30.8.2007 | 22:28
Fimmtudagur víí
Ása - til hamingju með afmælið
En anywho. Þá er ég næstum búin að vera viku í skólanum og ekkert batnar mórallinn.. Ég var meira segja tvo tíma í dag að fá mig til að læra. Fyrst varð ég auðvitað að fá mér að éta, hehe. Svo varð ég að þvo þvott þar sem megnið af fötunum mínum voru blaut eftir leiðindar rigninguna hérna á Reykjanesinu. Svo stóð ég örugglega í hálftíma að horfa á þvottavélina því ég ætlaði sko ekki að missa af tímanum sem kemur á þvottavélina : add fabric softener! Síðast lyktaði þvotturinn minn eins og mygla. Það ætlaði ég sko ekki að láta gerast aftur. Þegar ljósið skemmtilega kviknaði þá opnaði ég þvottavélina þá blasti við mér skrýtin sjón, ég lofa að taka næst mynd, en sem sagt þá var þvottavélin "mín" full af vatni og fötin mín flutu svona skemmtilega um og ég átti bara að hella mýkingarefninu yfir. Ég held að ég get ekki útskýrt hvernig mér leið að sjá g-strengina mína fljóta um í vatni og hella GULUM vökva yfir þá. Just try to imagen
En allavegna þá er ég rosa einmanna. Við bekkurinn er rosalega lítið byrjuð að bonda svo allir fara bara til sín heima eftir tíma og sjást ekkert fyrr en daginn eftir. Og ég audda eini bjáninn sem þarf að labba á skrilljón og tuttugu til að ná rútunni. Eins og í gær þá átti rútan að fara 14.30 og ég labbaði út úr sjúkraþjálfunar húsinu kl.14.27 - tæpt? Heldur betur. Og eins skemmtilegt og það er að labba yfir Bústaðarveginn í rigningu þegar fólk brunar bara á 70kmh ofan í polla þá var þetta ekki til að bæta gamanið. Endaði svo með því að ég náði að stoppa rútuna þegar hún var að fara út af BSÍ. Bílstjórinn var ekkert nema brosið *HÓST*
Svo komst ég skemmtilega ða því að ef ég tek rútuna frá Reykjavík sem fer annað hvort kl.10.30 eða 14.30 þá stoppar hún ekkert þar sem ég á heima heldur fer ALVEG hinu megin á svæðinu svo ég þarf að labba yfir allt svæðið. Og eins og ég sagði áðan þá var rigningin bara til að bæta skapið manns. Vá hvað ég ætlaði að vera sniðug í dag og biðja bílstjórann að fara aðeins nær svona í tilefni þess að við vorum bara 5 í "rútunni" og endaði það með því að ég labbaði MUN lengra eða næstum 3km! Hef sjaldan verið jafn fegin að komast inn í hús, var komin með eyrnabólgu og nærbuxurnar voru orðnar blautar af rigningu.
Eftir þessi ósköp var ég sko ekki á þeim buxum að fara að læra en svo hunskaðist ég í það og náði að lesa og svara sp. í svona einn og hálfan þegar blýpenninn minn brotnaði. Ég hef aldrei lent í því áður. Hvort hann hafi brotnað vegna pirrings í mér, eða bara vegna þess að ég ræð ekki við kraftana, eða bara vegna þess að "ómeðvitað" nennti ekki að læra og braut hann viljandi, þá brotnaði hann allavegna. Þá fór ég á bömmer og það tók mig örugglega hálftíma að nenna að klæða mig (var sko á náttfötum) til að keyra til Keflavíkur til að kaupa blýpenna. Ég eiginlega skil ekki að ég hafi náð að klára að svara öllum spurningunum svona miðað við að næstum allir ákváðu að hringja í mig í dag, akkúrat þegar ég var komin í það að læra.
En annars hlakka ég ósköp lítil morgundagsins en hann mun innihalda stress, stress, meira stress og svo ennþá meira stress. En á morgun er helvítis busunardagurinn. Partýið byrjar kl.16 og böðlarnir ná í okkur svona milli 7 og hálf átta og þá verðum við örugglega búin að fá okkur aðeins í tána. Og við eigum að mæta í sundbol og íþróttabuxum. Svo það verður asskoti skrautlegt.
Annars verður helgin vonandi ljúf. Michael kemur á morgun, víí, svo er ljósanótt á laugardaginn og hver veit nema maður tjekki á stemningunni hérna í "heimabænum" sínum.
En annars er ég að fara til Ásu og Hreiðars aðeins að spjalla svona í tilefni dagsins. Kem með blogg eftir helgi og þá verð ég kannski búin að nenna að setja inn myndir frá Keflavík, helginni, Akureyrarvöku o.s.frv. En flestar myndirnar eru komnar á www.facebook.com svo tjékkið á því og endilega kommentið
En svona ég tilefni þess að ég lofa að koma með mynd með þessu bloggi þá ætla ég ekki að láta þessa ferlegu sundbola mynd nægja heldur ætla ég að sýna ykkur mynd sem var á www.mbl.is og ég hló upphátt. Sorry þú sem gerðir þetta, hihi.
Anna Lóa sem verður í sundbol á morgun
Athugasemdir
HAHA nú ertu í sundbol tíhí.. heyrumst elskan...
Sunna (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 17:11
Hvernig gekk sundboladjammið?? :)
Binna (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 10:25
Greinilega fjör á Íslandi í rigningunni *hóst* hehe :p
Siggi Stein (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 11:16
Vá kannast alveg við þetta að fara bara heim til sín eftir skóla og hanga þar:S Við sjáumst alveg örugglega á nýnemadeginum er það ekki;)
Sunna Eir (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 11:36
Það er kannski sterkur leikur að vera bara alltaf í sundbol fyrst að það er svona mikil rigning þarna híhí
Hafdís (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 13:03
Ohh ég er alltaf að vonanst til þess að þú sért búin að blogg hehhe geggjað sorgleg...verð að hafa eitthvað að gera á milli þess sem ég les af casio.com hehehe en já 3 dagar í PALLLLLLLLLAAAAA víííí er heyri hann hljóma í útvarpinu akkurat núna úhhúhhhhhú úhúhú úhhhúuuu heeyyyjheeyyy jee í jee allt fyrir ástina....eina sem aldrei nóg er af...og endurtekning og endurtekning og síðan úhhhhh úhhhh heyyjjjheyyyy jeee í jeeeee hehehhehe vá hvað mér leiðist... bwaaa
Hafdís (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 16:28
Verður nú að koma með eitt blogg fyrir helgina!!
Ruth (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.