25.09.07

Skrýtnasta farþeginn í dag var stelpan sem ég settist hjá. Þoli ekki að ég er í síðasta hollinu sem rútan tekur upp svo fólk er alltaf búið að taka helmingin af öllum sætunum og nota hinn helminginn undir töskurnar sínar. Svo þegar maður gengur inn í rútuna þá horfa allir á mann með morðaugum : þú færð ekki að sitja hjá mér. Svo ég ákvað að velja stelpu sem leit nú út fyrir að vera ágætlega næs og spurja hana hvort ég mætti hlunka mér við hliðin á henni. Hún umlaði eitthvað og færði svo finally töskuna sína. Ég hefði nú frekar bara átt að sitja á gólfinu þar sem þegar við vorum varla búin að keyra í 5 min þá var gellan farin að bora í nefið Shocking ..og þá bara eins og litlu krakkarnir gera : stinga puttanum eins og hann kemst og skoða svo vandlega það sem kemur út með honum. Þetta stundaði hún alla leiðina til Reykjavíkur og ég þorði ekki að líta af henni vegna hræðslu um að hún myndi missa eitthvað af þessum óbjóði á mig.

Afrek gærdagsins var ánefa að mér tókst að vera 3 tíma að skrifa 3ja bls "ritgerð". Það var ekkert smá erfitt að gera þetta þar sem maður hefur ekkert gert neitt svona í alltof langan tíma. Vissi ekkert hvernig ég ætti að fara með heimildir og vissi bara ekki baun.

 

En annars átti ég tvö góð samtöl í gær :

Samtal #1

María : Hæ 

Ég : öööööööö.. hæ *hugsandi, hvaðan í fjáranum ég átti að þekkja þessa manneskju*

María : Ég er María og er frænka þín

Ég : *kviknaði loxins á perunni* Já, auðvitað. Mamma var búin að tala um að þú værir í skólanum

María : Já, ég var ekki viss um hvort ég myndi þekkja þig, en svo vissi ég að nefið gæti nú ekki farið framhjá mér.

Pinch

 

Samtal #2

KK kennari er að tala um hormón og fer að tala um karlkynsgetnaðarvarnarpillur.

Ég : Já, er ekki búið að búa til pillur sem karlar eiga að taka 1 klst áður en....

KK kennarinn : ..áður en?

Ég : ööö *roðna* ..hehe.. *flissa*

KK kennarinn heldur svo bara áfram að tala um efnið og er að spurja okkur meira um hvað okkur finnst.

Ég : Það er pínu bjánalegt að ákveða bara : ,,eftir klukkutíma ætlum við að..."

KK kennarinn : Hvaaa, hefuru eitthvað á móti löngum forleik?

Shocking

 

Svona er lífið mitt í hnotskurn þessa dagana. Haldið niðrí ykkur andanum eftir næstu fréttum. 

Anna Lóa sem er einmana


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe, kennarinn þinn hefur greinilega ekki sama húmor og einn af mínum kennurum. Það er ótrúlegt hvað hægt er að finna skemmtileg orð í stærðfræðinni!! og ennþá léttara þegar allir eru með svefngalsa og geta ekki hætt að hlægja.

og greinilega mjög spennandi rútuferðir hjá þér

Ruth (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 17:37

2 identicon

Já, þetta er það mest spennandi í lífinu hennar Önnu Lóu;)

Annars finnst mér samtölin frábær hahaha..

Sunna (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 19:50

3 identicon

Snildar samtal við kennara þinn.

Steffy (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 20:44

4 identicon

bwahahahahaha

Áttir bara að segja við kennarann; bara þitt að komast að!! Ætli það hefði nokkuð verið uppi á honum typpið þá!!

ojjjjj þetta er reyndar soltið perralegt:S

Sunna Eir (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 20:56

5 identicon

hahahhahahah "Grétar hvað ætlar þú að gera í dag???" hhahahahahahhahahahah það var snilld en ég heyrði nokkuð góða sögu um daginn það var stelpa í vma sem var í stæ að læra um markgildi sem flest allir vita er táknað sem "lim" hehehe og þar sem hún á texas instrument vél sem ENGIN kann á þá rétti hún upp hend og svona kennari "hvernig set ég lim inn" ahhahahahhahah 

Hafdís (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband