Að vera í rútu..

..getur verið fyndið..

Þar sem ég fer í rútu nánast 2x á dag á hverjum virkum degi þá fer maður að spá og spekúlera í fólkinu í kringum sig. Flestir eru nú bara í sínum eigin heimi og þá lesandi bók, fréttablaðið eða bara hlustandi á tónlist og virða fyrir sér fallega Reykjanesið Sick ..

Óvenjulegasti farþegi dagsins var  ánefa kærustuparið sem sat við hliðin á mér. Það talaði saman á ensku, en þar sem gaurinn var að lesa fréttablaðið býst ég við að hann hafi verið íslendingur. En anywho, þá voru þau voða sæt og kúrðu saman í sætunum sínum. Ég, með mína störukunstir tók eftir þessum rosalegu gulbrúnu nöglum. Fyrst hryllti mig við því að stelpan gæti verið með svona stórar nelgur án þess að vera að þrífa þær eitthvað. Því liturinn var ógeð. En neibb, þá var þetta neglurnar á GAURNUM! Ojjj.. Shocking ..hryllingur..vá hvað mig klígjaði. Svo var gaurinn alltaf að klóra svona laust í handabakið á stelpunni, baaaaaa.. Ógeð..

Fyndnasti farþegi dagsins var gamli karlinn sem sat fremst í rútunni. Hann var auðvitað spenntur í belti. En það var greinilega ekki nóg fyrir hann þar sem hann ríghélt í það með annarri hendinni og hélt svo dauðahaldi í gardínurnar með hinni Woundering ..agalega krúttilegur eitthvað.. En svo um leið og við komum út úr Hafnafirði þá róaðist sá gamli og sleppti gardínunni sem var orðinn eytt eftir handartakið hans og byrjaði að blístra. Og hann blístraði alla leiðina þangað til ég gat hent mér út úr rútunni.

 

En núna verð ég að leggja mig áður en ég fer að læra. Get varla haldið augunum opnum lengur. Kem með skemmtileg update á morgun af rútuferðunum mínum. Bíðið spennt og haldið hestunum ykkar.

Anna Lóa Svansdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha þú ert nú meiri..

Sunna (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 16:07

2 identicon

HAHAHAHHAHAHAHHAH haldiði hestunum ykkar heheh þú ert snilli hehhehehehe

 Hefur þú samt pælt í því að blogg hjá einhverjum öðrum gæti hljómað svona  "skrítnasti farþegin : Stelpan sem starði á alla" ;) hehehhehehehehhehehhe

en já gott blogg heheh  

Hafdís (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 21:48

3 Smámynd: Anna Lóa Svansdóttir

Hehe..jamm Haddý..það væri fyndið að vera að flakka um netið og einhver væri að blogga um stelpuna sem var að stara á fólk í rútunni.. guilty as charged..hehe..

Anna Lóa Svansdóttir, 24.9.2007 kl. 22:00

4 Smámynd: Anna Lóa Svansdóttir

Annars Haddý - djös rúst og face var þetta á mig ..

Heyyy..ef ég er innskráð þá þarf ég ekki að reikna til að kommenta.. gaman að því, víí.. heilinn ekki alveg að virka eftir alltof langa lærdómstörn..

Anna Lóa Svansdóttir, 24.9.2007 kl. 22:01

5 identicon

hihí þú ert æði:)

Hafdís (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband