vinnum saman aftur ..
Til hamingju svo steffý með vinnuna, ég er svo stoooolt af þér, en á þó eftir að sakna þín svoooo mikið..
Binna : Hlakka svo til að sjá þig á morgun, vííí
Anna Lóa Svansdóttir, 8.6.2007 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.