11. júní

Hæ elskurnar mínar Smile ..

Mig langar að fara aftur að sofa

Mig langar ekki að þurfa að læra undir próf

Ég vil eiga fullt af peningum

Ég vil ekki þurfa að vinna fyrir peningunum

Ég er hamingjusöm

Ég er ekki sátt með margt sem fólk er að gera í kringum mig

Ég væri til í að vera í Þýskalandi þessa dagana í 30°C

Ég væri ekki til í að vera í vinnunni 

Ég elska Michael

Ég elska ekki vinnuna mína

Ég sakna Sölden

Ég sakna ekki vinnunnar á Giggijoch

Ég dýrka vinina mína

Ég dýrka ekki Engilbert (you know who you are, hehe)

Mér finnst gott að borða

Mér finnst ekki gott að sjá bumbuna stækka eftir matinn

Ég mæli með Rancid -..And Out Come The Wolves

Ég mæli ekki með Fm 957 

 

Helgin var svo bara fín hjá mér þó þetta hafi allt farið á annan veg en planað hefði verið.

Föstudagurinn þá var ég bara að vinna frá 9-16 með Steffý og Katrínu og það var bara ágætt. Eftir vinnu fóru við Michael aðeins að vesenast í bænum og svo bara heim að leggja sig Tounge ..kl.20 ætluðu við að fara út að borða en þar sem Steffý hringdi í mig og bað mig að koma með sig á rúntinn meðan hún skellti í sér einum bjór þá frestaðist það aðeins. Hún hringdi svo eitt símtal sem gerði það að verkum að hún átti ekki að mæta í vinnuna á laugardeginum, við skulum bara ekkert tala meira um það. 

Ég og ástin mín fórum svo út að borða á Bautann þegar ég var búin að rúntast með Steffý, en við vorum að halda upp á það að það væri 8. júní InLove ..hehe..maturinn var bara asskoti góður.. en svo ætluðum við að kíkja út með Gumma og Ágústi en við vorum víst eitthvað of lengi að éta því Gummi var farin út í Hrísey og e-ð ves. En ég fór samt á rúntinn með Ruth og Haddý kom með okkur. Geggjað gaman að vera svona saman aftur LoL

Laugardagurinn fór einnig í vinnu frá 9-16. Var því miður ekki að vinna með Steffý en ég og Maya náðum að skemmta okkur, hehe. Eftir vinnu fór ég svo upp á flugvöll að ná í hana Binnu mína, vííí Joyful ..svo var það bara Bónus að kaupa kjöt fyrir kvöldið og heim í sturtu. Vorum svo mætt til Haddýar um kl.19 og byrjað að grilla. Hafþór var það æðislegur að grilla fyrir okkur svo við sátum bara inni og drukkum bjór. Eða næstum öll nema Steffý þar sem hún var ekki í góðu glensi eftir að hafa djammað til kl.15 frá 8 kvöldið áður, haha. Hehe. Vorum þarna ég, Michael, Binna, Hafdís, Hafþór, Viðar, Ruth, Maya og Steffý.

Ruth og Haddý svooo sætar :)

Aftur :*

Eftir að hafa étið okkur full þá fórum við heim til Kötu þar sem hún var að halda partý og þar var sko nóg af áfengi fyrir það sem það vildu. Hehe. Enduðum svo auðvitað í bænum á Kaffi Amour og Kaffi Ak. Var samt komin heim bara um 3. 

Sunnudagurinn byrjaði svo skemmtilega að ég þurfti að mæta í vinnuna kl.9 og vera til 16. En þetta var samt sem áður einn skemmtilegast vinnudagur sem ég hef unnið. Ég og Maya skemmtum okkur konunglega allan daginn. Stofnuðum m.a. klúbbinn : The Hangover Breakfast Club með Möggu. MeðLimir klúbbsins eru sem sagt Lóa litla á brú, Magga Gleðikona og Dr. Maya Indjáni. Við gerðum reglugerð fyrir klúbbinn. Hehe. 

1. Grein : Stranglega bannað er að mæta í vinnu á sunnudegi ekki þunnur

2. Grein : Morgunmaturinn skal innihalda at least 3 aukaálegg

3. Grein : Ekki má kaupa sér gos í 1/2 L eða 1L flöskum, það skal vera 2ja lítra eða bara ekki neitt

4. Grein : Limir klúbbsins eru harðir og því er gubb ekki leyft

Reglugerðin innihélt t.d. þessar reglur og svooooo margar aðrar, hehe. Skemmtum okkur konunglega yfir þessu allavegna, hehe.

Eftir vinnu var bara farið beint heim að leggja sig Cool ..og svo bara legið upp í rúmi og horft á imbann. Ljúft sunnudagskvöld. 

 

Í dag er ég svo bara að fara að læra undir þetta blessaða próf sem ég er víst að fara í á miðvikudaginn. Og vantar enn rúntfélaga ef einhver vill bjóða sig framm. Er að fara að vera EIN í Reykjavík frá þriðjudagskvöldið til fimmtudagskvölds, þar sem afi minn er víst eitthvað að dandalast á Kanarý og get ég því ekki einu sinni hangið í honum. Hehe. En ég ætla að fara að gera eitthvað elskurnar mínar. Lesið fréttina hérna fyrir neðan. Fólk er greinilega alveg snargeðveikt og þá eru Norsara sérstaklega snar í hausnum, hehe Pouty


mbl.is Myrti 12 ára gamlan son sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HAHAHAHA mér er heldur ekki vel við Engilbert...hehe gat ekki hugsað um NEITT annað á sunnudeginum ehhehehe Vá hvað það var gaman að hitta ykkur allar um helgina;) víííí það hefði þó mátt bjarga mér úr þessu singstar partýi ..híhíhí djók það var fínt

P.s Vona að þér gangi ÚBER vel í prófinu;)

Hafdís (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 12:54

2 identicon

Hæ Anna mín og takk fyrir að koma með mér á föstudaginn. Hefði aldrei þorað að hringja ein:)

og bara takk fyrir laug þótt ég hafi nú ekki verið sú hressasta en ég lofa að vera hressari næst þegar ég djamma því. Lofa lofa. ég passa mig bara að fara ekki á djammið deiginum áður.

og já takk fyrir að koma með mér í dag.

En allavegna gott að heyra að þú ert hamingjusöm. Ég er það líka efitr föstudaginn:)

En ég heyri í þer við tækifærið og læt þig vita hvernig nýja vinna er.

Love u sætust.

Steffy (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 14:40

3 identicon

Hæ sæta.... gaman að skoða mbl.is og fina tengil á síðuna þína, mér fannst þú bara vera fræg ;) auðvitað ertu það ljúfan....

Ég leitaði að þér á laugardagsnóttina á kaffi ak... keypri öl handa þér og endaði bara á því að drekka hanna sjálf ;) hann var fínn, hehehe

Sjáumst sæta ;)

freyja (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband