Föstudagur

Búið ykkur undir laaaaaangt blogg, eða ekki Tounge

Spurning dagsins : hvað er verra en að búa með karlmanni??

Svar : búa með tveimur þjóðverjum

 

hahahahahahahaha

 

 Manneskja mánaðarins er pottþétt amma mín. Hún er æði. Ég, Michael og Christian kíktum sem sagt í heimsókn til hennar á þriðjudaginn. Við fengum saltfisk-ofnrétt sem var mjög góður. Held að þetta hafi verið í fyrsta skiptið sem ég borða saltfisk (mamma, rétt?) En anywho, þá fengu við smá rauðvín með matnum og annars konar öl, sem uppskar það að Christian greyið gat ekki borðað morgunmat daginn eftir vegna þynnku. En eftir smá gubbu hjá afleggjaranum á Fróðárheiði þá var hann fínn. 

En hún amma mín er þannig að hún vill að maður sé alltaf étandi þegar maður er í heimsókn og því var alveg skelfing fyrir hana að hafa Christian svona þunnan. En hún átti mörg gullkorn :

  • Hún var að búa um Christian og hann var að hjálpa henni og svo heyrði ég bara : er þetta í lagi, helduru að þú dettir nokkuð? Detta? Búmm í gólfið? Á meiða sig?
  • Anna Lóa, hann Kristjááán vinur þinn skilur nú bara ekki neitt sem ég segi. Amma, hann er búin að vera hérna í þrjá daga svo það er kannski ekki furða. Og hann heitir Christiaaan.
  • Hún hrósaði mér fyrir að hafa fitað Michael svona Woundering
  • Hún leik auðvitað allt eins og í síðustu heimsókn, sem var auðvitað draumur út í gegn.
  • Svo söng hún fyrir okkur lag sem einhver karl hafði kennt henni, því hún er sko að fara á leik í Barcelóna á morgun og þar sem Eiður Smári á víst að vera í liðinu þá hljómar lagið svona : Eiiiiiður Smááááriiiiiii Guðjóhnseeeeeeeen, Baaaaaarcelonaaaaaaaaa. Yndislegt.
  • Hún hafði áhyggjur að hrísgrjón, kartöflur OG brauð væri ekki nóg meðlæti með ofnréttinum.

Annars hef ég haft það ágætt síðan síðstu skrif, fyrir utan smá ves. Kem vonandi með einhverjar myndir með næsta bloggi. 

Anna Lóa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehehe já amma þín er fyndin. Nú hef ég líka komið í heimsókn til hennar:) Þvílíkt skítaveður á þessu nesi samt, utan við SÍÐASTA daginn taktu eftir. Þá var sól og heiðskírt og næstum því logn. Og við sáum jökulinn:p Hehe.. En nú er ég komin heim víví.. Heyri í þér bráðum. Knús.

Sunna (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 09:03

2 identicon

Hhahaha djöfull hefði ég viljað heyra Eiðs Smára lagið=) og svöl amma að fara á fótboltaleik ;) afhverju hefuru aldrei kynnt mig fyrir ömmu þinni hehe hljómar eins og eðaldjammböddý.. ps er eðaldjammböddý 1, 2 eða 3 orð?

Binna (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 15:51

3 identicon

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAAH

ÉG GRENJAÐI AF HLÁTRI ÞEGAR ÉG LAS ÞETTA!!!

hún er svo æðisleg ;)

Sigrún Erla (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 17:05

4 identicon

Haha amma þín er bara findinn kona.

En alltaf gaman að lesa bloggið þitt.

Sjáumst vonandi 19eða 20

Steffy (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband