22.7.2007 | 20:17
22. júlí
Þetta blogg er í boði Story of a Star með Ultra Technobandinu Stefán og Allt Fyrir Ástina með yndislega Pál Óskari.
Ég veit að ég er orðin agalega léleg í því að blogga. En einhvern veginn finn ég engan tíma fyrir það eins og svo margt annað. Ég er bara alltaf í vinnunni og þegar ég er ekki í vinnunni þá er svo oft allur dagurinn planaður og maður hefur samt svo engann tíma fyrir eitt né neitt.
Ég ætla allavegna að byrja á því að tala um útileguna í Ýdölum, þar sem ástin mín hún Sunna var að halda upp á tuttuguogeins árs afmælið sitt ásamt Hreiðar (21 árs) og Ágústi (22 ára). Fórum slatti af fólki út í Ýdali og tjölduðum og svo var bara "aðeins" fengið sér í aðra tána, étið grillmat og spjallað. Krakkarnir fengu þessar snilldar afmælisgjafir, hehe, sem voru flestar verslaðar í bensínstöðvunum á Akureyri og nágrennis. Sumir urðu ofurölvar, sumir létu sig hverfa inn í tjald með hjálp klukkan 1, sumir rúlluðu sér upp úr hlandi meðan aðrir reyndu að slá íslandsmet í útilegu leikjum, aðrir drukku svartan vodka þangað til tungan varð svört meðan aðrir fóru með flügel eins og það væri gull og enn aðrir hurfu í laaaaangar göngutúra. Svo má ekki gleyma að sumir fóru að spjalla við austurríkismann sem var í húsbíl þarna hjá okkur, að sumir ákváðu að klifra í trjám og enn aðrir fóru á fætur kl.8 (btw eftir að hafa sofið í 2 tíma) til að húkka sér far og fara að veiða!
Ragna og Atli
Góð helgi samt sem áður. Fór heim með Rögnu og Michael með smá stoppi á Húsavík og svo eldaði ég karrífisk-rétt um kvöldið - geeeeeðveikt góður btw
Helgin eftir það var svo vinna en fékk að vinna 9-16 á föstudeginum til að komast í afmælið til systur minnar. Það varð snilldar kvöld. Sem reyndar endaði aðeins of snemma fyrir minn smekk vegna ónefnds drukkins þjóðverja, hehe ..en lag kvöldsins var þokkalega Story of a Star með Ultra Mega Technobandinu Stefán. Takk Kata, allt þér að þakka ..manneskja kvöldsins var samt sem áður hvorugt afmælisbarnið að mínu mati heldur Guðlaug. Hahahaha. Segi ekkert meira um það, mwahahaha. Henni tókst allavegna að fá það svo vel út að við værum nú systur. Hihi.
Michael og ég
Mánudagurinn var svo ekkert smá næs. Var bara að hangsa í bænum með Rögnu og við enduðum að sitja fyrir utan Amour í slatta tíma með Kötu og þar tókst mér að ná í þessa agalega flottu brúnku. Held að önnur eins verkamannabrúnka hefur ekki sést, hahaha.
Ákváðum svo að skella okkur til Húsavíkur og drógum Michael, Sunnu, Hreiðar og Ásu með okkur. Fórum út að borða á Sölku og svo bara heim til Helgu og spjölluðum þar.
Núna er ég svo að kafna úr hori og óbjóði. Er búin að vera eitthvað slöpp síðan á föstudag en verð alltaf verri og verri með hverjum deginum. Ætla ekki í vinnuna á morgun, heldur frekar að reyna að ná þessum óbjóði úr mér. Fór samt á Kaffi Akureyri með Freyju minni í gær og við ætluðum bara aðeins að kíkja, en endaði svo að ég kom heim eitthvað yfir 4. Takk Steffý elskan fyrir að redda okkur heim ..Takk Freyja fyrir gott spjall, looooong time no see schatz
Annars er ég ekki búin að gera neitt alla helgina nema liggja upp í rúmi og horfa á sjónvarpið. Leigðum myndir í gær og erum bara búin að hafa það huggulegt. Vöknuðum reyndar snemma í gær til að þrífa aðeins íbúðina þar sem amma og pabbi kíktu í vöfflur. Gott að fá sér vöfflur svona snemma á laugardegi.
úff. Ég er allavegna finally búin að koma þessu bloggi frá mér og vonandi verður ekki svona langt í næsta blogg, hehe. En ég ætla að enda þetta (það er að segja ef einhver las svona langt) á því að segja þrennt :
Ég er kominn með mæspeis síðu : http://www.myspace.com/annaloas og svo er ég líka með síðu á www.facebook.com
Sunna elskan TIL HAMINGJU, þið eruð svooooo miklar rúsínur
And last but not least - ég er búin að ákveða hvað ég er að fara að gera í haust!!! Ég er sem sagt að fara í sjúkraþjálfun !!!
Tjááá Anna Lóa sem er með hor í nös
Mynd sem ég tók á Húsavík á mánudaginn
Athugasemdir
Yeah, I'm a real life saver. ég veit ég veit. ég er best. klárlega, vissulega. að sjálfsögðu.
Ultra mega technobandið Stefán er líka best. hehe.
ég smitaði þig ekki !! það er bara hægt að smita þegar maður er að verða veikur ekki á meðan, minnir mig.
Kata (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 21:40
Halló halló Rúsínurassgatið mitt!!!
Enginn smá kjútí bojfrend jú got ðer!!!!
Það er svo gaman að fylgjast með þér, þú ert svo assgoti dúleg í myndunum!
Allt fínt að frétta að austan! Ég mæli með HÍ!!!! (Bara af því að ég er að fara þangað, heheh!!)!!!
Vonandi sjáumst við sem fyrst elsku rúsínubollan mín!
Miss u alot!
Elva gamla vinkona! (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 21:42
hæhæ ástin og takk:) híhí.. Alltof langt síðan ég hef séð þig, verð að fara að bæta úr því. Elmar sagði mér reyndar að við ætluðum að bjóða ykkur í mat, ekki datt mér það í hug sjálfri HAHA.. þannig að það er góð hugmynd. Hann sagði þér það víst líka, veit ekki hvort þú manst það hehehe...
En sjáumst fljótlega elskan,sakna þín fullt
Bleble!!
Sunna (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 08:42
Jejj, bara loksins komið nýtt blogg mátt ekki láta lýða svona langt á milli, gæti endað með því að ég hefði ekkert að gera í tölvunni og þyrfti þá að fara að gera eitthvað af viti, hehe, eins og núna ætti ég að vera að pakka!
en hlakka til að sjá þig eftir bara fáa daga
Ruth (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 13:56
Minnsta máli dúllan mín:)
Steffy (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 19:06
Hellú, langt síðan við höfum gert eitthvað og ég er að lív ðe kontrí inn 17 deis ... gengur ekki... :S
kol mí þegar þú verður frísk, gett vell sún
So er audda æfing á fimmtud
Binna (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.