6. Febrúar

Í dag er öskudagur, gaman að því. Öskudeginum var eytt upp í sófa, með hálsklút og hor í nös. Í gær var sprenigdagur og var honum einnig eytt upp í sófa, en þá með smá hor í nös en mikla beinverki. Mánudagurinn var bolludagur og var honum eytt í vinnunni með hausverk og beinverki og svo bara upp í rúmi. Hljómar spennandi vika, ekki satt? Pinch

Á morgun er svo klipping og svo plokkun&litun, maður verður nú að gera sig smá fína fyrir föstudaginn. Verð ekki árinu eldri með rót niður á eyru og einbrýdd, haha, okei ástandið er ekki orðið það slæmt. 

En ég fór á djammið á laugardaginn og það var svona asskoti skemmtilegt. Atli drakk þangað til hann gat ekki talað lengur og sýndi það og sannaði með því að frussa yfir mig og Kötu Shocking ..Ég fór ekki í Sjallann þrátt fyrir að hafa haft mig að fífli í útvarpinu fyrir miðana en ástæðan fyrir því er að Michael beilaði með því að verða veikur á laugardaginn. Ég gaf því Sóley miðann hans og var svo að flandrast með minn miða um Akureyri. En ákvað svo að það væri svo gaman á Kaffi Ak með Kötu að ég fór og seldi miðann minn og bauð Kötu á barinn. Fannst það góð skipti.

Það sem ég var EKKI ánægð með þetta kvöld var :

  • gamall ólafsfirðingur sem elti mig og Kötu út um allt
  • gaurinn sem sagði ,,úps" þegar hann labbaði á mig og greip um brjóstinn á mér
  • konurnar sem voru yfir fertugt og héldu að það væri ,,inn" að dansa samkvæmisdansa um hálft dansgólfið
  • manneskjuna sem ákvað að DRULLA í brækurnar á dansgólfinu, vá hvað allt ilmaði hreint æðislega

En svona yfirhöfuð þá var þetta gott kvöld. Haddý var á sprellinu, Hanna Rós orðin dökkhærð, ónefnd vinkona mín það drukkin að hún var með grænbrúna tungu og augun vögguðu til hliðarnar.

Ég mætti sem sagt í afmælið hjá manneskju sem ég þekkti ekki, með Kötu upp á arminn. Í boði var bolla, bjór, Captein Morgan og allskonar óþverri sem ég ákvað nú að láta í friði. Þeman í partýinu var rauður, svartur og grár, Atli steingleymdi að nefna það við mig svo ég og Kata, eða reyndar special ég, skárum okkur útúr í ekki rauðum fötum.  

Við Kata löbbuðum svo í bæinn og urðum næstum úti, anskoti hvað það getur snjóað. En ég eeeeelska þaaaaaað InLove

Kata á töltinu niður í bæ

  

Michael var svo himinlifandi yfir öllum þessum snjó, eða alveg þar til hann þurfti að moka vinnubílinn upp :

Bara pínku snjókoma

 

Ragna mætti svo spræk á Kaffi Akureyri rétt fyrir lokun og alveg miður sín yfir því hvað ég og Atli værum týnd, haha. Svo tjáðum við ást okkar í svona 10 min og fórum svo heim. Hahaha.

Atli, Ragna og ég

 

Thomas Sadra á svo afmæli í dag og vil ég óska honum til hamingju með það, víí

Sunna og Thomas

En ég er farin að horfa á Grey's Anatomy, þar sem maðurinn minn er í skólanum til kl.21:30, gaman að því.

Anna Lóa sem verður með hattapartý, víí

 

author_icon_11597
 
 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha.. takk fyrir að setja inn þessa frábæru mynd.. frábær gleraugu..

En.. ég verð að redda mér hatti.. hmm.. hvar er hattabúð?

 Knús ástin, láttu þér batna

Sunna (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 19:38

2 identicon

já, næs vika.. þetta var nú gott partý! fór og fann jakkann minn í dag. jei. jæja, sjáumst á fös!

Atli Steinn (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 10:23

3 identicon

HAHAHA þú ert snilli..á ég samt að segja þér eitt, ég er í þann mund að gera svolítið ólöglegt...snökt ég er orðin hálfveik ENNNNN það fer í nótt ég er alveg 150% víííí annars kem ég til þín í ullarpeysu og ullarsokkum;)

Hafdís HB (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 15:29

4 identicon

Með ullarhatt!

Sunna (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 16:19

5 Smámynd: Anna Lóa Svansdóttir

Haddý það má ekki verða veik

Anna Lóa Svansdóttir, 7.2.2008 kl. 17:06

6 identicon

vúhú. mig langar í þessar myndir hehe - mikið rosalega er maður e-ð krúttlegur í snjókomunni.
Annars eyddi ég líka pening í dag í smá sjæningu og lét plokka og lita á mér skóginn fyrir ofan augun... vei. kannski maður fái smá andlit aftur.
Ekki enn búin að ákveða hvaða hat ég kem með en það verður annarhvor þeirra sem ég á. ;) Hvernig væri að finna sér Skotthúfu - mannstu eftir þeim, svaka tíska einu sinni. Man að ég átti all svakalega síða húfu. Fyndið.

Gott og óvænt djamm.

Kata Skata (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 18:01

7 identicon

Hehe, jamm Kata gott óvænt djamm ..ég skal senda þér myndirnar, þær eru góðar.

Ég man að ég var alltaf með skotthúfuna þína og þóttist vera með voða sítt hár, það var sko fjör

Anna Lóa (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 18:42

8 identicon

já, næs vika.. þetta var nú gott partý! fór og fann jakkann minn í dag. jei. jæja, sjáumst á fös!

Atli Steinn (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 22:31

9 identicon

sjeett.. skoðunin kom aftur? ég opnaði tölvuna og ýtti á refresh.. any way. lovjú lúlú

Atli Steinn (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband