8.11.2007 | 12:28
8. nóvember
Hæ elzkurnar mínar. Fyrst ætla ég að þakka ykkur fyrir að segja mér fyrir hvern ég er að blogga. Líður mun betur núna með þetta og hef ákveðið að gera einsog ástin mín, hún Sunna sagði. Að blogga fyrir þá sem ég vil og hinir skipta bara engu máli. ..
Það hefur of margt gerst. Veit ekki hvar ég á að byrja. En þar sem ég er ekki í fýling fyrir eitthvað nöldur og væl blogg þá skulum við bara hafa þetta ísí.
- Ég fann loxins þann styrk sem ég þurfti til að segja upphátt að ég væri hætt í skólanum. Ég er sem sagt hætt í sjúkraþjálfun í HÍ
..Mér fannst rosalega gaman í skólanum og allt þvílikt spennandi sem við vorum að læra, en því miður var ég bara ekki að líka við þá hugsun að útskrifast sem sjúkraþjálfari. En þetta er eitthvað sem ég vissi alveg í vor þegar ég skráði mig í sjúkraþjálfun að ég myndi kannski hætta. En gæti ekki vitað það nema að prufa, ég komst í gegnum inntökuprófið og því ekki að prufa
- Við keyptum okkur flug til Þýskalands og förum út þann 19. nóvember og komum aftur til Íslands 26. nóvember. Hlakka rosalega til, víí
- Við erum flutt aftur til Akureyrar. Michael byrjaður aftur hjá Miðstöð og gæti ekki verið ánægðari. Ég er einsog er enn atvinnulaus en gæti vel verið að ég byrji að vinna á morgun eða hinn. Læt ykkur bara vita þegar ég veit það betur.
- Við erum í íbúðarleit :
Leiguíbúða markaðurinn á Akureyri hefur aldrei verið jafn hræðilegur og þessar vikurnar. Íbúðirnar sem mér hefur verið boðið að skoða hafa verið eftirfarandi :
- Hús í gamla bænum á Akureyri : Samtalið við stelpuna sem á húsið var orðrétt svona : Ég er með til leigu, lítið og krúttilegt hús í gamla bænum. Húsið er mjög fínt að innan nema það eru reyndar mýs í einum veggnum!
Haaaaallóóó, hver reynir að leigja húsið sitt / íbúðina sína með einhverju svona? Jeminn.
- 55fm íbúð í Laxagötu : Fyrsta lagi þá hafði ég ekki hugmynd um hvar Laxagata væri, en þegar ég vissi að hún væri við hliðin á Ríkinu þá var ég nú að spá í að segja bara nei. En ég fór og skoðaði, og stelpan sem bjó þarna áður hafði reykt svo ógeðslega inni hjá sér að það var varla líft inni í íbúðinni Konu greyið sem átti íbúðina var alveg miður sín, vissi ekkert að þessu. Ég er ekki að fara að búa inn í reykingakompu í næsta húsi við Ríkið.
- Íbúð í Norðurgötu : Kata gerði endalaust grín af mér að hafa ekki bara sagt nei strax í símann því þegar ég fór þangað að skoða, þá hringdi ég í konuna og sagði að því miður gæti ég ekki komið vegna persónulegra ástæðna, en ástæðan var að húsið var svo ljótt að utan að ég var við það að gubba. ..þorði alls ekki inn fyrir dyrnar..
- Íbúð í Brekkugötu : Ég ætti að læra að segja ekki alltaf allt sem ég hugsa, því þegar ég var að tala við þennan, þá sagði hann mér að íbúðin væri 37fm og þá missti ég út úr mér : Og kallaru þetta íbúð? Vá hvað ég skammaðist mín. Jeminn. En well.
- Svo eru nokkrar hringingar búnar að vera með leigu 80-100. þús og plús (nei takk) og íbúðum MEÐ húsgögnum (again nei takk). Svo þetta er algjör draumur þessa daganna að finna íbúð.
Svo ef ÞÚ veist um einhvern sem vantar leigjanda endilega láttu mig vita. Búum núna í ca 12 fm herbergi, alveg meiriháttar sko. Rekur hausinn í hurðina þegar maður fer framm úr rúminu. Hahaha, kannski ekki alveg. Þetta er ekkert það slæmt, mér finnst þetta reyndar alveg ágæt. Reyndar ekki mikill friður hérna, en þá bara rétt frá 7.30-17 ..annars er enginn hérna nema við, sem er gott.
Held að þetta sé barasta gott í bili. Dagurinn í gær var of erfiður til að tala um hann í dag. Ætla núna aðeins að horfa meira á Grey's Anatomy þar sem ég er komin á 226 og allt að gerast *gasp* ..er svo að DL 3ju seríu líka svo ég ætti að hafa eitthvað að gera næstu daganna, hehe.
Haldið annars áfram að kommenta
Anna Lóa sem er ekki hrifin af íbúðarmálum þessa daganna
Ég og elzkurnar mínar á Kaffi Akureyri 19.10.07
Athugasemdir
Víí blogg!!!
Kvittikvitt.. knús dúllan mín
Sunna (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 19:10
Held að það séu alveg nokkrir í þessari stöðu núna að vilja hætta. Ég er allavegana ein af þeim:( En ætli maður láti sig ekki hafa þetta allavegana í eitt ár.
En gangi ykkur bara vel að finna íbúð. Mér lýst vel á þessa með mýsnar;) hehe
Sunna Eir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 20:01
Ég er nú bara farinn að pæla í því að byrja að blogga...hehe;)
Ágúst (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 01:51
já ég kannast við þessi leiðindi... hata að leita mér af íbúð!
hver vill ibúð þar sem að það er ekki gluggi á svefnherberginu? haha
en ég er hrifin af því að þú ert byrjuð að blogga aftur jeij! :)
Sóley (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 10:18
Djöfuls snobb er þetta kona! Geturu ekki búið í sátt með litlu dýrunum eða í ýkt ljótu húsi.. hehe en ég giska á að þetta hafi verið Norðurgata 5 minnir mig, tvíbýli sem er gult og ógisslegt að utan! Held að frænka mín hafi búið þar einu sinni, reyndar ekkert svo slæmt að innan sko;)
Og 37 fermetrar er kannski stærra en þú heldur, allavega stærra en 12fm :P, vinkona mín býr í 28 og það er ágætt, en þið eruð nottla 2.. hmm :)
En gott hjá þér að hætta fyrst þér leist ekki á námið, ekkert vit í að halda áfram í einhverju sem maður vill ekki gera :D
Binna (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 10:47
HAHAHAHAH ætlar Binna kannski bra að taka að sér mýsnar ehhehehehe eins og heiladauða fólkið og kanínuna HAHAHAHHAHA bjargaði alveg deginum hjá mér;) híhíhí en jábbb Anna gangi þér vel sæta;)
Hafdís (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 12:40
Vá en spennandi íbúðamarkaðurinn þarna á Akureyris...
Djö líst mér vel á að þú sért aftur byrjuð að blogga! ;) stundum það eina sem heldur mér vakandi við lestur..hehe
En gangi ykkur vel að leita...þetta hlitur að takast á endanum...annars veistu af Brekkusel...hmm...það er samt ekki það ódýrast í bænum en þó Brekkuz :D
Sigrún Erla (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 19:46
öfunda ykkur ekkert af því að vera að leita af íbúð, ekkert svo gaman!
Ohh, mikið öfunda ég þig af því að vera að fara út! Væri sko alveg til í það!
Ruth (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 22:43
ana pana.. þið getið allveg búið hjá mér! nóg af plássi í mínu herbergi sko!
Ef þið kíkið til Offenburg og hittið óvart Alex frá kasakstan.. þá endilega skilaðu kveðju!
love, atli
Atli Steinn (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.