15.1.2008 | 19:59
Fólk er fífl
Ég ætla ekki að byrja þetta blogg með einhverjum draumi, þar sem þið gætuð haldið að ég væri alveg búin að missa vitið, það er að segja ef þið haldið það ekki nú þegar, haha
En ég er eiginlega í of vondu skapi til að blogga! Ég er farin að halda að fólk haldið að ég sé 14 ára! Fólk er að skipta sér af því sem það kemur bara ekki baun við og maður þarf að segja fólki frá hlutum sem þeir þurfa ekkert að vita. Haaaaallóóó, ég er 21 árs gömul og eftir 3 vikur verð ég orðin 22 ára og ég hef ekki búið hjá foreldrum mínum í að verða 6 ár! Ég er fullorðinn og verð að fá aðgera mín mistök og læra af þeim. Ég er alveg að verða gráhærð, hehe.
En yfir í eitthvað allt annað. Á laugardaginn fórum við á bretti og það var GEEEEÐVEIKT... Reyndar hélt ég að ég myndi frjósa í hel þar sem það var svo skítkalt. Ég var frá 10 um morguninn til 14.30 og þá gafst ég upp en Michael og Rafn vorum til lokun, úff.
Við í lyftunni. Ég gat engann veginn verið alvarleg á myndum
Geggjuð mynd
Um kvöldið kíktum við svo á Sóley & Gunna. Þau voru nýbúin að fá sér kettling og OMG hvað hann var sætur. Michael varð alveg óður og því ákváðum við að kíkja daginn eftir á hina sem eftir voru og við urðum alveg ástfanginn af læðunni sem eftir var og ákváðum að taka hana með okkur heim
Í Fabio á leiðinni til Akureyris
Sætust í heimi. Skírðum hana Sophie, sem mér finnst snilldar kattarnafn, en Sunnhildur hefði líka verið gott og audda Marteinn ef þetta hefði verið gaur
Hún sofnaði svona í sófanum, algjöööör rúsín
Þetta er "rúmið" hennar sem við bjuggum til og ég held að hún sé bara asskoti sátt með það
En annars vil ég bara enda þetta blogg á því að segja að Fólk er fífl upp til hópa
Anna Lóa sem á lítinn kettling
Athugasemdir
hehehe, velkomin í fífla-hópinn hon
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 20:04
Ohh geðveikur kisi! Komum að kíkka á hann þarnæstu :)
Viðar (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 22:01
okkar verður bara að heita óskírður ennþá.. ég ákvað að kalla hann bara litli kall þangað til að nafnið kemur!! spurning hvort maður festist ekki bara við það haha!
þeir eru ekkert smá sætir.. :) ich liebe!
Sóley (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 22:19
ohhhhh hvað hún er sætt úffff
Hafdís (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 00:06
Sæta kisa!
Gott og gaman að einhver skemmti sér í þessum snjó. Ég er kominn með hundleið samt að þurfa að skafa bílinn í hvert skipti sem ég stíg útúr honum og hann stendur í meira en 20 mín. Dem að vera ekki með bílinn í neðanjarðar-völundarhúsi (bílageymslan) eins og þið í Hjallalundinum :-)
Hafðu það sem best.
Jón Sindri (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 20:36
Já fólk er fífl ég er alveg samála þer í því.
Þoli ekki fólk sem er að tuða í manni um það sem það kemur ekkert við.
Steffy (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.