Keflavík - Háskóli

Hver man ekki eftir því þegar maður þurfti ekki að spá meira í hlutunum en hvort manni langaði að horfa á Ally Mcbeal í miðvikudagssjónvarpinu eða fara á hinn fræga rölt-rúnt á Ólafsfirði? Ég er allavegna farin að sakna þessara tíma. Tímann þegar ég þurfti ekki mikið að spá í hlutunum og eina sem komst að hjá manni var að vera nógu fljótur heim úr skólanum til að ná að horfa á Nágranna og hvort maður ætti að skella sér á fótboltaæfingu þó það væri rigning.

Jamm, Anna Lóa Svansdóttir er sem sagt byrjuð í Háskóla. Og það er ekkert smá. Þetta er alls ekki búið að vera auðvelt þessa þrjá daga sem ég hef verið hérna. Það að flytja frá Akureyri var bara alls ekkert skemmtilegt og það að þurfa að sitja í bíl í 5 tíma þunnur er sko ekkert grín. Kveðja Michael var skelfilegt og hugsunin að eiga ekki heima á Akureyri var ógnvægleg.

Hard life. Ég sem sagt bý núna í Keflavík, eins og ég var örugglega ekki búin að segja öllum. En við ákváðum bara að prufa íbúðirnar hérna, þar sem allt í Reykjavíkinni kostar morðfjár. Eins og er, þá líkar mér þetta ágætlega. Er reyndar núna að fara að sofa fyrstu nóttina alveg alein og er búin að vera rosalega ein eitthvað í allan dag, skrýtið. 

En mér tókst auðvitað eins og hetju að klúðra öllu fyrsta daginn minn. Byrjaði svona skemmtilega að ég var mætt til að taka rútuna kl.6.45. En engin rúta kom. Kl.7 var ég farin að hafa áhyggjur. Kl.7.10 gafst ég upp og ætlaði að fara að vekja Rögnu og biðja hana að skutla mér bara og vitimenn mæti ég þá ekki bara rútunni. Karlinn er svo ekkert á þeim buxunum að hleypa mér í rútuna þar sem ég er ekki með svokallað rútukort, en ákvað svo að leyfa mér að koma upp í. Þegar við vorum svo komin til Reykjavíkur þá var ég auðvitað að kafna úr stressi og fór úr strætónum bara nógu snemma svo hann myndi ekki fara bara með mig tilbaka eða eitthvað fáranlegt. Sem uppskar það að ég þurfti að labba dágóðan spöl í skólann. En anyways þá hafði ég ekki græna um það hvert ég ætti eiginlega að mæta. Tókst svo að komast að því að það var upp á læknagarði en ekki upp í skóla, svo ég ákvað nú bara að labba þangað.

Eftir þennan göngutúr þá tók við að þurfa að finna hvert í anskotanum ég ætti eiginlega að mæta. Fann bara fleira fólk sem leit út fyrir að vera jafn lost og ég og setjast hjá þeim LoL ..svo kom að næsta veseni. Hvert í fjáranum átti ég svo að mæta í næsta tíma? Þá var hann í svokölluðu sjúkraþjálfunarhúsi sem er eiginlega hjá Ðerlunni. Svo við tók bara enn meira rölt fyrir mig, jeij. Svo var ég auðvitað alveg úti að aka bæði inn í húsinu og svo í fyrsta tímanum þar sem allir voru annaðhvort með bækurnar eða glósurnar sem kennarinn hafði sett á netið og ég gat ekki náð í. Draumur. 

Eftir þennan skrautlega fyrsta skóladag þá fór ég með Rögnu í smá kynningarrúnt um Reykjavík. Byrjuðum auðvitað á því að versla eitt stykki Skoda Fabia, hann Fabio minn Smile ..svo var verslað bók sem er 7,3kg og kostaði ekki nema 8299 kr! Ohh, skóli er yndislegur. Kvöldið endaði reyndar vel með heimsókn til Ruthar þar sem við þrjár elduðum Fajitas.

Dagur tvö var svo eilítið skárri upp á það að gera að ég vissi hvert ég átti að mæta og var ekki mætt 30 min áður en rútan fór. En ég er reyndar soldið fúl yfir því að rútan fer ekki að skólahúsinu mínu svo ég þarf að labba ágætisspöl á hverjum morgni og það tekur alveg sinn tíma. Svo ef rútan verður of sein þá er bókað mál að ég verð of sein í tíma.

En eftir daginn í dag þá er ég ekki viss um að sjúkraþjálfun sé mitt fag. Ég er ekki að segja að ég sé að fara að hætta en ef þetta gengur eitthvað illa og mér finnst þetta ekki skemmtilegt þá hætti ég einfaldlega. Ég er soldið smeyk um að ég sé ekki alveg í réttu háskólanámi. Hehe. Vel gert Lóa. 

En ég vildi bara henda þessu frá mér. Núna sit ég og skelf á beinunum úr stressi fyrir komandi skóla. Sef í miðju rúminu þar sem enginn sefur hjá mér og drepleiðist svona einni. 

Ég lofa að ég kem með eitthvað skemmtilegra blogg næst og þá koma líka myndir, en ég nenni ekki að sækja myndavélina mína núna. Jáááá, það er btw búið að finna myndavélina mína, vííí. Svo bleika yndið mitt er komið aftur í mína hendur Tounge

Dagskráin næstu daga : 

Miðvikudagur : Kökuboð og kynning frá kennurum

Fimmtudagur : Afmælið hennar Ásu

Föstudagur : Michael kemur til mín og það er busun (auðvitað er busað BARA í því fagi sem ég valdi mér)

 

Anna Lóa sem er hrædd við skólann

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehehe elskan mín ég hef fulla trú á þér og ég veit að þú getur þetta skrítið að hafa þig ekki hérna á ak....hver á núna að gera bestu pítu ever á sjoppunni þinni???? eða hýsa stelpupartý??' væl úúúhhh stelpupartý í Keflavík hljómar alveg nice;) híhí

Gangi þér vel sæta

Hafdís (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 10:42

2 identicon

Hei beibí.. :) Ég held nú að allir hugsi þetta eftir fyrstu dagana, held að fyrsta árið í öllu þessu helv háskólanámi sé bara pain... Þú lifir aðeins lengur, annars get ég flogið til þin og knúsað þig!! 

Sakna þín btw. líka.. 

Hvað á það annars að þýða að halda afmælið hennar Ásu EKKI fyrir norðan???? 

Sunna (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 14:31

3 identicon

Þetta er örugglega ekki jafn slæmt og það sýnist.. eða vonum ekki! Þú stendur þig allavega vel ef þú hefur áhuga á þessu, i know that much, og annars finnuru bara eitthvað annað :)  Ég er bara hrædd af því að ég verði einhver auli þegar ég er búin í námi í útlöndum fyrst allir eru í sona miklu veseni heima... hmmm... 

En keflavík er nú betra því þá ertu nær mér :D 

Binna (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband