16.10.2007 | 09:15
Þriðjudagur
Ég var að læra heima í gær og ég hélt að Michael yrði ekki eldri. Ég hlammaði mér niður, með eina feita beina/tauga/vefja sýnis bók, teikniblokkina mína, stílabókina, beinaheftið, liðaheftið, beinaveskið mitt og TRÉLITINA mína. Þetta dreifði ég svo útum allt og teiknaði vöðva og fleira í rúman klukkutíma. Ég er í háskóla og ég læri heima með trélitum, mér finnst það fyndið, Michael hélt fyrst að ég væri nú að grínast, hehe.
Ég held samt að ég hafi gengið alveg frammaf sumum í dag, hehe. Ég var búin í skólanum kl.16.05 og ég tek alltaf rútuna kl.18 til að taka sömu rútu og Michael. Ég nennti ekki að labba upp á bókasafn svo ég labbaði bara upp á BSÍ og kom mér vel fyrir þar á einu borðinu og lærði í tvo tíma. Vá hvað fólk var farið að standa upp og þykjast lesa eitthvað á veggjunum bara til að athuga hvað ég væri eiginlega að gera. Svo starði það svo á bækurnar mínar meðan það labbaði framhjá mér. Ég náði að leiða þetta hjá mér en svo kom flugrúta með skrilljón manns, þannig að hurðin var opin aðeins of lengi, því það myndaðist gegnumtrekkur og daraaaa öll blöðin mín út um hálfa BSÍ. Manngreyið sem vinnur við að þrífa þarna og taka upp ruslið horfði á mig með drápsaugum. Lagðist svo niður á fjórar og byrjaði að taka upp dótið mitt, ég var alveg sveitt við að stöðva hann frá því að henda þessu í ruslið.
Annars ætti ég að fara að trítla upp á Læknagarð. Er að fara í "verklegan" tíma núna á eftir kl.10. Vonandi verða enginn dauðir kettir eða eitthvað verra. Held að það séu "bara" bein, sem við erum að fara ða skoða í dag.
Anna Lóa sem litar í skólanum
Fróðleikur dagsins : beinin sem notuð er á Læknagarði í kennslu eru úr indverjum!
Athugasemdir
haahahah, ekki væri ég til í að beinin úr mér væru notuð í kennslu hehe, en ef þetta væru pólverjar væri sagan allt önnur ;) nei okey, það má ekki segja svona...
Sóley (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 15:23
Haha úbs með blöðin...en samt soldið..eða nei..kanski ekki!
Takk fyrir kveðjuna í morgun :) :*
Sigrún Erla (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 13:27
úff, alltof þreytt til að byrja á því að reikna þetta!!! hehe
en snilld að geta notað tréliti
ég væri sko alveg til í það!
Ruth (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 09:38
jamm vildi ad ég gæti notað tréliti.. eða nei þá þyrfti ég að kaupa tréliti :P hehe..betra að skoða mannabein en kisubein allavega!
Binna (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 17:06
Binna, þegar við vorum að skoða kisurnar þá voru sko ekki kisubein, heldur eiginlega allt annað..
Anna Lóa (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.