Þriðjudagur 26.06.07

Jáhá. Þá er þessari frí helgi lokið Crying hehe. Langar ekkert að það sé komin þriðjudagur og ég að fara að vinna (með gærdeginum) 6 daga af næstu 7. Gubb. Er reyndar bara morgunvakt (9-16) á fimmtudaginn svo það reddast og þá erum við líka að fara í fjörðinn og fá læri hjá mútter og Jónasi Tounge ..ætli maður eigi ekki eftir að éta á sig gat eins og vanalega, hehe. 

En yfir í allt annað þá eins og ég hef sagt þá ætluðum við í útilegu um helgina. Á föstudaginn vorum við bæði í fríi og ætluðum svooooo að ná að leggja snemma af stað. En auðvitað gekk það ekki eins og maður vildi þar sem Michael tókst að klúðra svoldnu og það tók sinn tíma og pening að laga það, jei. Hehe. Eftir að það var allt í orden þá var bara að keyra út úr bænum með stoppi í Rúmfó til að kaupa dýnu sem var btw ekki til, til pabba að fá lánað kælibox og landakort, Bónus að versla matinn, Ellingsen til að kaupa maðka (ojjj) og svo að lokum Byko til að kaupa dýnu sem var btw stór og á mjööööög góðu verði, mæli með því. Eftir allt þetta bras og vesen þá vorum við lögð af stað út úr Akureyri um kl.16. Ekki nema svona 3 tímum eftir áætlun, hehe.

Við keyrðum svo í Húsafell. Ég hljóma greinilega ekki mjög örugg þegar ég var að keyra þangað því Michael hélt allan tímann að við værum villt, hehe. Enda heyrðist kannski full oft í mér : Öööö, ég held að beygjan sé að fara að koma..ööööö..bíddu hvar er þessi beygja eiginlega...hmmmm..hey þarna er hún, jei. Þá heyrðist í Michael : Anna Lóa are you sure? Hahahahahaha. En við enduðum samt sem áður í Húsafelli og náðum að tjalda eftir langa leit eftir smá plássi. Eftir að hafa skellt upp tjaldinu, blásið upp dýnuna þá var ekkert eftir nema kveikja í einnota grillinu og opna bjórinn. 

 

Michael og ég :*
Lífið er ljúft InLove

 

Við vorum svo vöknuð way to early á laugardagsmorgun þar sem það var komin svona glampandi sól og gaurunum sem voru við hliðin á okkur fannst kúl að spila glatað tónlist í botni eldsnemma um morgunin. 

Eftir að hafa pakkað dótinu saman og étið morgunmat þá var bara keyrt aftur af stað. Stoppuðum reyndar aðeins til að skoða Hraunfossa og Barnafossa Grin og svo enn og aftur varð Michael smeykur við leiðina sem ég valdi og hélt að við myndum lenda einhversstaðar í öræfum, hehe. Best var þegar hann sagði : Are you sure that we should not turn right here? That's the way that we were coming from? Nei nei elskan mín, beygðu bara til vinstri og treystu mér. Hehe.

Keyrðum svo á Snæfellsnesið sem var jafn fallegt og alltaf. Fórum upp á Vatnaleiðs-heiði og reyndum þar að veiða aðeins. Það gekk nú alls ekki vel þar sem það var svo geðveikslega hvasst. Þannig að við gáfumst upp á því  og ákvaðum að fara frekar og túristast á Snæfellsnesinu eða eiginlega bara á Arnarstapa hehe. Ótrúlega flott allt þarna.

Vorum komin svo til Ólafsvíkur um kvöldmat þar sem amma gamla var tilbúin með reyktan hrygg með öllu því meðlæti sem þú gast látið þér detta í hug. Þetta var svo sjúklega gott. Ég verð reyndar að segja ykkur frá ömmu minni aðeins, hún fór alveg á kostum um helgina. Hún vildi auðvitað endilega reyna að tala við þennan kærasta minn. Og þar sem hún kann ekkert í ensku nema ,,Thank you" og "Good morning" þá átti þetta eftir að vera asskoti skrautlegt. 

Amma : Jæja, talar þú einhverja íslensku -- Michael skildi það og sagði bara nei nei

Amma var svo búin að skera þennan risa part af hryggnum og skellti honum auðvitað bara beint á diskinn hjá Michael. Sem horfði skelfdur á mig og spurði hvort hann ætti eitthvað að geta étið þetta allt. Hahahaha. Það reddaðist nú alveg.

Amma : Hvernig smakkast svo? Eftir að hafa sagt þetta strauk hún á sér kviðinn og sagði mmmmmm, nammi namm?

Michael fór svo út aðeins að tala í símann og ömmu leist nú ekkert á það og fór að orga á hann með þessum yndislegu handahreyfingum til að benda honum á að koma bara inn.

Við fengum okkur svo öll saman hvítvín meðan við átum eitthvað snakk um kvöldið eftir að ég og Michael fórum í göngutúr um Ólafsvík.  Michael hellti í glösin okkar og bara svona eins og maður setur í glas þegar maður er að drekka hvítvín, bara svona tæplega hálft glas. En ömmu leist nú ekkert á það og tók af honum flöskuna og sagði : Nei nei við klára, þú drekka mikið hvítvín. Og fyllti svo glasið hans. Mwahahahahaha.

Ekki bara að hún talaði við hann eins og hann væri eitthvað sljó heldur talaði hún líka eins og hann væri hálfheyrnalaus. Og milli allra þessa orga og bendinga í henni lá ég í krampakasti úr hlátri. Svo var hún allaf að segja mér sögu og lék svo söguna fyrir Michael svo hann myndi líka skilja. Hehe, amma mín er yndi. 

Svo kom systir afa míns í heimsókn og vá hvað sú konan var fyndin. Mjög hávær og dónaleg kona samt. Hún kom inn og horfði á mig og Michael og hreytti í okkur : bíddu hverjir eru þið. Og svo þegar hún komst að því að ég væri dóttir Svans þá varð hún sko alls ekki sátt því ég var ekkert lík honum og henni fannst það nú alveg glatað.  Svo allt kvöldið sat hún og starði á mig og hnussaðist yfir því að ég væri nú ekki lík pabba mínum. Svo horfði hún á Michael og sagði svo með hreytingi : Bíddu, hversvegna segir þú ekkert?? Hahahahaha, svipurinn sem Michael gaf mér þá var sko óborganlegur. Hahahahahahaha.

En við ákváðum bara að gista hjá ömmu þessa nótt þar sem við nenntum ekkert að þurfa að keyra eitthvað til að tjalda. Það var líka fínt að vakna bara um morgunin, ekki sveittur og ógeðslegur og geta farið í sturtu og svona Smile ..fengum pylsur í hádegismat hjá ömmu og þegar Michael var búin með tvær pylsur þá fór hann frá borðinu til að vera reddý til að leggja af stað og þá tók amma af borðinu og fyllti það svo aftur af einhverju snakki og þegar Michael kom tilbaka þá leist honum ekkert á blikuna og sagði : Nei nei Ich bin sadd. Og þá hnussaðist í ömmu : hvaaa saddur eftir ekki nema tvær pylsur. Hahahahahaha LoL ..

Við vorum allavegna lögð af stað um kl.14 og komum svo loxins til hinnar ljúfu Akureyrar um kvöldmat. Vá hvað það var gott að komast heim og sofa í sínu rúmi, mmmmm.

En þetta var góð helgi og ég vona að næstu helgar verði líka svona skemmtilegar, en ég er að vinna næstu helgi og svo kemur helgi sem Sunna, Ágúst og Hreiðar ætla vonandi að halda upp á afmælið sitt. Og það verður svoooo gaman. Vííí. Grin 

En endilega kommentið elskurnar mínar Cool ...bææææjó..

 

 

Hraunfossar
Hraunfossar Smile

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óborganleg hún amma þín. Hahah.
Mig langar í útilegu. Sveitta útilegu. mm já.
Góðar myndir sæta mín.
Þið tvö eruð alveg óborganleg líka - dekk og dekk, sei sei já já.
Hressar í sund á morgun.

Kata (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 09:20

2 identicon

hahahahahha bömmer að hafa misst af þessar snilld!

Viðar (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 10:04

3 identicon

Bíbbs... jább, vonandi útilega um þarnæstu helgi eða eitthvað 

Jei, hlakka til.... Frábær saga hjá þér, bara fyndið.. Michael hlýtur að hafa fundist amma þín skemmtileg ahahaha..:) knúsaðu hann frá mér!!

Sunna (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 11:31

4 identicon

Haha það hefur verið stuð hjá ykkur:)

En þið getið alltaf komið til mín og veitt kostar ekki nema 15.000 hálfurdagur, held ég allvegna.

En jæja skemmtu þér vel í vinnuni, ekki sakan ég þess að vinna þarna.

Stefanía (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 14:27

5 identicon

hehehehe þessar ömmur eru algjör yndi. Ég bý einmitt hjá minni núna og það koma endalausir gullmolar frá kellingunni:P

Sunna Eir (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 17:20

6 identicon

geggjaðir fossar, hvar eru þeir? jæja hvenær er svo vöfflupartý? :) eða stelpuútileiga eða eitthvað?

Binna (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 19:51

7 identicon

hahah amma er auðvitað bara snillingur :)

Sóley (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 21:04

8 Smámynd: Anna Lóa Svansdóttir

Amma er sko bezt í heimi ..

En Binna fossarnir eru bara rétt hjá Húsafelli. Fara ekkert frammhjá þér, það er að segja ef þú ert að fara þangað. Hehe. En ég er game í allt, stelpu-eitthvað og ég mæti ..spjalla við þig á morgun þá er ég nefnilega í fríi

Anna Lóa Svansdóttir, 27.6.2007 kl. 00:22

9 identicon

Vá hvað það er samt eins og þessir fossar séu einhverstaðar í útlöndum:S hehehe

Hafdís Huld (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 12:47

10 identicon

haha... amma tin er snillingur... Greyid michael :P hihi

 Hva ertu ad flytja til reykjavikur?

Dagny (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 16:47

11 Smámynd: Fannar frá Rifi

hahahahaha.

Þú ættir að prófa að vinna með henni 

hún er alveg snillingur þegar hún skammar útlendinga. sérstaklega þá sem kunna ekki íslensku

Fannar frá Rifi, 2.7.2007 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband