29.2.2008 | 20:27
Föstudagur enn og aftur
Jæja.
Hvar á ég að byrja? Það sem hefur gerst síðan á laugardaginn er, ööö, er, skoooo, öööö, sko, hmmm, ég veit hvað er besta orðið til að lýsa því :
EKKERT!
Gjörsamlega ekkert. Já okei, það gerðist alltof mikið en megnið var bara leiðigjarn einsog vinna, koma heim, sturta, éta og svo sofna yfir einhverjum rosalega fræðandi og skemmtilegum þýskum þáttum. Ég held að mig fari bráðlega að dreyma á þýsku, haha. Það yrði nú gaman : ein, zwei - polizei. Hahaha
Ætti ég að segja eitthvað um hann Friðrik minn? Ég skal segja ykkur hvernig uppskrift frá Friðriki virkar alveg rosalega vel;
Bjór (FLEIRItölu) í forforforforrétt ásamt brauðstöngum með bræddum osti
Kokteill í forforforrétt ásamt saltfiski í bauk
Kampavín í forforrétt með engu, bara svona í tilefni þess að við konurnar erum fallegustu konur norðsins frá köllunum sem voru á borðinu við hliðin á okkur.
Hvítvín í forrétt með humar á fjóra vegu sem var btw geðveikt! Humarsúpa, steiktur humar, soðinn humar og svo einhversskonar humar sem ég man ekki hvernig var, át hann samt sem áður með bestu lyst
Eplasnafs í millirétt frá gaurunum á hinu borðinu, sem voru orðnir mjög svo háværir
Rauðvín í aðalrétt með hreindýravöðva í súkkulaðisósu, já ég sagði súkkulaðisósu!! Hún smakkaðist alltof mikið eins og súkkulaði, hahaha, þótt ótrúlegt sé. Ég ákvað að sökkva hreindýrinu mínu í einhverri annarri sósu svona til að reyna að minnka súkkulaðibragðið, það gekk ekki vel.
Í eftirrétt var svo eitthvað sem ég pantaði ekki og át Balli það örugglega með bestu lyst,
en ég hef ekki hugmynd um það því ég stakk af þegar Michael kom í heimsókn til Friðriks. Ég nefnilega ákvað að fá mér smá göngutúr og ákvað að það væri ekki viturlegt að gera það ein. Michael var orðin eitthvað skáeygður þar sem göngutúrinn endaði í soldnu miklum sveigjum og eiginlega bara einsog Z hahaha
Göngutúrinn endaði svo aðeins lengri en við bæði plönuðum og allt í einu, bara svona upp úr engu þá vorum við komin heim. Hahaha. Ekki nenntum við að labba tilbaka, herra skáeygður og frú ekkert minna skáeygð.
Gott kvöld samt sem áður, talaði við Herra og Frú Friðrik, sem eru voða fínt fólk. Maturinn var góður, nema súkkulaðisósan sem var já súkkulaðisósa ef ég þarf að segja það aftur!
Ég vil líka koma því á framfæri að ég var ekkert þunn á laugardaginn sem ég skil engann veginn, hahaha. Gott samt sem áður.
Hvað gerðist annað í þessari viku, hmmmm. Já, ég fór í sund í gær. Sem er nú enginn frétt nema það að mér tókst loksins að draga Michael með mér. Tókst að fylla hann af bulli hversu gott það væri að hanga þarna þegar það væri enginn þarna og það yrði örugglega eiginlega enginn. Ég er svo rétt að klára að sturta mig þegar hópur af stelpum og þá meina ég GELGJUM og enginn smá hópur. Allir skáparnir kláruðust og helmingurinn af þeim (stelpunum en ekki skápunum, hehe) gengu í hringi með fötin sín í körfu. Ég rétt náði að henda mér út úr klefanum og ofan í laugina. Mér langaði nú samt sem áður að hverfa þegar ég sá svipinn á Michael, greinilega að strákaklefinn var ekkert minna krádet. Haha. Við skelltum okkur svo í úti-stóra-pottinn og það var varla að við kæmust fyrir. Það voru gelgjur af báðum kynum útum ALLT. Við gerðum okkar besta að chilla, en omg. Það voru píkuskrækir útum allt og þá meina ég útum allt, ég ákvað að synda nokkrar ferðir og ég sver að ég heyrði píkuskrækina meðan ég var í kafi. Hryllingur.
Hundraðfjörtíuogtvær gelgjur eru núna sem sagt á Akureyri á bretti og greinilega vera í sundi
Ekki skánaði það þegar þau fóru að tala um að Akureyringar töluðu svo fyndið og héldu að þetta væru bara brandara um að við værum svo harðmælt en OMG greinilega ekki. Svo kom rosalegur svipur á eina stelpuna og svo sagði hún : Það var ein stelba geggt hneygsluð á mér og sagði hey það er aKureyri en eggi aGureyri og ég bara OMG, ogeiii.
*hrollur*
Ein stelpan labbaði þó um einsog einhver hefði stungið heilli skóflu upp í rassgatið á henni. Ég komst þó að því að hún var með brákað rófubein, sem er ekki gott en vonandi skárra en heil skófla.
Önnur var handleggsbrotin, sú þriðja grenjaði því brettið hennar var með sprungu, sú fjórða fór tvo hringi í stólalyftunni því hún komst ekki út úr henni og sú fimmta sagði að Agureyri væri hræðileg að gera þeim þetta.
Greinilega er það núna elsku Akureyri að kenna að gelgjur frá Reykjavík kunna ekki á bretti, ekki mógðast Kata þar sem ég þori að veðja handleggjunum á mér upp á það að þær voru ekki að stökkva þegar þær meiddu sig, hehe
-----------------------------------------------------------
En annars er ég bara heima núna, ein, btw að horfa á Grey's Anatomy. Var að vinna í dag, aukavakt og var því að vinna í dag fimmta daginn í röð og á sex daga eftir, lökkí mí. En ég ætla að vinna eins mikið og ég get þangað til ég fer út því ég vil geta eytt peningum út í Noregi, Þýskalandi og Austurríki. Jamm, við hjúin erum búin að ákveða okkur að skella okkur til Austurríkis, sem sagt Sölden, víí. Þannig að 22. apríl verð ég í Sölden vívívííí.. Road Trip.
En ég er sökkin ofan í hversdagsleikann og ætla að njóta þess í botn. En ég búin að vera ein heima núna í 3 tíma og ég er að verða geðveik. Held að ég verði að skella mér út og gera eitthvað, súrefnisskorturinn er að gera útaf við mig. Kannski ætti ég að opna glugga? Æjji nenni því ekki.
Anna Lóa sem er þreytt en í góðum fíling
bætt við 3. mars : sá að ég skrifaði brákað rifbein en ekki brákað rófubein hjá stelpunni, hehe
Athugasemdir
NEeeeeeiiiiii ég náði ekki að kommenta á föstudagsbloggið á föstudegi...gvuðððð ég skammast mín, það er búið að vera svo mikið að gera og ég hélt að það væri fimmtudagur;) hehehehe jebbb crazy just me...
humm ég hef eiginlega ekkert að segja nema að ég mundi vilja vera í norge núna...Svala og Binna á leið á djammið...
P.s flott sms-ið sem ég fékk um daginn hehe sem byrjaði svona: "Afhverhrju fr eg svona full?" greinilegt að hann Friðrik hefur staðið undir sínu.
HB ská B;)
Hafdís (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 00:07
Hahah, já klárlega ekki að stökkva. hehe.
Greyin að AKureyri hafi verið að fara svona illa með þær.
En já - getur maður verið latari en maður er búin að vera þessa helgina... held ekki.
Kata (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 16:19
Svínnnng.. goooott blogg beibí. Verð nú allavega að hitta þig áður en þú ferð út híhí
Sunna (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 21:01
hahahahahaha snilldin ein þessar gelgjur, en alveg í hófi samt, fæ minn skerf af þeim í strætó. Vorum við einhvern tímann svona??
En hvað segiru um að hafa bekkjarhittingin á fimmtudagskvöldinu 20. mars?? Kemstu þá?
Sunna Eir (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 21:53
Já stelpur þið misstuð af miklu fjöri um helgina =)
Held að Anna Lóa sé hætt að blogga alla aðra daga vegna pressunnar á föstudögum...
Skil ekki súkkulaðisósu með kjöti... jakk...þá hljómar nú maltsósan betur :)
Binna (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.