13.8.2007 | 08:03
Fiskidagurinn Mikli
Þetta blogg er í boði Blindside - Silence
Árný elskan til hamingju með afmælið
Það er sem er kannski mest að frétta þessa dagana er að í dag er mánudagur (ha, no really) og á föstudaginn er ég að fara að flytja suður. Þetta er svooo skrýtið. Mér lýst svo ekkert á þetta, en ég kem reyndar svo aftur til Akureyrar á sunnudaginn og verð þá hérna í viku í viðbót. Ætli maður reyni ekki að hitta fólkið sitt öll kvöldin eftir vinnu. Ástin mín verður einn mánuð í viðbót hérna á Akureyri og flytur ekki til mín fyrr en 1. október. OMG, hvað það á eftir að vera erfitt, hehe. En ætli ég verði ekki meira og minna á Akureyri eða hann hjá mér þangað til hann flytur.
Annars fór ég bara á Dalvík eftir vinnu á laugardaginn með Michael og Freyju. Ég var bara edrú (já, ég er ekki að ljúga, hehe) og var driver. Kvöldið heppnaðist svona mun betur en ég þorði að vona. Við mættum beint í brekkusönginn og ég segi nú bara : Vestmannaeyjar hvað? Þetta er roooosalegt. Yndislegt að horfa yfir allan þennan fjölda fólks og heyra : Núna ertu hjá mér, Níííínaaaaaa. Hehe. Michael var nú ekkert nema augun, haha.
Svo var bara rölt á milli barananna og talað við fólk everywhere. Náði að spjalla alveg helling við fólk sem maður hefur lítið sem ekkert hitt í allt sumar. Yndislegt. Ég ætla allavegna pottþétt að mæta á næsta ári, hver veit hvort maður verði þá með bjór í hönd og gisti í sveittu tjaldi ..hef reyndar bara einu sinni verið að drekka á Fiskidaginn og það var hin fræga daga þegar Döggu tókst að týna ÖLLUM, mwahahahaha. Vá, hvað það var sko fyndið. Cool Vibes var þá sko lag kvöldsins.
Annars á ég engar myndir frá þessu kvöldi þar sem ég hef ekki enn fundið myndavélina mína en ég bíð spennt eftir að Kata setji sínar á netið, eða ég fái þær hjá henni. Pottþétt snilldar myndir, hehe.
En annars er vikan plönuð einhvern veginn svona
Mánudagur : Vinna 9-16 og þá ætlum við að pakka og ég ætla að elda pizzu og ætlum að kíkja í afmæli til Árný.
Þriðjudagur : Vinna 9-16 og svo bara pakka og vonandi matur hjá Sunnu elsku
Miðvikudagur : Vinna 12-22, og svo örugglega ekkert.
Fimmtudagur : Vonandi frí í vinnunni og þá pakka og þrífa og fara með dótið í bílinn
Föstudagur : Vakna snemma, skila íbúðinni og keyra til Reykjavíkur
Annars er þetta komið ágætt held ég. Heyrumst elskurnar,
Anna Lóa sem vill ekki flytja til Reykajvíkur
Athugasemdir
AAHAHAHAHHAHAHAHAH það var svo mikil snilld þegar Dagný týndi ÖLLUM hehehehehhehehehehe vá hvað það var fyndið híhí...En jábbb ég er til í að joina þig í næsta tjaldi við sveitta tjaldið þitt
Vona að ég sjái þig eitthvað áður en þú flytur endanlega í stórborgina djamm together
Hafdís Huld (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 09:05
Var fyrst núna að átta mig á þessu bjórbloggi
Hvað um það " ÞÚ ERT EKKI AÐ FARA AÐ FLYTJA TIL REYKJAVÍKUR ".... Reykjanesbær mun bærinn heyta, eða þar í nágrenninu og hávaðanum þegar ég flýg framhjá...
daddy (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 16:18
Sem sagt komin með íbúð! Til hamingju með það!
Mér finnst samt að þú hefðir átt að finna þér íbúð í Breiðholtinu! hehe
Ruth (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 16:33
Haddý, við verðum saman næsta ári, sveittar í sveittu tjaldi ..
En jamm Ruth ég er komin með húsnæði, höfum það þannig. Er ekkert að kafna úr hamingju með það, en það reddast, hehe. Segi frá því seinna
Velkomin á djammbloggið pabbi ..hér verða sagðar bjórsögur á milli þess að ég væli yfir skólanum. En í þessu bloggi sagðist ég aldrei vera að flytja til Reykjavíkur, read again ..Ég enda þetta bara á því að segjast ekki vilja flytja þangað, gæti alveg eins sagt : Anna Lóa sem langar ekki að flytja til Afganistans, en það þýðir samt ekki að ég sé að fara aðflytja þangað, hehe
Anna Lóa Svansdóttir, 13.8.2007 kl. 18:34
Mér líst illa á planið á fimmtudeginum og sérstaklega föstudeginum...
En það er matur beibí;) Lovjú
Sunna (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 18:54
Iss sagðir ekkert frá þessum "skemmtilega" stað sem þú ert að fara flytja til.
En ég ætla að reyna ef andinn kemur yfir mig að henda einhverjum myndum á facebook-ið í dag. *(brjáluð fagnaðarlæti)*
Takk fyrir helgina hún var góð, þó að ég sé enn ekki komin með almennilega rödd.
Kata (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 12:07
úff ég er ekki að túra því að þú sert að fara að flytja suður. Finnst svo stutt síðan þú komst heim frá útlandinu.
En við verðum að reyna að hittast áðuren þú flytur endalega í borg óttans.
Endilega vertu í bandi við mig skvís
Steffy (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 22:08
eg flyt heim og ta taka margir a akureyri sig saman og flytja til reykjavikur... er tetta eitthvad hint eda?!?! heheh
en ja hahh eg var god sko a fiskidogum haha og cool vibes er geggjad! tetta verdur endurtekid einhverntiman stelpur minar
En anna, mig a eftir ad langa ad koma til reykjavikur adra hverja helgi, tannig ad eg byst vid tvi ad eg muni gripa hvert taekiferi til ad komast sudur :P
by the way, er einhver ad keyra tangad helgina nuna um manadarmotin agust sept??!?!? hihi
dagny (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.