9.10.2007 | 20:50
9. október
Talandi um að þetta sé ekki okkar dagur, en well
Dagurinn byrjaði ágætlega á því að við vorum í fyrsta skiptið í 9 daga að vakna ein heima. Það var ljúft. En svo var bara rúntað til Reykjavíkur og Michael mætti í vinnuna síðan, sinn fyrsta dag. En ég rúntaði bara í skólann og fór í fyrsta skiptið á bókhlöðuna, hehe.
Ég hitti Júlíu þar og við vorum að spjalla á kaffiteríunni um hvað okkur leiddist í skólanum þegar einhver kall fer að skipta sér af því sem við vorum að segja. Hann sagði að Nám væri sko ekkert til að prufa bara og hætta svo ef þetta væri ekki eitthvað sem maður vildi. Nám kostaði peninga og maður ætti bara að klára það sem maður byrjar á. Svo fór hann að hálf-öskra á okkur að sjómenn væru að deyja fyrir okkur og svo sagði hann DEYJA aftur og horfði á okkur með grimmdar augum ..við vorum eitthvað að reyna að svara fyrir okkur og Júlía sagði að ekkert nám væri tilgangslaust og það hnussaði gaurinn bara. Algjör ljúflingur.
En svo var næst komið að fara í tíma. Byrjaði fyrst frekar rólega á 45 min "verklegum" tíma þar sem við fengum að skoða ýmis fóstursýni. Alveg frá nokkra daga upp í 20 vikna. Mjög svo krípi.
Svo byrjaði gamanið. Fósturfræði tími með læknanemunum. Við sjúkraþjálfunarpakkið mættum audda fyrst og flest hlunkuðu sér saman. Nema Anna Lóa, hún neyddist til að sitja við eitt af þeim þrem borðum sem gerð eru fyrir örvhenta! Auðvitað eru þessi borð, fyrir fólk eins og mig, sett út í horn. Svo þar sat ég í sveitta þrjá tíma og hlustaði á hvernig apar þróuðust í menn eða eiginlega meira hvernig apar þróuðust EKKI í menn.
Allavegna þá er ég alveg að farast yfir þessum skóla mínu og ég veit ekkert hvað ég á að gera með mig. En ég reyni mitt besta, sem er nú ekki mikið, haha .. En á morgun erum ég og Michael að fara með rútu í vinnuna slash skólann. Það verður eitthvað fróðlegt. Spurning hvort við fáum að sitja saman eða bæði hjá eitthvað misshressu fólki.
Anna Lóa sem hatar enn Reykjavík
p.s. ég spurði tvo stráka í bekknum mínum í dag hvort þeir vissu hvað brók væri. Þeir umluðu eitthvað sem enginn skildi, en vissu þó að þetta væri orð yfir nærbuxur. En þeir viðurkenndu að þeim myndi aldrei detta í hug að segjast klæða sig í brók á morgnanna.
Athugasemdir
Það var nú meiri æsingurinn í manngreyinu í morgunn...er ekki frá því að ég hafi vaknað við þetta...en þú gleymdir að segja að hann vildi meina að fólk sem hættir í námi ætti ekki að hafa rétt á byrja í neinu öðru námi...ef þessi maður var að hafa áhyggjur af því að þurfa að borga fyrir mitt háskólanám þá þarf hann þess ekki...ég held ég eigi nú eftir að borga fyrir það sjálf í framtíðinni þ.e. með sköttum...en gaman að sjá þig, þú verður að fara að kíkka í heimsón e-n tímann
Júlía MIST (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 22:32
Kallinn er bara hnetukassi...
En lovjú.. þarf að fara að heyra í þér
Sunna (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 10:07
Já heyriði það!! Ekkert bölvað væl, það er fólk að deyja!!! Mætti halda að við værum í Afríku, hehe.
Ása (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 11:13
Hnetukassi...hahaha..sunna ástin, þú ert best..
En jamm Júlía, það var gaman að heyra í þér verðum að fara að hittast fljótlega aftur :) ..kíki kannski í heimsókn um helgina ef ég og Michael verðum ekki of löt :P
Anna Lóa Svansdóttir, 10.10.2007 kl. 17:24
Hann ætti að fara í flugnám :p hehe
Kostar það ykkur nokkuð upp undir 300 þúsund kall að falla og taka próf aftur...það er slæmt!
Siggi Stein (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.