Útlendingar

Ég þarf aðeins að fá að röfla. Ætla að biðjast afsökunar fyrirfram ef ég hneyksla, móðga eða særi einhvern með því sem ég ætla að hreyta út úr mér.

Þetta verður ekki þetta typical föstudagsblogg þar sem ég ræði um alla þá yndislegu hluti *hóst* sem gerast í þessu lífi mínu yfir vikuna, hehe. Engar fyllerísögur eða neitt þannig, og þó Binna, þá efast ég um að ég haldi mér frá djammi þangað til 18. apríl, hahaha LoL

Ég á kærasta sem er ekki Íslendingur, eins og þið vitið líklegast flest. Ef ekki, þá verð ég eiginlega að spyra ; hver í fjáranum ert þú og afhverju ertu að lesa bloggið mitt?? Errm

En anyways, ef að Michael minn kom með mér til Íslands hef ég tekið eftir því hvað fjölmargir Íslendingar halda alltaf að Ísland sé bezt og að fólk annarsstaðar úr heiminum sé ekki næstum því jafn duglegt, sniðugt, fallegt og frábært og við Íslendingarnir. Ég hef verið gerð orðlaus, og þið sem þekkið mig vitið að það getur verið ágætis challenge, hehe Tounge ..Orðlaus á fordómunum sem lifir í fólki, orðlaus á fávisku fólks og orðlaus á því að fólk skammast sín ekki einu sinni fyrir það sem það lætur út úr sér! 

Útlendingur. Ef þú ert útlendingur á Íslandi, ertu um leið stimplaður sem Pólverji. Mest öll íslenska þjóðin hefur nú ekki mikið álit á Pólverjum og er ég þar engin undantekning. En ég er þá að tala um þá Pólverja sem neita að læra íslensku og halda að allar stelpur vilji að þeir nuddi sinni sveittu bumbu í sig! Mér myndi þó hrylla jafn mikið yfir sveitta belgnum þó han væri Þjóðverji, Rússi, Breti, Bandaríkjamaður eða bara Íslendingur. Ég er yfir höfuð á móti fólki sem flytur til annars lands og reynir ekki að læra tungumálið sem talað er í landinu og sýnir því ekki einu sinni áhuga.

Ég hef sjálf búið í öðru landi og verið því útlendingur og ég held að ég muni aldrei gleyma þeim fordómum sem ég og hinir íslensku krakkarnir urðum fyrir;

  • Ég var margsinnis spurð hvort ég ætlaði ekki að flasha og dansa upp á borðum, þar sem það væri víst thing okkar íslenskra stelpna
  • Ef eitthvað fór úrskeiðis í Mitarbeiter húsinu í Sölden þá voru við, íslensku krakkarnir, alltaf tekin á teppið
    • Stól var hent út af 5tu hæð - NB, við bjuggum ÖLL (nema Ragna) á 4ðu hæðinni þegar þetta var. Nema Ragna hafi bara tekið sig til og hent stólnum út um gluggan? Skamm, skamm Ragna Smile
    • 10. febrúar þurftum við að mæta á fund, þar sem einhver gat ekki sofið um nóttina vegna hávaðar. Enginn annar þurfti að mæta á fund nema við íslensku krakkarnir. Þetta kvöld (9. febrúar) vorum við ÖLL farin snemma að sofa og vorum bara að horfa á video, þar sem við vorum flest öll þunn. Við djömmuðum full mikið kvöldið áður eða 8. febrúar á afmælinu mínu. En það kvöld var ekkert kvartað undan hávaða, vírd.
    • Við mættum svo einu sinni á fund vegna þess að einhver braut ljós á hæð þar sem enginn íslendingur bjó, og meira segja var þetta HINU meginn í húsinu!
    • Þegar einn þjóðverjir byrjaði að vinna á Giggijoch þá var honum sagt að hann gæti sofið hjá hvaða íslensku stelpu sem hann vildi, þeim öllum þess vegna. Því greinilega kunna íslenskar stlepur ekki að halda sér í brókunum.

Ég man hvað okkur sárnaði yfir þessum fordómum sem við lentum í og því sárnar mér alltaf þegar ég sé hvað Íslendingar geta oft verið slæmir. Sumir eru svooo rosalega þröngsýnir.

Heldur fólk virkilega að Þýskaland og Þjóðverjar hafi ekki þjáðst nóg útaf WW2 og Adolf Hitler og öllu því, svo það þurfi ekki að hlusta á fólk tuða um það núna 60 árum seinna.

Ég er Íslendingur og er í þokkabót það ung að ég hef aldrei upplifað neitt á borð við þessa harmleiki sem fólk hefur lent í og því er auðvelt fyrir mig að slá öllu upp grín og hafa gaman. En ég verð að gera mér grein fyirr því að það finnst ekkert öllum þetta fyndið.

Ég fór með Michael í Bakaríið við Brúna í sumar og það sat strákur á næsta borði við okkur í bol með mynd af Hitler og svo einhver agalega fyndinn brandari. Michael varð allur eins og kleina og spurði mig hvort þetta væri virkilega leyfilegt hér á Íslandi og að fólk fyndist þetta fyndið? Því í Þýskalandi yrði þér hent í fangelsi fyrir þetta.

Hann hefur einnig lent í því að minnsta kosti tvisvar að fólk orgar Sigael (veit ekki hvernig það er skrifað) á hann og svo hlær þetta fólk bara. Hefur ekki minnstu hugmynd hversu særandi eitt orð getur verið.

Útlendingar eru ekki geimverur. Þegar ég fer til Theisa, sem er 800 manna heimabær Michael, þá finnst mér eins og fólk horfi á mig eins og ég sé geimvera. Vera frá annarri plánetu en ekki bara frá öðru landi. Fólk er hrætt við það sem það þekkir ekki. Það gengur að mér eins og ég sé smitsjúkdómur, en kemur þó. Það er kurtiest og reynir að kynnast mér, passar sig samt mjög vel en er forvitið. Mér finnst að fólk hér á landi reyna að forðast það að kynnast útlendingum. Það mætti reyna meira að kynnast þeim og bjóða þeim kurteislega velkomin til landsins okkar. Landsins sem við erum svo stollt af.

Er ekki erfitt að vera með Þióðverja? Er klassík spurning sem ég er mjög oft spurð að. Afhverju ætti að vera erfiðara að vera með Þjóðverja heldur en Íslendingi? Karlmenn eru alltaf karlmenn, hahaha, smá fordómar Grin

Michael ólst upp í litlum smábæ, eins og ég. Þegar hann var lítill fannst honum gaman að búa til snjóhús, fara út að hjóla og spila fótbolta með vinum sínum. Eins og öllum íslenskum börnum. Auðvitað alast krakkar í öðrum löndum öðruvísi upp, en krakkar í Reykjavík alast einnig oft öðruvísi upp en krakkar á Akureyri. Fjölskyldan i næsta húsi elur börnin sín öðruvísi upp en hitt fólkið í götunni.

Þegar ég fór til Belgíu þegar ég var 17 ára, þá var ég spurð hvort ég vildi dansa. Það var sem sagt strákur sem gekk upp að mér og spurði : do you want to dance? Það hefur ekki gerst síðan ég hætti að vanga. Hahaha, vanga.. Hér kemur strákur dansandi til þín og byrjar að nudda sér upp við þig og ef þú segir nei, eða ýtir honum í burtu, þá snýr hann sér bara að næsta fórnalambi.

Hann á aldrei eftir að vilja neitt meira en bara að soifa hjá þér! Vertu ekkert að gera þér vonir um eitthvað sem aldre á eftir að gerast og á bara eftir að særa þig! Þetta var sagt við mig þegar ég byrjaði að vera með Michael. Sá sem sagði þetta, þekkti Michael ekki baun, hafði aldrei séð hann eða hvað þá talað við hann. Vissi bara að þetta væri útlendingur og því væri þetta lost case og því fyrr sem ég gerði mér grein fyrir því, því betra.

Núna 14 mánuðum seinna er ég ástfanginn upp fyrir haus og hamingjusamari en ég hef áður verið. Mér líður frábærlega og ég get aðeins einni manneskju þakkað fyrir það og sú manneskja er

Útlendingur

Öll dýring í skóginum eiga að vera vinir 

Ég veit að ég er enginn dýrlingur en ég bara varð að koma þessu út úr mér Kissing

Anna Lóa sem líkar ekki vel við fordóma 

og sérstaklega þá sem hún hefur sjálf Frown

 

p.s. 5 vikur í Noreg, víííí Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Lóa Svansdóttir

Ég var að tala við Ágúst og til þess að fólk misskilji ekki alveg, þá er ég ekki að segja að enginn megi gera grín af Hitler nema Þjóðverjar. En málið er að Þjóðverjar myndu aldrei öskra Sikael á eftir hver öðrum, það er svona eiginlega over the line.

Ég meina Michael á ógeðslega fyndna myndasögubók um Hitler, sem er eitthvað það fyndnasta sem ég hef lesið. En Þjóðverjar myndu ekki gera grín af Gyðingadrápunum né líkja hver öðrum við þennan mann. En gera grín af hversu snargeðveikur þessi maður er, er víst annað mál, hehe.

Besta setning þessa bókar var auðvitað : Ich will nicht ohne Gummi ficken!! Mwahahahaha

Anna Lóa Svansdóttir, 14.3.2008 kl. 20:59

2 identicon

Þú kannski trúit því ekki en ég las þetta ALLT saman;) hehehe og ég er eiginlega bra alveg sammála þér...

Hafdís (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 23:37

3 identicon

Heil Hitler, das Schwein ist tot!

Góður brandari, hehe

Viðar Svansson (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 14:38

4 identicon

skellti mér í lestur á þessu STUTTA bloggi og vá hvað ég er sammála. Fyndið samt að vera spurð hvort það sé ekki erfitt að vera með útlendingi... afhverju er maður ekki bara spurður, æi er ekki erfitt að vera með íslendingi.. ;o)

Árný Guðrún (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 22:02

5 identicon

Hehe allt fólk er erfitt, sama hvaðan það kemur :) ég er nú að fara að búa með þjóverja, skal láta þig vita hvort það verður erfiðara enn norðmenn og íslendingar.. :) 

Mánuður í Norge, woohoo

Binna (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband