19.6.2007 | 12:56
Misheppnaðast manneskjan? Eða bara óheppin..
Hæ elskurnar
Það hefur nú maaaargt gerst síðan ég bloggaði síðast. En best að byrja bara á byrjuninni, hvar sem hún er.
Ég fór sem sagt til Reykjavíkur á síðasta þriðjudag. Keyrði ein, mér til mikillar ánægju eða ekki. Var ekki lögð af stað fyrr en kl.20 og var því ekki komin fyrr en um miðnætti. En þar sem Daði frændi var svo yndislegur að leyfa mér að gista þá var þetta allt í gúddí. En jamm, ég fór sem sagt í Víðilundinn á leið minni út úr bænum til að athuga hvort ég hefði fengið póstinn þangað, um að ég væri að fara í læknaprófið. En enginn póstur ..en eftir mikla hugsun þá mundi ég að ég hefði eitthvað skrifað um að ég yrði líklegast flutt í Skessugil eftir mánaðarmót og því gæti verið að pósturinn myndi fara þangað. Og því fór ég þangað og enginn heim, great Var á tímapunkti að spá í að brjótast bara inn í íbúðina, þar sem mér fannst ekkert sniðugt að keyra alla leið til Reykjavíkur ef ég ætti svo ekkert að mæta. En eftir miklar vangaveltur ákvað ég að skella mér bara suður, þetta myndi örugglega reddast, en annars myndi ég bara fara að versla mér föt og koma svo bara aftur norður.
Það var svo skelfilega leiðilegt að keyra ein alla leiðina suður. En þar sem ég var búin að skrifa mér 102 geisladiska, þá bjargaðist ég alveg ..en svo þegar ég átti minna en klst eftir til Reykjavíkur þá er ég að taka framm úr og þegar ég kem mér svo yfir á minn vegahelming þá tek ég eftir því að það er komin öryggismyndavél þar og ég er 99,9999% viss um að þessi anskotans myndavél hafi tekið mynd af mér. Og því gæti ég verið að fara að fá mjöööööög háa sekt á næstunni, veeeeii
Talandi um að þarna var mín orðin nett pirruð. Alveg glatað að enginn gat verið búin að segja mér frá þessari myndavél. Ohhhhh. En anyways þá var ég svo vöknuð way to early daginn eftir til að mæta í þetta blessaða próf. Mætti súper snemma til að ath hvort ég gæti ekki örugglega tekið prófið þó ég hefði ekki hugmynd um hvert prófnúmerið mitt væri. Og jújú það reddaðist alveg. Svo ég sat í þessu prófi sveitt báða dagana. Skeit alveg upp í hnakka í efnafræði sem var btw eina sem ég lærði eitthvað undir. En held að ég hafi brillerað í eðlisfræði hlutanum og svo gekk stærðfræðin ekkert svo erfiðlega.
Ég held samt án gríns að ég hafi verið eina sem var ekkert að læra undir þessi próf. Fólk var bara sveitt að læra undir prófin á milli prófa og svona rétt áður en það labbaði inn í stofuna. Skil ekkert í því hvað þau voru að lesa svona rétt áður en þau löbbuðu inn. Ég fór barast yfir í Kringluna og keypti mér slúðurblað og las það á milli prófa, hehe. Sofnaði reyndar báða dagana á milli prófa 2 og 3. Hahahaha. Fólk hefur örugglega haldið að það væri nú eitthvað mikið af mér.
En allavegna þá var ég svo bara komin aftur til ljúfu Akureyrar á fimmtudagskvöldið. Þurfti að mæta í vinnuna á föstudaginn í 5 tíma og ég hélt á tímabili að ég myndi ekki einu sinni meika það. Var svo skelfilega þreytt. En svo var hittingur hjá 4tje í Kjarna, þar sem var bara drukkið, grillað og spjallað. Voða gaman að hitta allar stelpurnar aftur, og svo Stebba og Hafliði. Glötuð mæting hjá strákunum.
Sunna, Binna og Hafliði
Eftir Kjarna fór ég með Viðari, Ruth og Oddi í innflutningspartý hjá Sóley og Gunna. Þau voru búin að koma sér svo geggjað vel fyrir miðað við að þau voru bara að flytja, hehe. Rosalega skemmtilegt þetta hús þeirra ..eftir að hafa svo farið í afmælispartý til Döggu, þar sem afmælisbarnið var búið að láta sig hverfa þá enduðum við bara á Kaffi Akureyri, svona til tilbreytingar, hehe.
Mwahahahahahaha
Laugardagurinn byrjaði á því að ég rúllaði mér framm úr rúminu í hádeginu og var mætt niður á Bauta kl.13 þar sem við stelpurnar og Stebbi ætluðum að hittast og fá okkur eitthvað að éta. Ég og Binna mættu fyrsta og vorum einsog lúðar að reyna að passa 8manna borð tvær. Okkur var nú farið að líða frekar illa, því allir horfðu á okkur eins og ég veit ekki hvað, hahaha. Eftir matinn fór ég svo í vinnuna í klukkutíma, bara svona til að redda stelpunum, með því að fylla á kæla og eitthvað. Svo var bara mætt til Ruthar kl.16 og spjallað þangað til við fórum í Höllina kl.18. Kvöldið var algjör snilld, ekki spurja mig samt hvað ég var að gera milli svona 22 og 24. Mér finnst samt húfan mín ekki næstum því jafn flott svona svört eins og hún er þegar hún er hvít. Hehe.
17. júní fór svo bara í vinnu í 10 tíma og svo bara að horfa á nýstúdenta MA láta eins og fífl á torginu. Smá öfund í gangi, hehe. Og svo í gær þá fór ég bara í sund með Kötu og naut þess að vera í fríi og er að spá í að gera það sama núna. Var að koma úr hádegismat með Binnu og er að fara í sund og svo ætla ég að þrífa bílinn og bara eitthvað. Njóta lífsins meðan maður getur
Ciao, Anna Lóa sem elskar veðrið í dag
Athugasemdir
víví mögnuð helgi takk fyrir allt og já pifff er búin að missa allt álit á þessum strákum...frekar fúlt af þeim...en já gaman gaman...
Hafdís Huld (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 15:33
Góóóð helgi, ó já Hún var það.
Ég er dösuð eftir sundið. skellti mér smá meira í sólbað eftir að ég kom heim, næs... en ég er þreytt.
Góóóð helgi, enn á ný.
Kata (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 17:23
Jábbs, fínasta helgi fínar myndir líka.. knúsknús...
Sunna (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 09:25
Ohh, allt búið! En þetta var sko góð helgi!
En við mælum svo með að þú skoðir þér íbúð í Breiðholtinu fyrir haustið!!
Sjáumst í ágúst!!
Ruth (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 19:43
Anna Lú.... ég var að fatta að þú verður ekki hjá mér í vetur...
Sunna (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 11:43
haha snilldar myndir
Binna (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.