07.08.07

Hæ elskurnar mínar
 
Þetta blogg er í boði Sigur Rós
 
Ég ætla að byrja á því að hissast (er það orð?) yfir sjálfri mér fyrir að vera vakandi. Ég er sko búin að vera vakandi síðan klukkan 4.30. Var samt ekki sofnuð fyrr en um kl.1. Ég bara get ekki sofið, ekki hugmynd um afhverju. Er reyndar aðeins farin að geispa núna, svo kannski ég sofni þegar ég fer inn í rúm á eftir. 
 
Versló er búin. Það er skrýtið. Þetta var ekkert eins hræðileg versló og ég var búin að væla um. Er mjög ánægð að hafa gefið henni einn sjéns í viðbót því ég skemmti mér konunglega á sunnudaginn. Það var smá partý hérna í Tröllagilinu þar sem íslendingar voru á tímabili í minnihlutahóp. Fórum svo niður í bæ og enduðum svo í Sjallanum. Mér fannst bara mjöööög gaman í Sjallanum. En vegna ónefnds drengs og gjafmildi hans á barnum þá var gærdagurinn frekar erfiður, hehe. Vaknaði mjög hissa á öllu í gærmorgun og fattaði að ég hafi steingleymt að kveikja á vekjaraklukkinni. Gott að ég svaf ekki yfir mig. Vaknaði í mjög undarlega samsettum fötum, hef greinilega ekki mikið nennt að fara í náttgallann áður en ég sofnaði, vel gert? Hehe.  
 
Ég og Petra =)
Ég og Petra 
 
Ég og Tara, svo sætar :)
Ég og Tara 
 
 
Næstu dagar eða vikur eru þannig hjá mér að ég er að vinna í dag og svo föstud., laugard. og sunnudag frá 12-22. Og svo aftur miðvikudag og fimmtudag í næstu viku líka 12-22. En þá er ég hætt á þeim vöktum og fer bara að vinna 12-13 og 17-21 í 6 daga. Og þá er ég farin suður, á að mæta í skólann 27. ágúst. Skrýtið. Þetta er allt að skella á.
Fiskidagshelgin næstu helgi - ég ætla að vera driver og keyra inn á Dalvík eftir vinnu og svo bara tilbaka um nóttina, einhver game?
Helgin eftir það er ekkert plan. Kannski ef það verður gott veður maður kíki í síðustu útilegu sumarsins? Hef ekki nema 2x sofið í tjaldi í allt sumar og það er mjööööög glatað. Er ekki alveg sátt við þetta.
 
Ég ákvað að kommenta á næstum öll bloggin sem ég skoða vanalega. Þó fólk hafi ekki bloggað síðan í febrúar. Þannig að ekki láta ykkur bregða ef þið sjáið komment frá mér og tímasetningin er 05.30 - hahahaha. Blog.central.is virkaði reyndar takmarkað þannig að ég náði ekkert að skoða öll bloggin sem ég ætlaði mér. Well.
 
Ég setti inn myndir - bara nokkrar útvaldar - henti annars öllum inn á www.facebook.com. Myndirnar eru í allt annað en góðum gæðum þar sem ég finn hvergi elsku bleiku myndavélina mína og tók myndirnar á 2megapixela myndavél. Ég er búin að leita af henni útum allt og var með hana síðast á mánudaginn í grilli hjá Ásu svo ef einhver hefur séð hana endilega látið mig vita - hennar er sárt saknað.
 
Annars ef þú átt : ullarsokka, flíspeysu, bjór, cult, fresca, skó eða eitthvað djös rusl hérna heima hjá mér þá endilega komdu að ná í það því eftir 48hours þá er það mitt eða ég hendi því. Hehe. Nenni sko ekkert að vera að skutla drasli útum allar trissur. 
 
En ég er farin í rúmið. Ætla að reyna að ná kannski 4 tímum áður en ég fer í vinnuna.
 
Anna Lóa sem getur ekki sofið 
 
Þessi er best :)
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er freska enn framleitt? Spurning um að drekka bara Tab.

Viðar (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 07:52

2 identicon

Já það rættist bara nokkuð úr helginni þó að þetta hafi ekkert verið rosalegt verslókvöld. En fínt að hafa bara ekki troðið í sjallanum um versló ;) 

 en þú verður svo bara að fá myndirnar frá mér, þú tókst nú einhverjar myndir á hana þó að þær hafi ekki verið margar.

 en annars, takk fyrir helgina og sjáumst svo vonandi fljótlega. Vinnutíminn okkar passar reyndar ekki alveg rosalega vel saman, hehe

Ruth (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 21:28

3 identicon

Versló var... skrítin, segi ekki meira :P Þori eiginlega ekki að telja magnið af áfengi sem fór ofaní mig! haha

 En þú driver á fiskidaginn? Kanski fær maður far ef það er ekki fullt hjá þér :)

Atli Þór (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 02:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband