1.2.2008 | 18:40
Meiri dagurinn
Þetta er nú búið að vera meiiiiri dagurinn. Úff. Eins og vanalega þá gerði ég way to much á frídeginum mínum. Þvoði 3stk þvottavélar, þreif íbúðina svo hún glansi, bauð pabba, Rafni og Gabríelu í vöfflur, og svo er Sunna og Elmar hjúin að koma í mat á eftir. Sunna er nú með einhverjar grillur um það að ég kunni bara alls ekkert að elda og hún eigi eftir að fara svöng í burtu frá mér. Ég var kannski ekkert að standa mig í Sölden en þar tókst mér m.a. að hella megninu af pastanum sem við vorum að sjóða í vaskann og hennti svo slatta af spaghettí í gólfið, en ég meina shit happens
En að klúðri dagsins, þá ákvað ég að reyna að hringja á Voice til að redda mér frímiða í Sjallann annað kvöld. Fyrst hringi ég og þá svarar Lilja : Hæ .. nei ég meina Voice góðan dag. Ég fór auðvitað að hlægja og spurði hvort hún væri nokkuð að gefa miða, en svarið sem ég fékk var : neibb, ekki núna en eftir eina mínútu.
Ekkert mál með það. Ég hringdi bara aftur og fékk frímiða. Þar sem ég fékk bara einn þá ákvað ég að ég myndi reyna aftur seinna um daginn til að redda miða handa Michael. Svo er ég að keyra með Sóley heim til mín og ég tek þá brill ákvörðun að skella mér upp gilið, en þið sem ekki vitið þá er búið að snjóa eins og ég veit ekki hvað í allan dag og allt á kafi!! En ég er allavegna á góðri siglingu upp gilið, en nei, ákveður þá bílinn fyrir framan mig ekki að beygja að kirkjunni og stoppar! Ég á framhjóladrifnum smábíl fór ekkert auðveldlega af stað aftur. Já eiginlega fór ég bara ekkert af stað aftur. Svo ég ákveð að bakka aðeins, en neibb, ég verð að bakka aðeins meira og festi mig næstum í huges skafli. Sóley - auðvitað - organdi úr hlátri allan tímann! Falleg röð byrjaði að myndast fyrir aftan mig þar sem ég sat bara í gilinu og spólaði og spólaði, en tókst svo á endanum að snúa við í MIÐJU gilinu og koma mér niður aftur. Gilið greinilega ekki the place to be þessa dagana. Hahaha. Svo þegar ég loxins kem heim og er að keyra inn í bílageymsluhúsið þá heyri ég að hún Lilja ætli að gefa annan miða bara núna.
Svo mín hringir strax og viti menn ég næ inn. Ég spyr hvort ég geti fengið miða handa einhverjum öðrum en sjálfri mér, og hún segir að það ætti að vera hægt að gera það ef ég myndi segja henni hverjir væru að hita upp fyrir Dave Spoon annað kvöld. Ég er sko búin að hlusta á þessar auglýsingar í tvær vikur og heyri þessi nöfn 200x á dag, en neibb, allt búið að leka út úr eyrunum á mér og ég bölvaði bara og stamaði og sagðist ekki geta sagt neitt. Hún reyndi að hjálpa mér og segja að einn væri meðal annars frá Akureyri, en ég stamaði bara meira og bölvaði. Svo biður hún mig að bíða aðeins á línunni og ég heyri hana eitthvað tala og svo byrjar hún að tala við mig ;
Lilja : Stelpa, þú varst í beinni útsendingu og klúðraðir þessu gjörsamlega
Ég : öööö, ég veit! Vá hvað öll nöfnin duttu út úr mér
Lilja : Þú ert heppin að ég er í svona góðu skapi að þú færð þennan miða
Vá hvað ég skammaðist mín. Ekki nóg með að ég hafi stamað eins og auli í beinni útsendingu heldur blótaði ég líka! Takk fyrir pent. Amma getur verið stollt af mér núna
En nöfnin man ég núna, gæti allavegna þulið upp eitt nafn : Joey D, A Ramirez, Ghozt og JayArr !!
En okkur er sem sagt boðið í teiti hjá Atla sæta á morgun og við hjúin kíkjum líklegast á djammið, hvað ætlar ÞÚ að gera?
Anna Lóa sem eeeelskar veðrið
Athugasemdir
Hei hei hei ég kem kannski inneftir á morgun... ef veðrið er sæmó - vúhíj.hver veit nema maður geri e-ð skemmtilegt, eða kíkkí í bæinn.
ertu að sjá þetta... ég er að kommenta - hvað er að gerast. hmm. verð að láta athuga þetta.
Kata (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 23:37
Þú ert farin að þekkja þessa lilju svo vel, viltu ekki panta miða fyrir mig líka? það væri nú gamaaaan! Við verðum ofurölvi á morgun, ég held það sé göfugt markmið. jei!
Atli Steinn (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 00:53
Takk-fyrir-matinn-hann-var-góður
Og þú ert nú meiri.. hahahaha.. snillingur
Sunna (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 09:35
hehe góð að redda miðum í sjallann, hverjir eru í sjallanum?
ehh ætli maður kíki ekki bara á djammið =) ekki ólíklegt :)
en ég er að fara að leika við mjallhvíti og súperman.. ble
Binna (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 13:54
Vá, dugleg! Ef ég hefði það í mér að þvo þvott og þrífa heila íbúð *lítur upp til þín* Helvítis lukka samt í þér að næla þér í miðana :P
Jón Sindri (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 13:05
Anna ertu bara að brillera þarna í útvarpinu á AEY?
ég var ekki lengi að læra þá lexiu fyrir norðan að keyra ekki upp gilið þegar mikill snjór er og/eða hálka! Ekki það að ég var á bíl þarna...en ég sá mig bara fyrir mér skömmustulega svo ég sé þig alveg þarna við beygjuna..haha :D
En hvenær er helgarferðin vestur til la ömmu lillu? :) eftir páska væntanlega, er þaggi?
Sigrún Erla (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.