Blogg?

Fyrir hvern í ?*#$%(&#! er ég eiginlega að blogga? 

- Er ég að blogga fyrir sjálfa mig? Þá get ég alveg eins haldið dagbók og skrifað þar niður allt þetta rugl sem mér dettur stundum í hug.

- Er ég að blogga fyrir fjölskyldumeðlimina mína sem langar að hnýsast í það sem ég er að gera? Tjékka á því hvort ég sé að haga mér fallega og skemmta mér þeim til sóma?

- Er ég að blogga fyrir vini mína, sem eru staðsettir útum allan heim svo þeir geti fylgst með mér?

- Er ég að blogga fyrir þá "vini" mína sem hringja aldrei í mig og eina sem þeir vita um mig er það sem þeir lesa hérna á blogginu?

- Er ég að blogga fyrir fólkið sem þekkir mig ekkert? En hefur bara ekkert annað að gera en að lesa blogg hjá fólki sem það veit ekkert um.

- Er ég að blogga fyrir fólkið sem þekkir mig varla, rétt aðeins kannast við mig og finnst gaman að njósna um mig?

- Er ég að blogga fyrir fólk sem þekkir mig, en talar illa um mig við annað fólk en bara verður að vita hvað ég er að gera?

- Er ég að blogga fyrir fullorðna fólkið í Ólafsfirði sem hefur ekkert annað að gera en að lesa um það sem unga fólkið er að gera?

 

Seg ÞÚ mér fyrir hvern ég er að blogga og afhverju og þá gæti ég hugsað mér að byrja aftur?

 

 

Anna Lóa sem veit ekki fyrir hvern hún er að blogga
 
Ég
Good days 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert að blogga fyrir mig!!!

Því ég er alltof léleg að hringja í fólk bara til að spjalla. ég er líka alltof léleg að koma í heimsókn, kom aldrei til Keflavíkur og ekki er tími til að koma til akureyrar fyrr en í desember! og ég þarf sko að forvitnast um þig, tékka hvað þú ert að gera og hvort að þú sért ekki að hegða þér vel

svo haltu áfram að blogga þó að það sé ekki nema bara fyrir mig

Ruth (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 10:16

2 identicon

Hmm..

-  Mér finnst gaman að skoða gömul blogg sem ég hef skrifað, þá man ég eftir einhverju sem ég skrifaði um, svo já, kannski eitthvað fyrir sjálfa þig.

- Ég held að fjölskyldunni þinni þyki gaman að lesa um þig, myndi nú varla segja að það væri hnýsni??

- Já þú ert pottþétt að blogga fyrir vini þína

- Hinir "vinir" þínir hafa örugglega gaman af ruglinu í þér líka Stundum hættir maður líka sjálfur að heyra í fólki án þess að taka eftir því.. 

- Pældu hvað þú skemmtir fólkinu sem hefur ekkert annað að gera en að lesa blogg! Gefur lífinu gildi

- Skemmtir líka forvitna fólkinu sem þekkir þig varla!

- Nú ertu að blogga fyrir svo marga að við gleymum bara fólkinu sem er vont í sér og forvitið Enginn er fullkominn og ekki við heldur.. 

- Fullorðna fólkið verður örugglega ungt í anda af því að lesa bloggið þitt!

Ekki pæla svona mikið í þessu hihihi.. Þú ert bara að blogga fyrir vini þína og þá sem þig langar til að blogga fyrir, hinir skipta engu máli. Knús

Sunna (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 10:24

3 identicon

þú mátt alveg blogga fyrir mig ég er í þessum flokk vinir innan gæsalappa ég hringi aldrei í þig og þekki þig nánast bara út frá blogginu en veit eitthvað um þína fortíð hehe en hef nú samt gaman að því að kíkja á bloggið þitt...

Ása (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 10:42

4 identicon

bloggaðu fyrir heiminn ástin! aldrei að vita hver les bloggið.. enginn les mitt blogg! en það er gaman fyrir mig að lesa það seinna.. ég nenni ekki að skrifa eitthvað sem enginn má sjá, en er samt eiginlega sama þótt enginn sjái það..

bloggaðu! 

atli steinn (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 10:45

5 identicon

Ég les bloggið.... en ég flokkast í "vini"...

mér finnst gaman að sjá hvað þú ert að bralla og hvernig þér gengur..:)

Ég þekki þig nánast bara frá blogginu í dag en þekkti þig nú ágætlega í Vegnesti..

Jenný (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 11:41

6 identicon

Þú ert líka að blogga fyrir mig, mér finnst alltaf gaman að skoða bloggið þitt.

Ása H. (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 12:03

7 identicon

Ég kíkji annað slagið á þetta.....og aldrei hringi ég

Ágúst B (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 12:30

8 identicon

Þú ert að blogga fyrir mig og Daða :)

Ekki tölums við mikið í síma, ég er víst þekkt fyrir að vera löt við það...

plíiiis ekki hætta :)

Sigrún Erla (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 13:51

9 identicon

Ég les bloggið þó ég skilji ekki oft eftir komment en ekki hætta þá verður enn leiðinlegra í skólanum

Júlía (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 19:53

10 identicon

Ætli ég sé ekki ein af þeim seku sem forvitnast og kvitta aldrei, en ég reyni samt að muna eftir því;) Vona allavegana að þú hafir það sem best:)

Sunna Eir (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 22:37

11 identicon

Þú ert ekki að blogga fyrir mig veit ég, en það er ágætt að geta lesið hvað er að gerast hjá þér...þarsem við hvorki tölumst né hittumst á neinn annan hátt.

Palli (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 17:57

12 identicon

þú ert að blogga fyrir mig! :)

en ef þú vilt ekki að fólk sé að hnýsast er alltaf gott að láta bara lykilorð.. þá ertu bara að blogga fyrir þá sem þú vilt blogga fyrir!  

Sóley (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 10:20

13 identicon

Hæ. Ég kíki stundum á bloggið þitt og hringi svipað oft.

Ég vona að þú sért bara að blogga fyrir þig sjálfa en engan annan og hvort það er útaf einhverri þörf eða öðru þá kemur það engum við.

Þú ert orðin fullorðin manneskja og þú mátt gera það sem þér sýnist og hvort það er mér eða öðrum til skammar eða stolts, þá verður bara að hafa það. Ég er allavega stoltur af þér ;o)

Vertu bara þú sjálf og þannig viljum við hafa þig um ókomna tíð.

Bestu kv. til ykkar

Pabbi 

pabbi (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband