5.8.2007 | 13:20
Léleg versló
Ég ætla að þakka Akureyrarbæ fyrir að eyðileggja versló. Ég hef aldrei á ævi minni lifað jafn lélega versló. Bærinn leit bara út eins og á frekar lélegu laugardagskvöldi. Hvergi biðraðir, hvergi fullir staðir, bærinn sjálfur tómur. Mig langar að fara og labba göngugötuna og þurfa að troða mér á milli manna, þekkja helling af drukknu fólki og hneykslast á fullum krökkum. Er ég kannski bara orðin svona gömul?
Unglingarnir mega ekki tjalda á Akureyri og fjölskyldufólkið kemur ekki hingað vegna veðurs, svo hér er enginn. Ég ætla að fara út í kvöld og gefa þessari versló einn tækifæri í viðbót, spurning hvernig það fer. Ég er reið, sár og svekkt yfir þessu öllu. Hehe.
Sjáumst vonandi í kvöld
Anna Lóa sem langar að hafa normal versló
Athugasemdir
ég er greinilega ekki að missa ef neinu hehe
Viðar (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 14:29
já það er sko satt, frekar glötuð hátíð. Frekar leiðinlegt hvað bærinn er dauður! Frekar glatað sko! En vonandi verður þetta skárra í kvöld!!
Ruth (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 16:39
Hahaha svo voru allir að skamma mig fyrir að vera ekki heima híhí... held ég hafi skemmt mér betur en þið krúttin
En heyri nú í þér fljótlega gella... knús til Michaels..
Sunna (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 20:22
Vá hvað ég gæti gert ykkur bitur með því að segja SIGLÓ ....æji en það vantaði ykkur öll en ég hef ekki einu sinni verið á sjallanum eins STÖPPUÐUM og bíóið á sigló var í gær á Palla
En vá hvað er fúl við þetta lið sem tók þessa ÖMURLEGU ákvörðun!!!!!!
Hafdís (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.