6. júlí

Pínu síðan ég bloggaði síðast, hehe. En síðasta vika hefur verið svona frekar skrýtin í gegn.

Byrjum bara fyrir akkurat viku þegar ég var að fara í sturtu áður en ég fór í vinnuna og setti smá sturtugel í hendurnar á mér og ætlaði svo að loka brúsanum sem tókst nú ekki betur en að allt sem var í stútnum frussaðist upp og beint í vinstra augað á mér. Og omg hvað ég öskraði. Þetta sveið svo ógeðslega og eina sem ég gat gert í smá stund var að hringa mig í fósturstellinguna og öskra úr mér lungun. Michael greyinu ekki til mikillar ánægju, hahaha. Greyið hélt að ég væri nú bara við það að láta lífið. 

Ég reyndi svo eftir minni bestu getu að skola augað í sturtunni en hvernig sem ég reyndi þá gat ég ekki opnað augað til að skola sápuna úr. Var komin með hausinn undir kranann og var svo bara með báðar hendur að pína augnlokin í sundur. Náði að hringja í Kollu til að láta hana vita að ég væri ekkert á leiðinni í vinnuna á næstunni.

Þegar ég var búin að ná að opna augað í alveg 5sek í einu þá ákvað ég að fara bara í apótekið og fá svona hreinsandi augndropa, þar sem ég og Michael vorum bæði sammála því að augað væri nú alveg búið að skána helling. Það var ekki lengur útbólgið og blóðrautt, heldur bara smá bólgið og nokkrar æðar eins og þær væru að reyna að springa úr auganu. Hehe. En kallinn og konan í apótekinu sögðu mér að vera ekki með neina vitleysu og drulla mér upp á slysó. Þannig að næst lá leið okkar þangað. 

Þar tók einhver hjúkka á móti mér og tróð þessari risa linsu í augað á mér og vatnslöngu undir og svo var bara dælt í 45 min!! Shit hvað það var líka vont, ojj.  En eftir þetta vatnsbað þá lét hún mig hafa lepp eins og þið getið séð á myndinni á síðasta bloggi og mátti ég gjöra svo vel að vera með þennan lepp í einhverja klukkutíma. Ég fór niður í vinnu þar sem stelpurnar hlógu sig máttlausa, fjör. Eftir það var svo farið um allan bæ því Michael vildi endilega að allar vinkonur mínar myndu sjá mig með þennan bjána lepp! Ég reyndi svo að slappa aðeins af, hahaha. Fór reyndar til Sunnu þar sem ég, hún, Binna og Stebbi átum Dominos pizzu og spjölluðum. Og kíktum svo á Karólínu í smá stund.

Laugardagurinn byrjaði þannig að ég fór í vinnuna (don't ask why). Var að drepast úr hausverk og verkjum allan daginn og var send heim kl.16.30 því þeim fannst ekkert not í mér, mwahahaha. Þá fór ég heim og lagði mig aðeins, sem bjargaði helling. Kíkti svo í ammælið hans Atla en var þar ekki lengi og keyrði svo bara heim. Frekar fúl að vera að missa af þessu afmæli, frítt áfengi og stuð á fólkinu, hehe.

Sunnudagurinn : vann til kl.17 og ég, Michael og Ragna skelltum okkur þá til Húsavíkur. Fengum okkur að borða þar á veitingastaðnum sem Christian vinnur á. Hittum Atla og Helgu og vorum bara eitthvað að spjalla. Sváfum svo á bílskúrsloftinu hjá Helgu. Gaman að hafa bara svona rólegt sunnudagskvöld Tounge .. Sunna ástin mín átti svo afmæli þennan dag, til hamingju ástin Kissing

 Við fórum svo á mánudeginum upp á Botnsvatn og lágum þar bara og nutum lífsins og grilluðum. Svo var bara keyrt heim og ég eldaði geggjaðan karrýfisk rétt Joyful ..góður endir á helgi miðað við slæma byrjun. 

Annars er ég bara búin að vera að vinna og eitthvað að vesenast.

Ágúst átti afmæli 3. júlí og svo Freyja og Hreiðar þann 5. júlí - Til hamingju elskurnar Kissing

 

 

Hópurinn :)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mislukkaða þú. Viðburðarík vika að er virðist, þrátt fyrir allt.
kem með flakkarann minn til þín í næstu viku ;)

Kata (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 22:12

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

jaaááts. alltaf gott að passa sig með shampó brúsan. 

Fannar frá Rifi, 9.7.2007 kl. 22:15

3 identicon

ááááááiiiii!!! ég fann liggur við fyrir sársaukanum meðan eg las þetta...sjæsa!! :)

Er ekkert komið í ljós hvað anna lú gerir í haust? maður er orðin forvitin...þú kemur allavegna suður ;)

Sigrún Erla (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 23:24

4 identicon

ég fékk sko alveg ill í augað við að lesa þetta!

En ohh, öfunda þig af þessum útilegum, var reyndar að koma frá Wales. Náðum að skreppa á ströndina samt og gera eins og einn sandkastala!

Ruth (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband