11.1.2008 | 11:36
11. janúar
Sæl
Í nótt dreymdi mig að ég væri með typpi. Svo datt það af og þá var ég með pullu En ég gat sett typpið á aftur ef ég vildi. Ég held að það ætti að leggja mig inn á hæli. Strax í gær.
Nýja árið leggst ekkert of vel í mig, þessa daganna. Ég kenni skammdegisþunglyndinu hjá Íslendingum um það. Fólk er alltof neikvætt og svartsýnt sem drepur alla þá lífsgleði sem ég hef verið að reyna að byggja upp hjá mér síðan ég fór að sofa á aðfaranótt nýársdag. En núna birtir til meira og meira með hverjum deginum, og ég sver að það brosti allavegna ein manneskja í strætónum í gær. Þetta er allt á uppleið. Kannski verður skeifan á fólkinu orðin beint strik á næstu vikum. Sjáum til, ég lifi í voninni. Það að brosa til fólks sem maður mætir á ganginum og fá ekkert nema skeifu tilbaka er að gera mig geðveika
Ég var til dæmis að afgreiða í borðstofunni á FSA á miðvikudaginn (svona smá personal essen fílingur frá Sölden) og ég reyni mitt besta að brosa og segja : góðan daginn, má bjóða þér steikta rauðsprettu í dag?" og brosa svo meira. Það var ótrúleg viðbrögð sem maður fékk
- Nei, takk, salat í dag - strunsað í burtu
- Nei, takk, aldrei neitt almennilegt að éta hérna - sett upp meiri skeifu og strunsað í burtu
- Bíddu, fyrirgefðu, hvaaaaað er þetta eiginlega??? - sett upp snobbasvipinn og brett upp á nebbann
- Veistu, ætli það ekki bara - reynt að setja upp smá bros
Þetta var btw mjög góður fiskur og ég held að eftir desember þá hafi fólk bara GOTT af því að éta smá fisk. En svo komu nokkrar manneskjur sem voru ekkert nema almennilegheitin og brostu meira að segja. Sumir voru reyndar úber hamingjusamir, sem ég held reyndar að sé einhver leikþáttur í gangi.
Ég átti annars mjög heimskulegt samtal um daginn. Sem var ennþá heimskulegra miðað við viðbröðgin sem ég fékk í sumar. En það var þannig í sumar þá fór ég & Michael á Akureyjarbæjarskrifstofuna til að fá lögheimilið hans skráð á Akureyri. Það var ekki hægt því hann var ekki með dvalarleyfi.
Þegar við fengum svo póst um að Michael væri kominn með dvalarleyfi þá áttum við að ná í það á sýslumannsskrifstofuna í Lögheimilisbænum hans! Haaaallóóó.
Svo fór ég núna um daginn til að breyta lögheimili mínu frá Keflavík aftur til Akureyrar og fór að forvitnast hvort ég gæti gert hans líka. En einsog mér datt í hug þá þurfti hann að koma til að skrifa undir. Svo átti þetta samtal sér stað
Ég : Okibb, þá kemur hann bara þegar hann getur og skrifar undir. Hann verður nú að vera með lögheimili hérna á Íslandi.
Konan : *horfir á mig eins og ég sé bjáni* - hann er sko með lögheimilið skráð núna í Keflavík.
Ég : Nú, hvernig stendur á því?
Konan : Hann er skráður með lögheimili þar síðan 15. júlí.
Ég : haaa, en hann flutti ekki til Keflavíkur fyrr en 1. október. Og ég flutti ekk þangað fyrr en 1. september.
Konan : Nú, þú hefur greinilega skráð hann þarna í júlí *greinilega orðin frekar pirruð á fáfræðinni í mér*
Ég : Sko, ég kom hingað síðasta sumar og ætlaði að skrá hann á Akureyri en þið senduð mig í burtu þar sem hann væri ekki með dvalarleyfi. Og þegar hann flutti svo til Keflavíkur 1. október þá var hann heldur ekki komin með dvalarleyfi svo ég var ekkert að stressa mig í því að skrá hann í Keflavík þar sem það væri hvortið er ekki hægt.
Konan : *horfir á mig eins og hún sæji heilann á mér leka út um eyrun*
Ég : Jæja, skiptir engu máli. Hann kemur þegar hann getur og færir þá lögheimilið sitt.
Konan : En hvernig er það, ætliði ekki að skrá ykkur í Sambúð?
Ég : Júmm, gerum það bara þegar hann færir lögheimilið sitt.
Konan : Ok, en til þess þarf hann að vera með vottorð sem sannar að hann sé ekki giftur í Þýskalandi
Vá, þetta var svo heimskulegt. Ef hann var skráður í Keflavík frá 15. júlí þá hefði dvalarleyfið hans auðvitað átt að vera sent til sýslumannsins í Keflavík en ekki á Akureyri. Og þá hefði pósturinn um að dvalarleyfið átt að vera sent þangað líka en ekki til Miðstöð!
Æjji þetta er allt svo heimskulegt. En við erum sem sagt núna að bíða eftir vottorðinu um að hann sé ekki giftur í Þýskalandi.
Jæja, ætla að fara að hringja í Dísu og athuga hvort hún sé ekki game í BvB.
Anna Lóa, sem bloggar greinilega bara á föstudögum
ps. Ég sakna Binnu minnar
Athugasemdir
( www.draumur.is )
Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.1.2008 kl. 11:39
Vottorð um að vera ekki giftur, steik.
Viðar (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 12:28
AHHHAHAHAHHAHA snilldarblogg hehehe vá hvað ég er fegin því að hafa aldrei farið á þessa bæjarskrifstofu hehehe og jábbb minz saknar Binnu líka vildi að hún væri bara hér á íslandi....
Hafdís (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 14:43
Ég sakna binnu líka! Ég meina ég sakna ykkar líka... :( Veit nú ekki hvenær ég kem næst til landsins en Svala kemur hingað 29.feb =) og þið getið ekki ímyndað ykkur vesenið að panta á þessum degi útaf hlaupárinu... en það tóxt!
Svo er ég líklega að fara til Kýpur 9.júní í 2.vikur :P svo þið getið hitt mig þar!!
Binna (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 19:18
Hahaha.. ekki er nú öll vitleysan eins. Vonandi fer þetta nú að virka samt, þetta kerfi er svo fatlað eitthvað.. hehe..
Ása (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 00:13
já gaman að þessu, að þurfa að sanna það að vera ekki giftur, hehe...
en hvernig er það, varstu að fá þér kettling? Ef það er rétt þá verðuru að setja inn myndir af honum.
Hvenær á svo að koma suður?
Ruth (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 10:38
Hæ ástin.. gaman að koma í heimsókn um daginn
En annars held ég að málið sé að Íslendingar geta bara verið einstaklega óbrosmilt fólk hehe..
Annars er ég farin að sakna þín. Ég sé þig alltof lítið, hef aldrei tíma í neitt og nú er ég byrjuð í skólanum og það gerir hlutina ekki skárri. Ég hringi í þig á eftir.
Knúsknús!!
P.S. ég sakna líka Binnu
Sunna (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 09:21
Já og til hamingju með kisa. Hvað heitir hann?? Marteinn?? !!!!
Sunna (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 09:22
Nei Sunna mér finnst að hann eigi að heita Svanhildur, sérstaklega ef þetta er strákur! Þá er hann hálf skírður í höfuðið á mér;) og hálf Sunnu.. hmm kannski:) eða bara Sunnhildur... já en ég er farin í vöfflupartý án ykkar... :( vonandi fyrirgefiði mér einhvertíman!!
PS við hittum Tightsmannen á djamminu á lau, djöfull var það geggjað, á ýkt hot mynd af rassinum á honum og eina af Linn og honum saman á símanum mínum! Bömmer að það sé ekki hægt að senda MMS (eða MSM eins og mamma kallar það) á milli landa ..!
Binna (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.