Sunnudagur

Vá hvað ég er þreytt. Ætla að blogga og svo er ég rokin inn í rúm, úff.

En gærkvöldið var helvíti fínt. Ég var að vinna til kl.20 og kom þá heim, skellti mér í sturtu og svo um kl.21 var þjóðverja partý heima hjá mér. 4 þjóðverjar og ég. Gott partý. Að vera ein með 4 þjóðverjum hefur rosalega mikil áhrif á hálsinn á manni, ég varð bara allt í einu svo rosalega þyrst Tounge 

Ég náði samt að plata Steffý til að koma til mín og hún varð einnig vör við þennan rosalega þurrk sem hafði myndast í loftinu og var rosalega þyrst Joyful ..Við reyndum svo okkar besta að stoppa þennan þorsta, það gekk ágætlega en þar sem við höfðum innbyrgt svo mikið vökvamagn þá ákváðum við að við yrðum eiginlega að fara niður í bæ og dansa & svitna til að losa okkur við eitthvað af þessum vökva. 

Steffý og sofandi Anna Lóa

Dísa, Fjóla og Klara komu í smá heimsókn í Hjallalundinn, þegar þær komu frá Ólafsfirði og greinilegt að það var líka þurrkur í loftinu í firðinum. 

Kaffi Akureyri sá svo um að skemmta okkur langt framm undir morgun.

Dísa

Það var mikið af góðu fólki í bænum. Á Amor fann ég SS og Gunna í Mó, svo gróf ég Freyja einhversstaðar upp og það var mikið faðmast og spjallað.

Ánægja kvöldsins var án efa þegar ég var að tala við Dominic. Ég var eitthvað að forvitnast um hann og talaði bara þýsku við hann. Svo sný ég mér að Steffý og við erum eitthvað að tala saman og Dominic var farinn að horfa stórundarlega á mig og svo segir hann ;

Dominic : Afhverju ertu svona góð í íslensku?

Ég : Haaa, hvað meinaru?  *skil ekki alveg hvað hann er að meina, fer að spá hvort ég hafi misskilið þýskuna hans eitthvað*

Dominic : Hvað ertu eiginlega búin að vera lengi á Íslandi?

Ég : Hmmm, ég er Íslendingur!

Dominic : *roðnaði smá* ó, ég hélt að þú værir þjóðverji

Svo góð tilfinning þegar þjóðverjar halda að maður sé líka þjóðverji Grin

Michael og Dominic

Þetta er Dominic þarna hægra megin. Ég held að ég hafi spurt hann á að minnsta kosti 10 min fresti hvað hann héti því ég steingleymdi því alltaf, einu sinni gleymdi ég því í miðju samtali. Vandræðalegt!!! 

Pirringur kvöldsins var þegar við vorum að labba inn á Kaffi Akureyri og ég ætla að setja jakkann minn og Michaels í fatahengið. Ég er komin fyrir framan konuna þegar ég fattaði að Michael týndist á leiðinni, þannig að ég sný mér við til að ná í jakkann hans og ríf hann af honum og *búmm* slæ honum í hendina á huges gaur sem missir bjórinn sinn í gólfið. 

Gaurinn ætlaði að ráðast á Michael og var alveg snælduvitlaus. Skytturnar 3 (Michael, Simon og Dominic) réðust til varnar. Gaurinn heldur áfram að öskra á Michael og ég byrja að ýta í gaurinn og segja að þetta hafi verið óvart og það gangi ekkert að öskra á þá á íslensku, þeir skilji hann ekkert. Gaurinn hlustaði nú ekkert á mig, svo ég reyndi að ná sambandi við stelpuna sem var með honum.

Ég bað hana vinsamlegast að róa gaurinn niður og koma því í hausinn á honum að skytturnar 3 skildu ekkert hvað hann væri að ausa yfir þá.

Hún : *horfir á mig með þennan ýkt hneykslunarsvip* Eru þetta pólverjar? 

Ég : Nei, þeir eru frá Þýskalandi

Hún : Já, okei, en gaman, ég kann nefnilega þýsku, ég skal tala við þá *gellan labbar að strákunum*  Ich habe ein kugelschreiber

Ég hélt að ég myndi deyja. Fékk nóg og reif Michael í burt.

Ég og Freyja

 

Mynd kvöldsins er myndin sem ég tók á Kaffi Akureyri af Dísu, Klöru og Fjólu þar sem ein er með eitt brjóst úti! Ákvað að gera það manneskjunnar vegna að pósta henni ekki hér, hahaha Grin

Vandræðalegasta móment kvöldsins var þegar ég var að labba inn á Kaffi Akureyri og maðurinn sem gerði við Fabio í október kom að mér og sagði Hæææææææææjjj og knúsaði mig. Ég ætlaði bara að labba í burtu en ákvað svo að snúa mér við og spurði gaurinn afhverju hann mundi eftir mér, hann hafi gert við bílinn minn fyrir 4 mánuðum og það var EINN dagur. Þetta var sko ekki í fyrsta skiptið sem hann heilsar mér, en fyrsta skiptið sem hann knúsar mig. Og þá sagði hann : þú ert svo eftirminnileg og strauk mér um andlitið Shocking ..næs..

Gott kvöld. Best að fara á djammið þegar maður ætlar sér það alls ekki. 

Takk allir fyrir gott kvöld, ég skemmti mér konunglega Kissing

Sara Lind Vilhjálmsdóttir til hamingju með árs afmælið, þú ert sætust Joyful

  

Anna Lóa sem er svooooo þreytt eftir helgina

  Ég og Sophi

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahahahahahaaa.. sniiilld. gott blogg! ich habe ein kugelschreiber! haha.. þetta virðist hafa verið þrusu gott djamm. bara að þetta hefði gerst á föstudeginum.

Atli Steinn (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 00:08

2 identicon

Hehe þú ert nú meiri

 Og ég er sibbin...

Sunna (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 11:17

3 identicon

Hahah þú ert svo mikið æði litla fyllibuttan mín:) ég stóð bara í því  á laugardagskvöldið að senda tóm sms:) mikið gaman mikið fjör:)

Hafdís (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 13:10

4 identicon

what?

Sóley (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 15:54

5 identicon

Hæ skvís og takk fyir frábært laugardagskvöldið.

Sé sko ekki eftir því að farið með þer á djammið.

En ég er ekki alveg að skilja hvað þetta ´þýska þíðir hehe,

En ég man enn hvað það er á þýsku hehe:)

Stefanía (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 18:40

6 identicon

kúgelskræber ja... bitteschön :) Bíð spennt eftir föstudagsblogginu, mátt ekki beila! Hlakka til að sjá þig í apríl

Binna (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 12:34

7 identicon

Sammála Binnu;)

Hafdís (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband