22 ára og ung sem lamb

Já, það gerðist. Ég varð 22ja ára á föstudaginn. Það var nú asskoti gaman, nema auðvitað þetta glataða veður? Hvað á það að þýða að svo margir vinir manns urðu veðurtepptir í Reykjavík? Það er eitthvað við það að eiga afmæli þennan dag, fólk verður veðurteppt eða veikt og kemst ekki að halda upp á það með þér. Fyrir tveimur árum var svo vont veður að ég var sjálf veðurteppt og komst ekki í mitt eigið partý. Það var nú fjör Woundering

Ég og Michael ákváðum að reyna að sofa eins lengi og við gátum, sem var alveg til kl.10. Ótrúlegt hvað maður getur sofið lengi, já eða ekki. En svo var bara BvB í morgunmat/hádegismat, sofið og haft það eins gott og hægt er.

Hjúin með fínu hattana sína

Bauð Sóley og Gunna í brauðtertu, sem var btw svo góð að ég og Sóley átum þangað til við gátum ekki étið meir þar sem maturinn var búinn, hahaha Tounge ..

Það var hattaþema og ég var búin að ákveða að vera svo hard að fólk sem mætti ekki með hatt mætti ekki koma inn og ég var svo leiðileg að ég sendi Sunnu heim til sín að ná í hatt handa sér og Elmari Cool ..en Sunna fær stóóóran plús fyrir hattinn sem hún mætti svo með Joyful

Ég og Sunnan mín :*

 

Annars var þetta bara mjög hresst kvöld. Þangað til "sumum" var hent út af Kaffi Akureyri Blush ..vá hvað það var glatað/fyndið og já SORGLEGT! Hahaha. En þar sem veðrið var ömurlegt og fáir í bænum þá vorum við komin heim um kl.3.

Ég ,Dagga og Haddý :*

 

Laugardaginn var svo bara sofið til kl.14 og þá rúllaði ég mér framm til þess eins að komast að því að ég væri bara pínu þunn. Hahaha. Við elskurnar brunuðum svo í fjörðinn þar sem mútter var með þennan dýrindis reyktalambahrygg og omg hvað við átum mikið, hahaha. Ég reyndi eitthvað að afsaka mig þegar við sleiktum kjötið af beinunum að við værum sko ekki búin að borða í allan dag Wink hahaha. Svo var auðvitað ís í eftirrétt, heimagerður, *sleeeeef*

 

Annars nenni ég ekki þessu ,,ég fékk mér cheerios í morgunmat" bloggi einsog Sóley kallar það, hahahaha. 

Partý blaðran sem varð svo að Partý-Hitler

Þetta var partý-blaðran, sem breyttist svo í ..

...

...

Afmælisbarnið og partý-Hitler

...partý-Hitler Shocking ..hann var sko að gera sig..

Besta myndin haha : fólk voða chilled og svo kom Partý-Hitler fljúgandi

Hér er hann for eksampel fljúgandi um partý-place-ið W00t

Hann var algjör snilld. En Sophie líkaði eitthvað illa við hann og slátraði honum á sunnudaginn. Hann fékk mjög góða athygli frá kvenþjóðinni í partý-inu ;

Dísa varð ástfanginn :Þ

Sophie var einnig að fýla alla athyglina sem hún fékk og þá sérstaklega frá Haddý. Ég viðurkenni að ég var nú hálf smeyk á tímabili þar sem ég hélt að Haddý myndi ekki fara ein heim Shocking

Sophie var rosa góð hjá Haddý og hún ætlaði nú bara að stela henni

 

Ég var mjög ánægð með helgina og vil ég þakka fyrir öll sms-in, allar kveðjurnar á MySpace, hér á blogginu og allsstaðar annarsstaðar. Takk æðislega fyrir mig Kissing ..og þið sem mættuð í partý-ið, takk fyrir gott kvöld og mjööööööög góðar gjafir, algjör snilld. Takk enn og aftur fyrir mig Tounge

Ég og Steffýin mín :*

 Jón Sindri var hress með rósa-hjálminn

 

 

 

Anna Lóa sem lofar betra bloggi sem fyrst Whistling

Hahaha ojj

 

p.s. Gleðilegan Valentínusardag InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ohh, þetta bévítans veður.... vildi svo að við hefðum komist í partýið til þín!!! og ég meira að segja vissi um svo geðveikan hatt til að koma með, þannig að þú verður vinsamlegast að halda svona hatta þema afmælisparty aftur á næsta ári

Ruth (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 22:36

2 identicon

Snilldar blogg elskan mín hehehe og játs!!! hún hefði komist fyrir ofaní töskunni minni...hefði svo átt að taka hana með mér hehehe

Piffff valentínusardagurinn er eitthvað sem ætti að stroka útúr dagatölum og bara halda uppá konu- og bóndadaginn...mæli eindregið með Bakþönkum aftan á fréttablaðinu í dag...sem lýsir skoðun minni á þessu degi betur en allt annað

Ég er svo stolt af þessum föstudagsbloggum þínum 

Kv. Hafdís HB 

Hafdís (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 13:16

3 identicon

hummm var að átta mig á einu...skv. 1 gr blogglaga...þá var þessi bloggfærsla færð inn á FIMMTUDEGI...hummm og getur það talist sem föstudagsblogg eitthvað sem er skrifað á fimmtudegi...ég hef sett þetta í nefnd sem komst að þeirri niðurstöðu að fyrst þetta blogg var svona æðislegt þá má skilgreina það sem fimmtudags/föstudags blogg

 hehe já ég hef ekkert að gera.....jú vísópísó í Saga Capital...here I come

 Seee ya

Hafdís (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 15:58

4 identicon

hmmm hafdís bitur að fá ekki valentines gjöf??? :)

Geggjuð síðasta myndin =) og hitlerinn of course, manstu eftir sprite hitler?

Binna (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband