Þriðjudagur 12. júní

Hæ elskurnar mínar Shocking
 
Ég og Michael fórum til Ólafsfjarðar í gær til að fara í mat til múttu og Jónasar. Viðar og Ruth voru þar líka, átti að vera svona hálfgert reunion Joyful ..ég át þangað til ég gubbaði..eða svona næstum því..en allavegna þegar ég var orðin það södd að ég hélt að ég myndi ekki ná að standa upp þá mætti mamma með þessa geðveikslegu súkkulaðiköku. Hún var það góð að ég hélt að við myndum öll fá hópfullnægingu. Hehe. Stunurnar við borðið voru allavegna allsvakalegar Whistling ..gæsabringurnar tókust svona helvíti vel hjá honum Jónasi og sumir (já ef ekki allir) sleiktu diskana sína eftir matinn. Eftir matinn var svo bara rætt málin þangað til allir voru farnir að  geispa. Gott kvöld, eftir leiðinlegan læri dag. 
 
Já einmitt, yfir í þetta læri-rugl í mér. Gærdagurinn minn fór sem sagt í það að læra. Til að byrja með þá hafði ég ekki hugmynd um hvernig ég gæti lært fyrir þetta og í öðru lagi þá veit ég ekki hvað ég ætti að lesa og hvað ég ætti ekki að lesa. Er allavegna búin að grafa upp á annað tonn af bókum, glósum og fleira rusli tengt mínum fjórum árum í menntaskóla. Og dagurinn í dag verður örugglega bara eins, legið upp í sófa og lesið Pinch ..
 
Ég náði samt sem áður að gera eitthvað annað líka í gær. Fór til dæmis með Steffý minni niður á félag verslunar- og skrifstofufólks til að ath með rétt hennar. Svo fór ég líka niður í Tölvulista til að ath með prentarann sem ég sendi í viðgerð og greyið er barasta ónýtt, svo ég get ekki dútlað mér við að prenta út myndir í sumar, well. Og svo fór ég líka upp í skóla til að fara á prófsýningu fyrir Sóley í stæ313. Kennarinn skildi nú ekkert þetta stress í Sóley þar sem Sóley féll ekkert og ég audda einsog auli var eitthvað að þræta um það. Hehe. En þá féll Sóley sem sagt ekkert, þetta var innsláttarvilla hjá kennaranum. Great. Sauðhaus.
 
En yfir í allt annað, þá stend ég fyrir vandamáli núna sem ég hef aldrei lent í áður og hélt að ég myndi aldrei lenda í. En það er þannig að honum afa mínum og konunni hans datt það snjallræði í hug að flytja til Egilstaða. Þannig að ég á ekki eftir að geta átt örugga gistingu í Reykjavík þegar ég kem þangað. Og þau eru núna á Kanarý til að bæta ástandið og fasteignasalan er með afnot af íbúðinni þangað til þau koma heim, svo ég get ekki fengið að gista þarna í kvöld. Og hvað þá annað kvöld. Þá datt mér það snjallræði í hug að tala við elskuna mína hann Daða, en hann hefur líklegast heldur ekki pláss fyrir mig þar sem foreldrar hans eru að koma í bæinn. Svo mín stendur núna frammi fyrir þeim vanda að hafa ekki gistingu í Reykjavík og ég ætlaði að leggja af stað í kvöld. Anskotinn. Hvað gera menn þá?
 
xin_430902251032718164817
Vonum að þetta verði ekki ég í kvöld
 
Ég hef samt ekkert komist í póstinn minn í alltof langan tíma svo ég veit ekki einu sinni hvort HÍ hafi fengið umsóknina mína um að ég vildi fara í þetta próf. Því ég átti að sækja um með pósti en ekki rafrænt og mín treystir þessum pósti ekki fyrir neinu þessa daganna GetLost ..því ég veit að hitt tvennt sem ég sótti um rafrænt er komið í gegn en ég veit ekkert með þetta. Svo hver veit nema umsóknin hafi aldrei komist til skila og ég sé ekkert að fara í prófið í fyrramálið???? Ohh life is to hard!!
En best að fara að borða morgunmat áður en ég fer að leita í nammiskápinn, hehe. Nammi í morgunmat, sooo healthy Tounge
 
Anna Lóa sem finnst lífið vera pínu erfitt, hehe
 

Ég og Christian í Þýskalandi. Við vorum rosa góð saman Tounge
Hann er algjör rúsína og kemur kannski til Íslands í sumar, víí Grin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Öss, ég var svoo stollt af mér að hafa skellt í mig gæsinni. Var nú reyndar ekki sama um þegar var rætt um að reyta gæsina og fleira í þeim á dúr á meðan! En úff besta súkkulaðikakan sko. ummm, væri alveg til í eina sneið núna ;)

Ruth (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 10:19

2 identicon

Gangi þér rosa vel í prófinu, átt eflaust eftir að rúlla þessu upp:)

Sunna Eir (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 10:31

3 identicon

gangi þér vel í prófinu... ég mæli með tjaldi í garðinum hjá afa hahah :p

en þetta var nú þvílíkur léttir með stærðfræðiprófið, takk æðislega ;*

...ég er ekki búin að smakka þessa gæs en fékk smá í nesti í hádegismat á eftir en hinsvegar var súkkulaðikakan algjört æði  ;)

Sóley (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 11:03

4 identicon

ég er SVO sammála Sóley, tjaldaðu!!! Gangi þér vel krútt

Sunna (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 13:26

5 identicon

Gangi þér vel í prófanum sætust.

Vildi að ég gæti komið með þer suður. Við hefðum verið flotta að gista saman úti á austurvelli.

En við sjáumst bráðlega sæta mín

Steffy (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 21:58

6 identicon

úffff núna ert þú í prófi úffff

Hafdís (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 09:25

7 identicon

Gangi þér úber vel í prófinu :)
.... og vonandi ertu ekki á götunni

en sjáumst þann 16. :):) 

Hanna Rós (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 11:27

8 identicon

víúvíú!!! Gangi þér vel sætust!! úffí... heyrðu í mér í kvöld hvort þú svafst á bekk í einhverjum garði.. . og hvernig gekk!! Lovjú ástin, ætla heim að hlusta á Offspring hahahahahha

Sunna (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 16:25

9 identicon

Blessuð gamla:)

Vá hvað það er langt síðan ég hef rúllað inn á þitt blogg og það er sko alveg greinilegt að mín er ekki alveg með á nótunum...hahaha... Hef "aðeins" misst úr slúðri greinilega:)  Til hamingju með allt þetta nýja í lífinu segi ég bara;) gaman að sjá hvað þú blómstrar alveg af happiness;)

Kveðja Helga Hrönn 

Helga Hrönn (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband