18. september

 Hlutir sem ég þoli ekki, eða gjörsamlega hata, við Reykjavík og nágrenni!!!

 

  •  Það er ALLTAF rigning hérna. Ég er sko ekkert að ýkja eitt né neitt - ég er búin að búa hérna núna í á fjórðu viku og það var EINN dagur sem það rigndi ekki og það var fyrsta skóladaginn minn. Ég er núna komin á þá skoðun á þá voru þessir blessuðu veðurguðir bara að láta mig halda að þetta væri ekki jafn slæmt og ég hélt alltaf, en NEI.
  • Fólkið hérna heldur að umferðamerki séu bara til þess eins að mæla með því hvernig sniðugt er að keyra. 
    • Nýkomið rautt ljós þýðir : gefðu allt í botn
    • Biðskylda og hvað þá stöðvunarskylda eru til skrauts
    • Ef fólk vill beygja þá gefur það stefnuljós (þegar það nennir) og beygjir, athugar ekkert hvort manneskjan sem er fyrir aftan eða hliðina hafi tekið eftir því
    • Sumir gefa stefnuljós til hægri en beygja svo til VINSTRI
  • Fólk er alltaf að drífa sig, hvort sem það er of seint eða bara yfirhöfuð í svona vondu skapi. Fólk er meira segja að drífa sig kl.7.07 á morgnanna. Hvert er svona nauðsynlegt að fara að þú þurfir ekki aðeins að stofna þínu lífi í hættu heldur allra annarra líka?
  • Það sem er ekki í Reykjavík, á Reykjavíkursvæðinu eða á Reykjanesinu er bara ekki til.
    • Það er í alvöru til fólk sem heldur að það sé hvergi malbik fyrir austan og það heldur að það megi dolla sér á 100kmh á mölinni
    • Þar sem ég veit hvernig ísbílinn lítur út og hef séð hann þá er ég úr sveit og er stórundarleg
  • Afgreiðslufólk er yfir höfuð mest allt dónalegt - ég er ekki að segja að þú lendir ekki í dónalegu afgreiðslufólki á Akureyri en ég hef nú allavegna ekki lent þar í að afgreiðslustelpan sé að skrifa sms meðan ég er að leita af kortinu mínu
  • Fólk móðgast ef þú spyrð hvort það eigi heima í Reykjavík þegar það á sko heima í Kópavogi. Eins og það sjáist utan á fólki.
  • Ég hef komist að því að stundum skil ég ekki hvað fólk er að meina þegar það er að tala við mig
    • Hvað ertu að fara að gera Á helginni?
  • Fólk hefur nöfn yfir allt og kallar allt einhverju öðru en nafninu sínu og flest nöfnin enda á -ó
  • Ég bý ekki í Reykjavík en ég veit samt hvað helstu skemmtistaðirnir hérna heita. En fólk hérna hefur ekki hugmynd um hvort ég sé að meina búð, bílaverkstæði, endurhæfingarstöð eða bara eitthvað allt annað þegar ég segist vera að fara í Sjallann. Ég hélt að lang flestir  hefðu heyrt í útvarpinu auglýsingu eins og ,,X er á föstudaginn á Nasa og svo í Sjallanum Akureyri á laugardag"
  • Í siðfræðitíma hjá mér um daginn, þá var kennarinn að tala um boðorðakenninguna og eitthvað svoleiðis rugl, og hann er að krota á töfluna og spyr okkur ,,bíddu er Guð ekki skrifað með stóru G-i" ..og þá heyrðist í einum nemendanum (án gríns) ,,jú og með V" ..!
  • Þegar það verður bílslys og sagt frá því á www.mbl.is , einsog um daginn þegar gaur keyrði á steypuklumb, þá er það fyrsta sem fólk segir ,,þessi var pottþétt ekki héðan"
  • Kennarinn minn setti orðið ,,meidd" inn í powerpoint showið sitt  og var þá að tala um skemmd eða sár
    • Hver segir MEIDD yfir skemmd í taugafrumu?
  •  Ég hef ekki enn verið hérna í Reykjavík og á því litla svæði sem ég þarf að vera á yfir daginn án þess að sjá, heyra í, eða sjá eftir bílslys.
    • T.d. í dag þá var amk 4 bíla árekstur - aftanákeyrsla
    • Meira en 300manns voru teknir fyrir ofhraðann akstur um daginn á EINUM gatnamótum. Ég var að bíða á beygjuljósi og myndavélinn smellti amk 3x af á þeim tæpum tveimur minútum meðan ég beið
  • Svo síðast en ekki síst : Pulsa er ekki orð! Heimskulegasta auglýsing Íslands er ,,pulsaðu þig upp í sumar - íslendingar borða SS pylsur" . p-Y-l-s-u-r

Svo núna hef ég aðeins komið pirringinum frá mér!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Og af þessum ástæðum er meðalaldur Reykvíkinga um 59 ár

Halldór Sigurðsson, 18.9.2007 kl. 17:33

2 identicon

Ekki gleyma fávitunum sem sitja út í bíl á planinu með flautuna í botni. Eða sú staðreynd að þriðji hver bíll á bílaplaninu hjá íbúðarblokkum á kvöldin er á rauðum númerum þannig að það er ekki séns að koma bílnum í stæði.

Viðar (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 19:25

3 Smámynd: Eyrún Elva

Hahaha og allan þennan tíma hélt ég að ég lifði í misskilningi - að það væri bara mýta að suðurhornið væri virkilega svona! Gott að vita í tæka tíð hvernig málin standa... (annars bara að kvitta fyrir innlitið )

Eyrún Elva, 18.9.2007 kl. 20:16

4 identicon

já.. það er líka ekki hægt að hlusta á úvarp án þess að heyra "á þessum rigningadegi" eða eitthvað í þá áttina svo lítur maður út og það er bara glampandi sólskín eða jafnvel snjókoma.. en neeeei það er bara verið að tala um reykjavík því einmitt vegna þess að það er ekki til neinn annar staður á landinu! 

 ég elska akureyri

Sóley (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 20:45

5 identicon

Knús ástin....

Sunna (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 22:03

6 identicon

Sæl anna mín sæta!! sammála þér um margt af þessu! hvað er að þessu liði? alltaf rigning og ekkert til á íslandi sem er ekki út í sveit, en er samt ekki í rvk. eina menningin er í reykjavík samkvæmt þessu liði. eeen það er auðvitað kostir líka! en þetta með ''pulsuna'' í rauninni ættum við að segja ''pulsa'' þar sem ''y'' er borið fram ''u''. eins og er enþá t.d í færeyjum og finlandi! eeen á íslandi segjum við ''y'' eins og ''i'' þannig að mér finnst eyginlega að það eigi að segja pilsa þó að pulsa sé ekkert endilega vitlaust..
lov jú. atli

atli steinn (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 10:36

7 identicon

Heh góð pæling hjá Atla

En annars mæli ég með að þú farir og kaupir þér feita Pizza Hut pizzu og súkkulaðiköku á eftir og farir svo í Kringluna og kaupir þér skó.. Ef þú vilt ekki kaupa skó, þá kaupiru bara skó handa mér hahahahha 

Brostu framan í heiminn ástin... 

Sunna (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 10:58

8 identicon

Jamm, Sunna, kannski ætti ég að leyfa mér að njóta lífsins og reyna að finna hamingjuna hérna í rigningunni og leiðindunum

En Atli, veistu, íslenska er fallegt mál og við verðum að varðveita það og ég ætla ekkert að fara að taka um eitthvað danskt juí (y) bara svona afþví að danir gera það. Og hvað þá ef Finnar og Færeyingar gera það ..íslenska er íslenska og þó að fólk finnist það bjánalegt þá er þetta pylsa og því skulum við segja pylsa (og borið þá fram piiiiilsa)

Anna Lóa (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 16:17

9 identicon

Vá, jákvætt blogg

 en það styttist nú í að Michael komi til þín og þá verður allt betra

 Þyrftum svo að fara að hittast, mætti halda að við byggjum ennþá í sitthvoru landinu! En já þú býrð náttla bara út í sveit, hehe

Ruth (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 20:32

10 identicon

Aha.. ég/mig/mér hefur aldrei langað sérstaklega að búa í reykjavík en þar er gott skyndibitafæði :) pizza hut, kfc.... mmm verður að kunna að meta góðu hlutina í lífinu anna mín hehe :) svo geturu alltaf skellt þér í keilu!! =) 

Binna (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 07:32

11 identicon

hehehe ég varð að kommenta á þetta hehe vá hvað ég mundi ekki fíla mig þarna enda þegar ég er komin útúr blessuðu hvalfjarðagöngunum þá vil ég snúa við strax hehe en ég ætla nú samt að segja þér að njóta þess góða þarna þar sem þú kemst í sjoppu eftir átta á kvöldin og í búð eftir fimm á daginn á sunnudögum hehe við skulum ekkert telja upp meira sem er betra hjá þér en mér hehe bið að heilsa í bili sæta ;)

Ása (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband