10.3.2008 | 19:55
Mánudagur
Ég er á lífi. En get ekki sagt að þessi helgi hafi verið auðveld. Svo aldeilis ekki. Einsog ég sagði ykkur þá byrjaði hún svona skemmtilega á aðfaranótt föstudagsins að mín ældi öllu því sem hún gat ælt og hefur örugglega vakið hálfa blokkina með látunum í sér, smekklegt?
Laugardagurinn fór svo allur í að aumka sér upp í rúmi og í sófanum fyrir framan sjónvarpið. Horfði á ófáa Gossip Girl þætti sem eru ágætis afþreying, kemst í smá svona O.C. fýling yfir þeim. Michael fór á bretti og ég var að sálast úr öfund og ekki skánaði það að hugsa um að Atli, Hreiðar og Ása hefðu verið í Sölden fyrir stuttu. Anna Lóa mjöööög svo afbrýðissöm.
Elsku besta Sölden, væri næstum til í að fara þangað aftur að vinna.
No worries, no stress og ENGAR skyldur
*Andvarp*
Ég sem var svo búin að plana að fara á djammið á laugardaginn, þar sem ég hef ekki drukkið snefil af áfengi í núna 17 daga. Ekki baun. Ekki einu sinni einn sopa af bjór. Spurning hvort maður haldi sig bara frá þessu áfram þangað til ég fer til Noregs...? Spurning, spurning, góð spurning.
Ég fór svo í vinnuna á sunnudeginum, sem var eitthvað það heimskulegasta sem ég hef gert síðustu, hmmm, síðustu daganna. Ég hélt allan morguninn að það myndi líða yfir mig, gleymdi helmingnum af því sem ég átti að gera og var bara í ruglinu. Eftir hádegi fékk ég svo nóg og spurði Hönnu hvort ég mætti ekki fara bara heim þegar ég væri búin, og jújú auðvita. Svo um kl. hálf þrjú þá var ég búin með mín verk og stóð upp við vegginn og beið eftir einni konunni til að ath hvort það væri nokkuð fleiri pantanir. Ég þurfti næstum að halda mér í vegginn svo ég myndi ekki detta í gólfið og stóð bara þarna sljó og útúr heiminum þegar ég heyrði öskrað : Anna Lóa FARÐU heim!!
Svo mín hunskaðist heim og lá upp í rúmi það sem eftir var dagsins, hálf sofandi og út úr kú. Út úr kú er þó betra en inn í kú, right?
Mér tókst allavegna með þessari ælupest minni að fá alla vinnufélaga mína til að halda að ég væri ólétt. Just great. Það að æla edrú og ekki í þynnku er ógeð. Ógeð og já ÓGEÐ!
Fojjjj
*hrollur*
Michael fór svo til tannlæknis í dag, tvisvar btw. Gaurinn klúðraði fyrsta skiptinu eitthvað svo Michael var orðinn út úr heiminum af sársauka kl.4 þegar ég var búin að vinna, svo það kom ekkert annað til greinaen að fara aftur með hann til tannsa. Ég sat svo inni hjá honum allan tíman og sá allt sem tannsinn setti upp í hann og ég er ekki frá því að ég eigi eftir að fá martröð í nótt. Nálarnar voru huges!
Eftir að hafa séð þetta life þá er ég næstum á því að það er betra að vera í stólnum en áhorfandi. Michael var deyfður til anskotans og fann ekki fyrir neinu en ég fékk illt í hjartað og gæsahúð á bakinu við að sjá þennan óþverra sem gaurinn notaði. Jakk!
Anna Lóa sem fer í sumarfrí eftir 39 daga
Athugasemdir
Æji litla snúlla vona að þér sé að batna...þetta er eitt af því versta sem getur komið fyrir mann þessi vibba ælupest
Hafdís (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 17:16
Það er svo kúl að vera með gleraugu yfir gleraugu.
Nei nei, segji bara svona. Allt í flippi.
Mig langar á snjóbretti.. og þó... mér er of kalt.
Misstir af ofur góðu djammi eins og þú last um á blogginu, bömmer að vera lasarus.
Þú ert klárlega bara ólétt.
Kata (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 17:51
Vííí ertu ólétt!! jei!!! nei djók.. væri samt gaman hahhhha.. En ég vorkenni þér agalega músin mín. Ertu ekki til í fótbolta á þriðjudögum samt? Kannski ef við reddum tíma. Ég þarf að fara að heyra í þér. Fer í páskafrí á miðvikudaginn eftir viku, þá kem ég og knúsa þig!!! Sakna þín!
Sunna (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 18:52
ójá Anna...plís..en það eru sko reglur....það er bannað að vera í körfuboltaskóm og sparka í fólk...og já helst ekki handleggsbrjóta fólk hahahhahahahahahhahahhahahaha dddjjóóokkk ég á reyndar eftir að hefna mín..múahahhahahaha
Hafdís (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 22:09
Hahahahahahahha við þurfum að geyma Lúlú uppí stúku híhíhíhíhíhíhí
Sunna (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 11:50
Hmmm..verst að ég passa ekki lengur í körfuboltaskóna mína
Ég er game í hvað sem er, hvar er þessi fótbolti samt? Og ég vil taka það framm að ég hef ekki verið í svona lélegu formi síðan God Knows When.. Get kannski bara verið í marki og Haddý getur þá hefnt sín allsvakalega?
Anna Lóa (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 12:55
hhaha ég lofa að meiða þig ekki elskan:) En þetta yrði á Hrafnagili, Sigrún er að redda þessu;) það er máske tími að losna á þriðjudögum klukkan 20:00 kemur vonandi í ljós bráðlega
Hafdís (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 22:51
jahhá bara fótbolti án mín :(........... ég mæti kannski sem óboðinn gestur fyrst þið eruð búin að segja hvenær þetta er ;)
en já tel það gott ef þú heldur þér þurri þangað til þú kemur hingað :) en spurning hvort þú þurfir ekki upphitun áður en þú kemur hingað :P ég er í svo svakalegu formi... nema ég taki mér pásu? :)
Binna (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 19:03
Þar sem ég er þá ert þú ekki óboðin gestur Binna thíhíh
Hafdís (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.