Talandi um að this is not my day!!

Hefuru einhvern tímann haldið að þú værir óheppnasta manneskja í heimi? Prufaðu að lifa mínu lífi í einn dag og þú skiptir svooo um skoðun og þakkar Guði fyrir þína "óheppni".

Ég og Michael vorum sem sagt áðan að leggja okkur og þar sem það er soldið mikið að angra mig þessa dagana þá náði ég ekkert almennilega að sofna en hann alveg steinsvaf. Svo ég ákvað að fara bara framm og aðeins í tölvuna. Svo sit ég aðeins fyrir framan tölvuna og fer allt í einu að finna einhverja rosa brunalykt en skil ekkert í því vegna þess að við vorum ekki að elda neitt og gátum ekki hafa gleymt neinu í gangi. Svo ég hugsa ekkert meira um þetta en lyktin fer alltaf að verða meiri og meiri svo ég lít aðeins í kringum mig og er þá ekki komið þetta rosa bál út á svalir!! Ég rýk upp úr sætinu og byrja að öskra, hleyp inn í herbergi og ríf Michael á fætur og hann audda skildi ekki baun og ég bara : drullaðu þér frammmmm!!  Og svo öskrum við shæse í kór og hlaupum í hringi á nærbuxunum því við vitum ekki alveg hvað við eigum að gera!

En svo finn ég loksins bala og fylli hann af vatni og við náum að slökkva eldinn eftir nokkrar ferðir. En fallega bútasaumsteppið mitt sem ég fékk í fermingargjöf, handklæði sem ég fékk í jólagjöf og loftdýnan hennar Haddýar eru núna fallegar brunarústir á svölunum okkar!

Ættum samt að þakka fyrir það að ég hafi ákveðið að sofa ekki lengur og að eldurinn kviknaði ekki í flöskunum okkar líka. Gaman væri að vera með fullt af bráðnuðu plasti á svölunum.

Stelpan sem býr tveimur hæðum fyrir ofan okkur kom hingað áðan alveg eins og kleina. Þvílikt miður sín en var samt hneyksluð þegar ég sagði að hún gæti nú ekkert gert nema kannski þrifið svalirnar fyrir okkur. Ekki alveg að vilja það. En well, hún vonandi passar sig næst þegar hún reykir á svölunum. Hún spurði mig samt hvort þetta gæti ekki hafa verið eitthvað mér að kenna og ég sagðist nú ekki skilja hvernig það ætti að hafa gerst þar sem við höfum ekki farið út á svalir síðan í gær. ,,Varstu ekki bara með kerti?" ..Halló, hver er með kerti á svölunum í RIGNINGU??

Anywhooooo..not my day..er farin til Ólafsfjarðar í mat til mömmu og Jónasar..

Bálið á svölunum

Bálið á svölunum2

 

Anna Lóa sem lyktar eins og brunarúst!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heimska stelpa.
Ég hefði orðið brjáluð.

vonandi lendum við ekki í árekstri... þar sem dagurinn er búinn að vera svona og þar sem ég verð í bílnum (eins og þú veist boðar það ekkert alltaf gott) ;)

kata (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 16:21

2 identicon

Ahahhahahah "varstu ekki bara með kerti" hvers konar nágranna átt þú hehehehe en já þessi saga bjargaði alveg deginum hjá mér...Sem betur fer þótti mér ekki vænt um þessa dýnu , verra að heyra með þitt dót...en það er þá bara minna til þess að flytja með:) heheh kannski of mikil bjartsýni í mér..en gott samt að þetta fór ekki ver

Hafdís Huld (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 16:23

3 identicon

en þetta var svo flott teppi!! 

ég hefði öskrað á stelpuna, hætta bara að reykja!!  

Sóley (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 16:41

4 identicon

Þú getur fengið þetta bætt hjá tryggingum er það ekki, ættir að geta það. Mamma var stórhneisksluð og sagði að þú ættir að geta það... tryggingum í gegnum leigusalan eða e-ð.
Rándýrt teppi er það ekki.

Kata (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 23:56

5 identicon

Æhh dúllusnúllan mín, af hverju hringdiru ekki í mig og ég hefði komið og knúsað þig..  voða leiðinlegt atvik.. ætlaru á húsó?? ég heyri í þér í dag elskan

Sunna (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 11:38

6 identicon

Leiðinlegt að heyra þetta. Þessi stelpa getur nú ekki verið mikið hneyskluð, þú gætir hringt á lögregluna og tilkynnt íkveikju á svölunum hjá þér. Það er ekkert annað í stöðunni fyrir þig en láta vita og fá þetta bætt.

Vidar Svansson (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 12:20

7 identicon

hehehe...já, það er ýmislegt til í heiminum. Þetta "ýmislegt" er líka ansi duglegt í að finna þig...hef ég heyrt ;)

Siggi Stein (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 03:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband