14.11.2007 | 07:07
Kaffi Ak og Pólverjarnir
Ég verð að viðurkenna að mér líður soldið vel eftir því að hafa lesið þessa frétt. Það verður víst hægt að fara á Kaffi Ak núna án þess að fimmtugir pólverjar séu að nudda sér upp við mann, klípa mann í rassinn og reyna að dansa mann út í horn.
Ég er ekki að segja að ég sé eitthvað á móti Pólverjum svona yfir höfuð. Ég hef alveg talað við ágætis fólk frá Póllandi. En þessi ákveðni hópur sem hangir þarna á Kaffi Ak og reynir að vaða í klofið á kvenfólki eru bara ógeðslegir. Ég á allavegna ekki eftir að sofa verr eftir að þetta hefur verið gert. Hlakka til að geta hætt að kalla uppáhaldsskemmtistaðinn minn á Akureyri Pólverjarstað.
Mér fannst þessi mynd fullkomin við þetta blogg. Á jólahlaðborði Esso í fyrra þá enduðum við flest öll á Kaffi Akureyri, þar sem þessi Pólverji var að svona asskoti skemmtilegur ..Ekki bætti heldur þessi fagurflotta jólapeysa sem hann var í. Anyways, flott pós frá Freyjunni minni
En yfir í eitthvað miklu skemmtilegra. Þá er ég komin með vinnu ..byrjaði á laugardaginn að vinna í eldhúsinu á FSA og finnst það bara ágæt, svona til að byrja með. Þetta er allavegna vinna
.. Verður alltaf skárra og skárra með hverjum deginum, svona þegar ég fer að læra hvað ég á að gera. Agalega leiðilegt að standa þarna einsog sauðhaus og vita ekkert hvað maður á að gera, hehe.
En best að fara að fá sér morgunmat og skella sér í vinnuna
Anna Lóa sem er að fara til Þýskalands á mánudaginn
Mucka og Trabantinn sem ég keyrði þegar ég var í Þýskalandi síðast
![]() |
Dónaleg framkoma ekki liðin“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
omg
..............svona framkoma er ógeðsleg.mikið skil ég samt af hverju þeim var meinaður aðgangur
.ég þekki lika til pólverja, sem eru fínasta fólk!
góður pistill hjá þér og til hamingju með vinnuna
Adda bloggar, 14.11.2007 kl. 07:56
Hehehe þú ert komin með Moggablogg
Híhí.. En þetta er alveg satt, Pólverjar eru fínasta fólk upp til hópa en þetta er ekki sniðugt til lengdar.
Hafðu það gott sæta mín
Sunna (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 09:47
Góða skemmtun í Þýskalandi sætabaun:) minz hlakkar þó til þess að fara að sjá þig kjútí;)
Hafdís (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 09:56
Þetta er auðvitað alveg hárrétt ákvörðun hjá vertinum á Akureyri. Hluti af þessum pólverjum hér eru hreinir ruddar sem líka nauðga víða um land.
Stefán (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 10:41
já maður er alltaf að heyra óskemmtilegar sögur af þessum pólverjum.. hahah
En til hamingju með vinnuna.. þetta fer bráðum að vera fjölskylduvinnustað hahaha
Sóley (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 11:12
Það er allt vitlaust á öllum Moggabloggunum útaf því að þetta komst í fréttirnar. Sem er kannski alveg rétt.. þótt Íslendingum sé vísað útaf stöðum og eru með vesen sem gerist nú oft, þá fer það ekki í fréttirnar??
Miiiiig langar til útlanda.
Sunna (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 16:12
Sem betur fer þessi óeðilega útlendingadýrkun minnkandi á Íslandi
Butcer (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 16:55
Hehehe geggjað... Til hamingju með vinnuna! =) þessi mynd er bara góð... En já anywhooo skemmtið ykkur geggjað vel í Þýskalandi!! Best að halda áfram að lesa um geðveiki og þunglyndi og fólk að deyja úr krabbameini.... ekkert smá upplífgandi námsefni jahh..
Binna (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.