22.2.2008 | 17:25
Jájá - beiler? neihei
Talandi um að þetta sé búinn að vera glataður dagur. Ég ætla bara rétt að vona að hann eigi eftir að batna. Það voru gjörsamlega ALLIR í vondu skapi í vinnunni. Ég hefði svo vilja vera í Sölden og vera að laumupúkast með bjór, haha, það gerði marga slæma hluti skárri. Gaman að þessu.
Hápunktur vikunnar var þegar ég keypti mér flug til Noregs & Þýskalands og Michael til Þýskalands ..Ég fer sem sagt 18. apríl Keflavík - Osló - Kristiansand og verð hjá Binnu yfir helgina og planið verður víst að sýna Norsurunum hvernig á að skemmta sér, það er að segja ef Svala verður ekki búin að sýna þeim það út í ystu æsar, hahaha. Og sama dag fer Michael Keflavík - Berlín. Ég fer svo á mánudeginum 21. apríl Kristiansand - Osló - Berlín og Michael sækir mig til Berlín og so bara roadtrip og fjör í Germaníunni til 2. maí en þá eigum við saman flug Berlín - Keflavík. Lúkkar asskoti vel verð ég að segja. Get ekki beðið eftir að fá frí á launum, hef aldrei átt sollis, maaaagnað.
Binna, here I come
Góður svipurinn á gellunni hægra megin
Annars hefur lítið sem ekkert gerst hjá mér síðan ég bloggaði síðast. Bara vinna alla dagana og svo fórum við systur í fjörðinn í gær, það var ágætt. En ég lærði einn hlut í þessari viku og þar sem þetta er svo asskoti merkilegt þá verð ég að deila því með ykkur. En ég er búin að finna út hvað getur fengið hvern sem er til að langa að murka úr sér lífið. Bara fara framm á svalir og já do what ever, en það er að horfa á Undankeppnina í ÞÝSKU Eurovision. Þið sem haldið að íslenska undankeppnin sé horbjóður með meiru og fær yndislegasta fólk til að grenja af sorg þá ættuð þið að sjá þetta. Þetta er svo hræðilegt að ég bara gat ekki meir, mig verkjaði í hausinn yfir "sönghæfileikum" fólksins, mér langaði að stinga úr mér augun þegar ég sá dansana og FÖTIN sem þetta pakk klæddi sig í, já og EKKI í og ekki má gleyma að ég tróð næstum greyið Sophie inn í eyrun á mér til að þurfa ekki að hlusta á þetta *hrollur*
Flott?
Svo ég haldi áfram að tala um undankeppnina í Euro þá má ekki gleyma þessum hryllingi sem er að komast í gegn þetta árið. Hey, hey, hey we say ho, ho, ho, með gaurum sem eru að drepa karlmenn Íslands. Þeim er að takast að troða því í hausinn á þessum gaurum sem við stelpurnar eigum að vera hrifnar af til að raka sig ALLSTAÐAR, hvort sem það er inn í rassinum eða undir höndunum eða já á bringunni, fara í ljós 10x í viku og má alls ekki gleyma strípunum sem er víst svo töff að vera með í hárinu.
Fojjj
Eitthvað hefur þetta farið framhjá mér að sé dead sexy. Endilega látið mig vita ef ég er að missa af einhverju. Kannski við stelpurnar ættum að vinna upp allt þetta hármissi og byrja að safna hreiðri undir höndunum og skógi á fæturnar?
Góóóð hugmynd. Pant vera EKKI fyrst
En well well
Atli, Ása og Hreiðar eru að fara til Sölden og ég væri sko að ljúga ef ég myndi segja að ég væri ekki öfundsjúk. Mig sko dreymdi í nótt ekkert nema Sölden. Laaaangar skíðabrekkur, flügel, Isidor, Thomas, Zipfer, Bistro, yndislega konan í Spar og bara allt hitt. Saaaaaaknað þess svoooooo.
Í dag er Þorrablót hjá Miðstöð. Sem þýðir að Michael er að fara upp í verkstæði, drekka brennivín og éta hákarl. En konunum, sem og konunum þeirra sem vinna hjá Gúmmíbátum og einhverri fatabúð niðrí bæ er boðið á Friðrik V. Þangað hef ég aldrei farið, en á víst örugglega eftir að éta og dre *hóst, hóst* kka yfir mig, hahaha.
Núna er ég að horfa á Simpsons með þýsku tali og ég er farin að halda að ég sé að fá skallablett. Jakk. Þetta skemmir alveg þáttinn. Er að spá í að skella mér barasta í shower, er komin með gæsahúð á rassinn yfir þessum fáranleika.
Sjáumst,
Anna Lóa sem er að fara að hitta Friðrik
p.s. Sunna það er sybbinn en ekki sibbinn
Athugasemdir
HAHHAHHAH þetta er toppurinn á vikunni;) híhí að lesa bloggið þitt heheh og í þetta skiptið var það úber gott hehe en hey ég skal taka Sophie ef þú ætlar á annað borð að troða henni uppí eyrun á þér hehhehe
Þér hefur einnig tekist hið ómögulega...að leiðrétta Sunnu í íslensku
Sunna: Ég skal sjá um að taka þig í áfallahjálphíhí
Ohhh ég sakna Binnu...bwwaaa öfunda þig helling af því að eiga launað sumarfrí oohhhh það er svo nice
En já kannski að ég hendi inn einu bloggi ummmm ni er búin að skrifa nóg í eitt komment
Hafdís (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 17:33
Hei.. ég veit það alveg.. en mér finnst asnalegt að skrifa sybbin. Pff.
Og mér finnst Heyhey lagið nú skömminni skárra heldur en helv.. djö... Dr. Spock pakkið. Ég hlustaði á lagið um daginn bara til að reyna að heyra þessa snilld í því.. en ég bara heyrði hana ekki? Getur einhver bent mér á?
Jakk.
En annars dúlla.. skemmtu þér með Friðrik ahahhaha
Sunna (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 18:11
Gott blogg, 6 stjörnur af 5 mögulegum :) Vorum að ræða busapartý helgina sem þú kemur, hvernig lýst þér á það? Busarnir okkar eru meistarar í djammi ;) hitti einn þeirra á djamminu í gær :P
Það er sexy að hafa rasshár, þjóðverjarnir hafa líklega nóg af þeim?
Best að gá hvort heit eða köld sturta hristi ekki af mér þynnkuna svo ég komist aftur út í kvöld, heyrumst sweety pie!
Binna (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 16:34
Anna mín ef þú ætlar að gerast svo fræg að leiðrétta aðre - endilega skrifaðu þá "mig langar" ekki "mér" ;) bara svona smá note.
En já ég ætlaði alltaf að heimsækja þig í þynnkunni þinni - en það var víst ekki á döfinni hjá þér heheh.
Mig langar til útlanda... þá meina ég ekki til að gera skólaverkefni í ferðamálafræði.
Þetta verður ofurstuð hjá þér. Og ykkur.
Kata (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.