13.9.2007 | 16:12
13. september
Þetta blogg er í boði YouTube.Com
Þá er best að koma þessu blogg frá sér. Það verður líklegast langt, þar sem ég á eftir að röfla eins mikið og ég get svo ég þurfi ekki að fara að læra, ..þarf reyndar líka að fara að ná í þvottinn sem ég var að þvo. Hata að þvo þvott hérna, sakna þess að vera bara með þvottavél inn í íbúðinni minni og þurfa ekki að spá í einhverju svona rugli. En maður getur víst ekki fengið allt.
Byrjum bara að segja frá þessu svakalega sundboladjammi. Þetta byrjaði með því að við megnið af bekknum hittumst heima hjá einni stelpunni, svona aðeins til að bonda áður en hinir "ógnvægnlegu" böðlar komu og sóttu okkur. Svo var bara keyrt okkur upp í sjúkraþjálfunarhús þar sem við áttum að bíða úti meðan þau tóku bara tvö og tvö saman inn í svokallaða þrautabraut. Við sem þurftum svo að bíða úti, styttu okkur stundir með því að fara í drykkjuleik. Heimskulegasta drykkjuleik sem ég hef á ævinni minni farið í. Sem endaði auðvitað með því að vodka-pelinn sem var gjaldið fyrir að klúðra hefði alveg eins bara geta verið gefið mér í byrjun.
Þegar við þurftum að fara inn þá var bundið fyrir augun á okkur, látið okkur hafa nafnspjald sem á stóð nafnið okkar og svo eitthvað agalega fyndið sem böðlunum hafði dottið í hug.
Svo voru við dregin inn í húsið. Fyrst áttum við að setja hendina á einhverja bók og fara með eið sem var einhvern veginn svona : Ég, busa ógeð, sver hér með við þessa bók að læra, læra, læra og læra. Hehe. Svo var bara öskrað : úúúúúr að oooooofan!! Áttum greinilega ekki að komast upp með það að vera í bol yfir sundbolin. Svo næst var öskrað : ááááá hnééééééén ..og þá áttum við að taka armbeygjur. Ég held að ég hafi ekki náð að taka svona margar armbeygjur á tánum síðan ég var 15 ára í fótboltanum, haha. Svo áttum við að skríða upp allan stigann á hnjánum sem uppskar það að ég var með blá og bólgin hnén framm á þriðjudag.
Þegar við vorum svo komin upp þá áttum við að fara inn í eitt herbergið af öðru og gera ýmsa hluti. Nudda mjög fáklædda stelpu, sleikja rjómann af bringunni af mjöööög svo fáklæddum strák, drekka bjór úr trekt, taka staup og svo enduðum við inn í herbergi með bjór í hönd og þar var SingStar. Hell no að ég fari í SingStar. Sat frekar upp á bekk og spjallaði við gaur, sem vildi ekki kalla mig Anna Lóa, svo það endaði með því að ég sagði að hann mætti kalla mig Lúlú, eða Lóló ..en þetta var svo þannig að allir voru orðnir svo blekaðir og alveg sama hvað böðlarnir vildu að við gerðum. Við gerðum bara það sem okkur sýndist
Þetta var svo allt saman tekið upp á video og það eru víst til sóðalegar myndir af manni. Jeij. Vonandi að allar myndavélarnar bili sem voru í gangi þetta kvöld, hahaha. Reyndar á ég agalegar myndir sjálf af fólki. Vorum öll svo bjánaleg í sundbolum, en greyið strákarnir voru samt sem áður verstir. Greyin. Svo þegar þetta var að leysast upp í vitleysu þá var Michael komin að sækja mig. Strákgreyið. Hann sem sagt kom þegar ég var enn í partýinu og fór svo bara til Keflavíkur. Var svo einn og hálfan tíma að leita af lyklinum af íbúðinni okkar, þar sem síminn minn var batterýslaus, og ég ekki alveg að standa mig að hjálpa honum ..en honum tókst svo að finna lykilinn og með hjálp frá Hreiðar og Gumma komst hann aftur til Reykjavíkur að ná í mig. Þegar hann loxins fann mig var hann ekkert nema brosið *hóst, hóst* ..Ég kom líka út í sundbolnum, búin að klæða mig í gallapilsið mitt, en hef einhvern veginn gleymt að þetta væri pils og notaði það sem magabelti. Á tánum og gleraugnalaus.
Laugardagurinn var svo aðeins rólegri að minni hálfu, en við kíktum aðeins til Reykjavíkur og reyndi ég aðeins að sýna Michael hluti í Reykjavík, Kolaportið og svona. En um kvöldið fórum við í heimsókn til Ásu og Hreiðars og við fjögur fórum svo til Keflavíkur á ljósanótt. Rétt náðum að sjá flugeldasýninguna, eða það sem hægt var að sjá af henni, þar sem hún hvarf eiginlega öll á bakvið reyk og ský. Það rigndi eins og hellt væri úr fötu. Við tókum svo bara rölt um Keflavík og sáum skemmtilega hluti eins og stelpu hágrenja, lögregluna ráðast á 14 ára strák, gaur gubba á vegg og snúa sér svo bara við - halda áfram með bjórinn og éta subway, gaur drapst en lifnaði svo við þegar Hreiðar var að reyna að draga hann inn á barinn.
Michael tókst að fá pólverja til að setjast við borðið hjá okkur og spjalla á þýsku. Hvernig hann fer að þessu er mér hulin ráðgáta. Eftir alltof langt spjall við Pólverjana fóru þeir loxins, syngjandi "Deutschland, Deutschland üüüübeeer aaaaaalleeeeeees!" .. Ása og Hreiðar fóru svo á undan okkur heim, þar sem Ásu tókst að setjast í eina blauta stólinn á svæðinu. En ég og Michael fórum svo stuttu seinna heim og það tók mig ekki nema 25 min að keyra frá Keflavík og heim. Þetta er kannski 5km akstur. Umferðin var auðvitað bara rugl. Það var röð frá miðbænum og hálfa leiðina til Reykjavíkur.
Svo var bara skóli alla vikuna og ósköp lítið eitthvað að segja frá því, nema ég er alveg að fýla það að vera í svona lotubundnu námi. Það gengur ekkert hangs að læra, því lokaprófið er núna eftir tvær vikur eða svo. Maður verður bara að gera þetta og ekkert væl. Reyndar er ég í fagi sem heitir Inngangur að sjúkraþjálfun og dauði&djöfull er það leiðilegt. Sem betur fer skiptist það 40/60 og 40% er siðfræði sem er helvíti skemmtileg. En annars er ég svo í frumulífeðlisfræði og það er svo sem allt í lagi. Ekkert úber skemmtilegt fag en alveg sæmilegt svo sem.
Svo kom síðasta helgi og ákvað ég svona eiginlega out of nowhere að skella mér á Fabio norður. Lét Michael ekkert vita, svo hann var orðin hálf skakkur eftir að hafa farið í golf með vinnunni. Sunna sagði mér að passa mig á því að senda hann í golf, hehe. Það gæti ég misst hann alveg ..en þetta var annars æðisleg helgi.. Skelltum okkur til Ólafsfjarðar og vorum þar, að njóta lífsins, éta og sofa. Sváfum meðal annars til kl.16.30 á laugardaginn. Úps, hehe. En svo fórum við aftur til Akureyrar á laugardeginum þar sem ég kíkti í heimsókn til Freyju og dró Steffý með mér. Það var svo geggjað að hitta elskurnar mínar aðeins aftur ..kíktum aðeins á Kaffi Akureyri og svona.
Sunnudagurinn var svo bara soldið chill. Kíktum á Ólafsfjörð í mat til mútter & Jónasar og svona. Ég fór svo til Reykjavíkur bara á mánudeginum. Ohh, það var svo erfitt. Ég er alveg að hata það að Michael sé enn á Akureyri. Ohh.
En ég gisti hjá Rögnu minni tvær nætur og það var ekkert smá næs. Við spjölluðum langt framm á nótt og spjölluðum, bara what girls do.
Svo fer ég aftur á Akureyri á morgun, víííí. Á flug kl.18.30 héðan og á svo ekki flug fyrr en á mánudagskvöldið tilbaka. Páll Óskar á laugardaginn og ég, Sunna og Hafdís erum búnar að plana djamm með margra vikna fyrirvara ..en núna nenni ég ekki meiru. Er farin að ná í þvottinn minn og ég ÆTLA að reyna að lesa mest af þessum 8. kafla í dag, er komin alveg ágætlega langt, en verð að fara að klára hann.
Anna Lóa, sem er að fara í klippingu á mánudaginn, enda komin tími til
Myndin er ógeð, en sést hvernig hárið á mér er orðið. Þetta kvöld gat ég ekki einu sinni greitt það!
Takk fyrir mig og komment takk!
Athugasemdir
Eyj ég vona að ég hitti á þig í sjallanum sæta:D
Maya (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 18:41
Jibbí.. AnnaLú kemur á morgun með appelsínusafa handa mér
Sunna (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.