25.12.2007 | 20:15
Jóladagur
Ég er ekki nógu hrifin af því að hafa þurft að mæta í vinnuna kl.8 í morgun. Það er ekkert jólalegt við það. Sérstaklega þar sem ég svaf yfir mig. Fór alltof seint að sofa, og ákvað svo að snúsa í morgun og vaknaði svo kl.8.15 þegar Hanna úr vinnunni hló að mér og spurði hvort ég væri að sofa yfir mig. Mætti því dragúldin í vinnuna, en ákvað að bæta mér það upp með því að éta hangikjöt í hádegismat og nóóóóg af því
Er svo að fara að éta læri núna á eftir. Michael er núna voða fínn í eldhúsinu að gera allt ready en ég sit inn í herbergi að blogga. Hversu lame er ég? Hehe. Ætti kannski að hypjast framm og hjálpa til?
En langaði bara aðeins að henda inn nokkrum orðum. Aðfangadagur í Ólafsfirði byrjaði helvíti vel. Mömmu langaði að vera eitthvað rómó með kerti inn á baði sem endaði þannig að flísarnar voru sótsvartar langt upp í loft. Svo þegar ég lagðist í baðið og ætlaði nú heldur betur að njóta þess að liggja þar, þá kviknaði næstum í hárinu á mér. Ég leit til hliðar og sá bara logann ! Varð nú skelkuð á tímabili, en get víst þakkað fyrir það að ég var í baði, hehe, hefði ekki verið lengi að dýfa mér bara ofan í til að slökkva í
vá hvað það hefði samt verið ömurlegt að kveikja í hárinu á sér kl.17 á aðfangadag, hehe. Svo þegar við vorum að fara til Akureyrar þá tók þessi viðurstyggilega brunalykt. Þá var friðaljósið að standa sig vel í því að bræða svalahandriðið!
Góður aðfangadagur, góður matur, góðir pakkar og góð stemning. Ég vil bara þakka ótrúlega mikið fyrir mig og já okkur
Gleðileg jól enn og aftur og hafið það rusalega gott yfir hátíðirnar
Athugasemdir
Gleðileg jól :) sjáumst eftir minna en 3 sólarhringa.. úff ég er samt fárveik núna.. :S vona að það lagist!! Glatað að vera veik um jólin og geta varla kyngt jólamatnum :(
Gott að þú slappst við hárbrunann!
Binna (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.