2007

Ég ætla að blogga eitt alvöru blogg fyrst ég er ekki búin að blogga almennilega frekar lengi. En ég vil líka þá fá komment...! Shocking

Janúar

  • Árið kom, þrátt fyrir að ég væri staðsett í Austurríki fyrir utan Fire&Ice að míga í mig úr hræðslu þar sem útlendingar kunna ekki að fara með flugelda
Áramótin
  • 5 og 1/2 árs sambandi okkar Palla lauk
  • Ég ákvað að það væri komin gott af drykkju og tók mér mánaðarfrí, en fór þrátt fyrir það oft út með krökkunum. Fékk mér bara vatn á barnum, sem var reyndar ógeð þar sem ég þoli ekki svona sódavatn. En ef ég vildi bara normal wasser ohne mineral þá þurfti ég bara að gjöra svo vel og fara með glas inn á klósett og redda mér í vaskanum þar, nice!
Fyrsta djammið edrú

Febrúar

  • Michael bannaði mér að fara að sofa fyrr en eftir miðnætti 7. febrúar, því ég skyldi sko fá mér eitt rauðvínsglas fyrir svefninn, hehe Kissing
  • 8. Febrúar var mjög góður dagur. Vorum fyrst heima, þar sem bolla var í boði og svo skelltum við okkur á Salinos, alveg hellingur af fólki og svo var bara farið aftur heim og fengið sér Gösser og meiri bollu. Ég fékk svo mikið af snilldar gjöfum eins og barbídúkkur, meter af snafsi, gæða cd með austurrískum poppurum, ullarpeysu og besta gjöfin var svo frá sjálfri mér og pabba en það var snjóbrettið sem ég keypti mér Cool
21. árs
  • Við íslendingarnir héldum svo upp á öskudaginn og bolludaginn sama dag. En ég og Sunna tókum okkur til og bökuðum bollur sem urðu reyndar aldrei stórar eins og á víst að gerast. En við átum þær samt sem áður með bestu lyst með súkkulaði og rjóma Grin ..klæddum okkur upp og skáru þá Gummi og Hreiðar mest uppúr sem kvenmenn, haha. En ég var lengi að ákveða mig hvað ég ætti að vera og klæddi mig upp sem flugmann, snjósleðagaur og fór svo út sem strákur en kom heim sem kisa. Geðveikur dagur, þrátt fyrir að fólkið í Sölden hafi klætt sig upp daginn áður, hehe
Öskudagurinn
  • Fékk símhringingu frá mútter sem hafði farið til spákonu og leist henni ekkert á það sem konan sagði, hehe

Mars

  •  Fyrrum Söldenpakks stelpurnar komu í heimsókn og þá var sko fjör, hehe. Brjóstadjammið á KPS var samt best
  • Mars einkenntist annars bara á drama og enn meiri drama, hahaha.
  • Eitt kvöldið kom ég heim með marbletti á rassinum, haltrandi Ágúst, gúmmibát og heilt bunkt af rósum - gott kvöld!
Mars

Apríl

  • 3. Apríl átti Michael afmæli og varð 24ja ára. Ég og Sunna vorum í fríi og Hreiðar var handleggsbrotin og þar sem ég var með lykilinn af herberginu hans Michael þá ákvaðum við að skreyta herbergið hans Cool .. Algjört snilldarkvöld. Fórum m.a. á Salinos allur hópurinn og átum á okkur gat, svona til tilbreytingar, hehe. Svo var bara drukkið bolluna sem ég & Sunna gerðum, litað og leikið sér með snilldar dótið sem Sunna & Hreiðar keyptu í Imst, haha. Ég ákvað þetta kvöld að hafa vit fyrir hópnum og var edrú!
Michael afmæli
  • 12. Apríl var svo síðasti frídagurinn minn. Þá fór ég á skíðum upp í svörtu brautirnar og brunaði niður þangað til ég fékk tár í augun. Ég & Ragna skelltum okkur svo til Hoch-Sölden sem endaði þannig að við neyddumst til að labba upp í Giggijoch, haha. Einn besti frídagurinn og já bara dagurinn í Sölden
  • 15. Apríl var svo lokadagurinn sem arbeiterin á Giggijoch. Dagurinn endaði með Lokapartýi þar sem flest allt staffið mætti og ég held að eftir þetta kvöld þá hafi Herr Hanser og Björn verið fegin að losna við okkur. Mikið var grenjað þetta kvöld og þá voru karlmennirnir fremst í flokki, hahaha.
Síðasti dagurinn sem Giggijoch worker
  • Svo skelltum við Michael okkur til Þýskalands og vorum þar í nokkra daga og áttum svo flug til Íslands 27. Apríl
Þýskaland

Maí

  • Michael fékk vinnu hjá Haraldi Helgasyni og ég byrjaði að vinna á Veganesti Sick
  • Michael sá Ólafsfjörð í fyrsta sinn og ég reyndi mitt besta að sýna honum það sem hægt væri að sjá hérna í nágrenninu
  • Fórum til Húsavíkur í tvítugsafmæli til Helgu, þar sem ég var enn einu sinni edrú en allir aðrir rétt stóðu í lappirnar þegar ég mætti loxins um ellefu, hehe
Helga 20
  • Fluttum í Tröllagilið í enda maí og héldum innflutningspartý og eftir það var farið í Sjallann á Pál Óskar sem endaði með útlendingafordómum og veseni Angry
Innflutningspartý & Páll Óskar

Júní

  • 02.06.07 hittist gamli 10.bekkurinn minn og þá var smá reunion. Ekkert smá skemmtilegt að hitta flesta krakkana aftur
Gagnfræðaskólamót
  • 16.06.07 var svo dagurinn. Við héldum upp á það að það væri komið ár síðan við útskrifuðumst, snilldarkvöld.
16.06.07
 

  • Ég og Michael fórum í útilegu, gistum í Húsafelli og svo hjá Ömmu Lillu í Ólafsvík
  • Michael byrjaði að vinna fyrir Miðstöð

Júlí

  • 07.07.07 héldu Sunna, Ágúst og Hreiðar upp á afmælið sitt saman í Ýdölum, þar sem Flügel gerði góða hluti
07.07.07 - Ýdalir
  • 12.07.07 varð Sóley 18 ára og ég og Michael létum ofcourse sjá okkur í partýinu
Sóley 18 ára
  • Annars var júlí bara eins og allt sumarið. Vinna + djamm + keyrsla til Húsavíkur + njóta þess að vera til Kissing

Ágúst

  • Versló! Hvað á maður að segja um versló? Það var mjög gaman mest allan sunnudaginn, en annars fannst mér þetta mest allt hálf glatað og leiðilegt. En tókst samt að skemmta mér með vinum mínum þá bærinn væri alveg tot!
  • Skelltum okkur svo líka á Fiskidaginn
  • Um miðjan ágúst fluttum við svo til Keflavíkur. Eða réttara sagt á Völlinn, þar sem herinn var. OMG hvað allt þar var Amerískt. Ég var við það að hætta við allt saman þegar við löbbuðum fyrst inn í íbúðina en við reyndum að gera þetta sem best, hehe 
Keflavík
Þvottavélin á Insert Fabric Softener tímabilinu 
  • Ég byrjaði svo í HÍ í sjúkraþjálfun og vorum við busuð, hehe
Busun í HÍ
  • Ég og Michael keyptum okkur bíl. Skoda Fabio og skýrðum hann Fabio
     
Fabio
September
  •  Atli Steinn hélt upp á afmælið sitt heima hjá foreldrum sínum í Hafnarfirði og létum við okkur auðvitað ekki vanta þar
Atli 20.ára
  • Annars einkenntist september af lærdómi hjá mér og sakna Michael, þar sem hann var enn á Akureyri!
Október
  • Michael flutti finally til mín til Keflavíkur
  • Christian Kühn vinur hans kom í heimsókn og við skelltum okkur í gott ferðalag um hálft Ísland
  • Októberfest!
Oktoberfest
  • Ég tók fyrsta prófið mitt sem háskólanemi
  • Fyrsti snjórinn kom í Keflavík
Fyrsti snjórinn í Keflavík
  • Ég ákvað að hætta í háskóla þar sem ég var búin að finna að sjúkraþjálfun væri ekki fyrir mig
  • Við ákváðum að flytja aftur til Akureyrar og keyptum okkur flugmiða til Þýskalands
Nóvember
  • Fyrsti snjórinn á Akureyri sem við sáum almennilega og Michael festi sig á Ólafsfirði, hehe
Snjór á Akureyri
  • Skelltum okkur til Þýskalands í 8 daga, sem var mjööög ljúft
  • Ég fékk vinnu í eldhúsinu á FSA
  • Við fengum íbúð í Hjallalundi 22 
Desember
  • Fluttum inn í Hjallalundinn
  • Michael smakkaði svið og svo skötu!
Svið
  • Svo kom bara allt sem tilheyrir desember, jólastress og jólaát
  • Á aðfangadag vorum við í Ólafsfirði, á jóladag héldum við jólaboð og annan í jólum vorum við í mat hjá pabba
aðfangadagur
  • Binna kom í heimsókn
  • 30.12.07 Steffý varð 25 ára Grin ..og hélt partý sem maður mætti auðvitað í
Steffý - 25. ára
  • Gamlárskvöld kom sem og 2008.
Þetta var mjög gott ár og ég vona að 2008 verði eitthvað nálægt því jafn skemmtilegt!!
 
Ég heimta komment fyrir þetta ofurblogg Sideways
 
Haldið áfram svo að skemmta ykkur
 
Anna Lóa sem er í fríi eins og alla föstudaga

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ýmislegt búið að gerast, eins og hjá fleirum, verðum að fara hittast.

kv. árný

Árný (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 14:52

2 identicon

Geggjað blogg, hélstu dagbók yfir þetta eða? Alveg með dagsetningar á hreinu :)

Viðar (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 15:07

3 identicon

Árný - já við VERÐUM að fara að hittast, þetta gengur ekki

Viðar - Nei, veistu, ég er ekki í dagbókarfýling, hehe. En þegar ég set möppur með myndum inn í tölvuna mína þá hef ég alltaf dagsetningu á þeim til að ég viti hvenær þetta var tekið

Anna Lóa (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 15:47

4 identicon

Flott blogg!!

 Greinilega viðburðaríkt ár. Bara einn galli, við hittumst alltof lítið. Verðum að bæta það upp á þessu ári!

Þið skötuhjúin verðið að fara að kíkja í heimsókn til okkar í borgina ;)

 Ruth

Ruth (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 15:53

5 identicon

Úff svaðaleg ég var einmitt að blogga áðan nennti bara að skrifa nokkrar línur eins og vanalega....dugleg:)

Ágúst Berg (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 16:27

6 identicon

Gleðilegt nýtt ár!! og takk fyrir það gamla, það var besta ár í heimi.. =D

Ása (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 16:29

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

Gleðilegt ár frænka og takk fyrir það gamla.

Fannar frá Rifi, 4.1.2008 kl. 18:19

8 identicon

bíddu bíddu.. er ár síðan?? vááá mér finnst ekki vera langt síðan þú varst að segja mér frá því að þú værir hætt að drekka o.s.frv.

ársbloggið mitt:

"hvert fór 2007?" 

Sóley (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 20:14

9 identicon

Ansi hreint gott ár og ég bara held að þetta verði bara betra...... 

Gleðilegt ár elskan mín og takk fyrir gamla.... 

(loksins commenta ég.... *skömm skömm*)

freyja (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 20:05

10 identicon

HEHE gott blogg sæta, vildi að ég væri svona dugleg, ég hef ekki einu sinni bloggað á þessu ári úfffff...en skara uppúr hljómar það ekki solldið spes

Gleðilegt ár og alles kjútípæ

Hafdís (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 23:02

11 identicon

Magnað blogg. Ég nenni þessu ekki, þú bloggaðir allavega fyrrihlutann af árinu fyrir mig:) hahah:p

Knúsknús..

Og eitt komment.. "hafa vit fyrir hópnum og vera edrú".. helduru að þú getir haft vit fyrir okkur elskan?? hahaha.. 

En sjáumst beibí..

Sunna (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 17:22

12 identicon

vá þetta var ekkert smá blogg, bara eins og öll mín blogg á árinu til samans ;)

þið og þessi sviðamynd, hvernig finnst honum slátur?

takk fyrir mig, miss jú... 

Binna (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband