30.07.07

Þetta blogg er í boði Coconut Skins með Damien Rice Cool

Ég ætla að reyna að láta ekki líða neitt alltof marga daga á milli blogga hjá mér, hehe. Var reyndar að pirra mig yfir því eins og Haddý um daginn, að flakka á milli blogga og enginn búinn að blogga. En gerði mér svo grein fyrir því að ég væri heldur ekkert búin að blogga, hehe. 

En helgin var góð. Þrátt fyrir að ég var að vinna. Var að vinna til kl.22 á föstudaginn og þurfti þá að vesenast til að redda "nýja" rúminu mínu og Michaels. Þetta var einhvern veginn þannig : Sækja bílinn til pabba - sækja kerruna - uppgötva að síminn minn var batt.laus og ég gat ekki hringt í kötu - fara aftur heim til Gabríelu og pabba að ná í símann Michaels - Fara heim til Kötu - uppgötva að ég vissi ekkert hvar hún ætti heima - Finna rétta íbúð - Halda á rúminu út úr húsinu - Keyra á 5 km/h vegna hræðslu um að rúmið myndi detta af - Bera rúmið inn í íbúðina okkar - Skila kerrunni - Skila bílnum - Koma heim. Hahahaha. Svo fann ég fimmhundrað kall. Góð saga? LoL

Svo var bara vinna á laugardaginn en fékk að fara kl.21 því ég og Sunnan mín ákváðum að fara á Mærudagana á Húsavík. Vá hvað það var gaman. 

  • Newlyweds voru krúttilegust í heimi
  • 5000 kallinn sem Ingunn fékk fyrir að hleypa konu á undan sér á klósettið kom sér vel á barnum
  • Danski gaurinn var ógeðslegur
  • Konan í bleiku múnderingunni var ógeðslegri
  • Pabbi Sunnu heldur að ég sé alltaf full
  • Ég fékk að heyra slúður sem fékk mig næstum til að skæla
  • Fullt af fólki og þá meina ég fullorðnu fólki vissi hver ég var af því að það hafði verið að skoða bloggið mitt og myndirnar mínar. Læsa blogginu eða????
  • Siggi bróðir mömmu var mjög fullur og endalaust fyndinn
  • Ég átti undarlegasta samtal sem ég hef átt lengi á klósettinu

    Hey, heitir þú ekki Anna? Júmm? Já varstu ekki einu sinni með Viktori? Öööö..jú..afhverju? Æjji bara, er alltaf að skoða bloggið þitt. Jáááhááá..en þú veist að það eru 7 ár síðan? ..

Fólk er skrýtið. En eftir þetta kvöld hef ég ákveðið að aðeins partur af myndunum mínum kemur hingað inn og afgangurinn fer á www.facebook.com síðuna mína þar sem enginn getur skoðað myndirnar nema sérvaldir, hahaha. Ef þú ert með facebook síðu endilega addaðu mér sem vin Smile og þá geturu séð myndirnar, víí. Cool

Ég mætti svo í vinnuna á sunnudaginn, þreyttari en allt. Fékk að vita að ef ég vildi þá þyrfti ég ekkert að mæta fyrr en kl.16 svo ég fór beinustu leið heim og svaf í þrjá tíma í viðbót. Mjög ljúft. Var svo að kafna úr þreytu í vinnunni og leti bara, hehe. Tounge ..Binna, Haddý og Stebbi kíktu svo í heimsókn og stelpurnar voru hérna til kl.2.30. Voða næs að vera bara að spjalla og horfa á Fóstbræður á Youtube. Þetta myndband var svoooo lang best : http://www.youtube.com/watch?v=kDW5UvsfQnU

En annars er ég núna að baka köku og Binna og litla frænka hennar hún Sunna eru að koma í heimsókn og ætla að vera fórnarlömb. Ég hef aldrei bakað köku áður. Ég veit auli. En þessi kaka er svooo geðveikt góð þegar mamma bakar hana, spurning hvernig mér gengur. Vonum bara að Sunna litla fari ekki að skæla yfir slæmri köku, en þá á ég ís til að bæta það, hihi Tounge

Svo er grill hjá Ásu í kvöld, vúhjúúú. Brjálað að gera Grin

 

Sunnan mín og ég :*

 

 

 Anna Lóa bakari

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ ákvað að skilja eftir mig smá spor svo ég verði ekki ein af þessum sem lesa bara pg kvitta aldrei. Kíki alltaf annað slagið:) Á vonandi eftir að rekast á þig e-ð í skólanum í vetur:)

Sunna Eir (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 15:57

2 identicon

Goooott blogg:) Sé þig á eftir sæta

Sunna (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 16:53

3 identicon

takk fyrir kökuna, sunna kvartaði nú ekkert þegar hún komst yfir feimnina :) hehe

gaman á leikvellinum ;)

Binna (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband