Laugardagur

Jamm, það er laugardagur og ég bloggaði ekki í gær. En ástæðan fyrir því er sú að ég og Michael fórum í sund og svo út að borða og svo kom ég heim og var þá búin að plana að henda inn stuttu bloggi en leið eitthvað skringilega og fór bara beint inn í rúm.

Kl.4 vaknaði ég svo og leið ÖMURLEGA og fór inn á bað og ældi og ældi. Núna er ég veik heima, með hita, hálsbólgu, hausverk og illt bara allstaðar. Sem betur fer er ég ekki við það að fara að æla og ég vona að það haldist þannig út daginn allavegna.

Þetta er ömurlegt.

Blogga aftur seinna þegar mér líður betur 

Þangað til, tjá

Veika Anna Lóa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff hvað er svekkjandi að vera með ælu, sérstaklega ef það er ekki hægt að kenna drykkju um... Samhryggist, láttu þér batna elskan!

Þér verður jafnvel fyrirgefið fyrir að  fresta föstudagsblogginu um 1 dag

Binna (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 13:16

2 identicon

úffffff æji litla snúlla láttu þér batna kjútí

Hafdís (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 13:45

3 identicon

ekki gaman að eyða laugardegi í veikindum en vonandi batnar þér sem fyrst!

Ruth (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 13:49

4 identicon

Æhh greyið mitt. Vonandi er þér batnað. Ég skal henda inn bloggi bráðum svo þér líði betur

Sunna (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 10:30

5 identicon

Jæja - núna er kominn mánudagur. Vonandi er heilsan eitthvað skárri.

 kv.

Jón Sindri (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband