18.3.2008 | 22:25
Greyilegur þriðjudagur
Stundum vildi ég óska að ég get flogið fyrir ofan mig og séð hversu aumkunalega aumingjaleg ég er stundum. Dagurinn í dag var sko enginn undantekning.
Ég vaknaði í morgun við orgin í sjálfri mér. Leit svo á Michael og hann spurði : hvaða fjárans mjólk ertu að tala um? Þá hafði ég verið organdi ða það væri sko mjólk útum allt. Þá var minni að dreyma að hún væri í vinnunni og það hefði farið mjólkurgrautur á gólfið og mjólkin lak útum allt. Alveg yndislegt að vakna og vera að fara í vinnuna í 8 tíma og vera eiginlega búin að vera í vinnunni alla nóttina, hehe.
Ég fór svo og fékk mér dýrindis morgunmat. Eitthvað sem gerist ekki betra. Búin að kúra upp í rúmi með elskunum mínum tveim, í hálftíma, og svo rúllaði mér framm úr, bjó mér til Beyglu með öllu því sem ég fann inn í ísskáp. Mmmmm. Best í heimi. Og ég hugsaði með mér : Ohh, þetta verður örugglega góður dagur. Svo fer ég og tek ruslið og fylli lúkurnar af dagblöðum og öðru rusli sem ég ætla að fara með út í geymslu. Ég stend í dyragættinni og geri þetta venjulega, gramsa í veskinu og vösunum til að tjékka hvort ég er ekki með allt. Veski + lykla + símann + vinnukortið. Þá tek ég eftir því að ég er lyklalaus. Man þá að lyklarnir múnir eru í Fabió, sem er læstur í bílakjallaranum.
Great.
Fer aftur inn, gramsa gjörsamlega í ÖLLU til að ath hvort við eigum nokkuð auka lykil einhversstaðar, þar sem ég er orðin way to late til að labba í vinnunni. Finn lykil í draslskúffunni, og hugsa með mér, ég VERÐ bara ða treysta að þessi lykill gangi að kjallaranum! Var búin að ýminda mér hvernig það yrði ef ég myndi neyðast til að skilj allt ruslið eftir útum allt og hlaupa í vinnuna. En neibb, lykillinn gekk að lásnum og mín komin inn. Fékk þá aftur þá flugu í kollinn að þetta yrði greinilega góður dagur. Not so fast elskan mín. Ég henti ruslinu og flokka það eftir minni bestu getu, og heyri svo óskemmtilegan dynk þegar ruslið datt ofan í tunnuna. Æjj nei, hvað var þetta! Gramsa í veskinu mínu og tek eftir því, mér til mikillar hamingju að síminn minn er horfinn. Svo, nú var komin tími á mína að fara með hausinn á undan ofan í tunnuna og grafa upp símann. Æðislegt.
Eftir þetta þá gat ég finally sest upp í Fabio og lagt af stað. Umferðin er æði svona rétt fyrir átta, já eða EKKI. Þó asskoti skárri en það sem maður lenti í í Reykjavík. Ég náði svo að koma mér í fötin og gekk inn í eldhúsið. Hugsandi um að þetta væri kannski ekki eins góður dagur og ég hélt í byrjun. Búin að hálf læsa mig úti og kafa ofan í ruslatunnu.
Vinnudagurinn einkenntist svo að því að skaðbrenna mig Í GEGNUM vettlinga af spaghetti, já ég sagði spaghetti, missa appelsínusafa ofan á löppina mína, fá flís úr svona ógeðslegu spítubretti, klemmdi mig á kössum og fleira skemmtilegt.
Held samt að toppurinn hafi verið þegar ég var að þrífa pottana eftir matinn. Ég er 161cm á hæð og einn potturinn er 180L ..svo you to the math.. Þegar ég var að þrífa botninn á pottinum, þá hefur örugglega ekkert sést nema bossinn á mér út í loftið. Svo er ég með svona slöngu með "byssu" á endanum til að skola sápuna og drulluna í burtu, og ég setti hana á gólfið og þá ætti að vera í lagi þar sem það kemur ekkert vatn nema maður ýtir á "gikkinn". En NEI, byssann lenti á gikkinum á gólfinu og festist í botni og vatn útum ALLT. Ég varð svo rennandi blaut sem og allir veggirnir, loftið og já allt saman.
Just perfect day. Var svo guðslifandi fegin þegar ég gat loxins farið heim.
Helgin var annars ágæt. Steffý kíkti í heimsókn á laugardagskvöldið og við enduðum selbverständlich á Kaffi Akureyri. Algjör snilld. Kíktum einnig á Amor, dönsuðum þar með Stellu C-cup. Hahahaha. Setning mánaðarins átti sér stað fyrir utan Amor
Anna Lóa, þú fórst á hnén, skiluru, hné-in!!
Getið misskilist helvítil illa, og þó. Held að þessi setning sem slæm hvernig sem maður skilur hana, hahahahahaha.
Var komin heim einhvern tímann og þá hringdi síminn minn - ég skellti á. Sama manneskjan hringdi í símann Michael - hann skellti á. Síminn minn hringdi aftur - og enn skellti ég á. Svo hringdi síminn Michael aftur - og hann ætlaði að slökkva á símanum, en ég bannaði honum það, sagði að þessi manneskja myndi aldrei hringja 4x nema það væri eitthvað að. Svo ég svara og þetta kemur :
Anna Lóa, ég þarf að æla
Hahahhahahaha. Thanx. ..mjög mikilvægt greinilega..
Annars nenni ég ekki að setja inn myndir strax. Er way to lazy til þess núna. Vinna á morgun 8-16 og svo 12-16 á fimmtudag og svo páskafrí !!!!! Get ekki beðið
Anna Lóa sem er að fara í páskafrííí
p.s. Rafn greyið bróður minn fótbraut sig á sunnudaginn og dauðvorkenni ég greyinu.
p.s.s. 31 dagur í Noreg (4vikur + 3 dagar) jeeeeeeeiiiiijjj
Athugasemdir
Kallast ekki 31 dagur öðru nafni mánuður? :)
Vá hvað þessi dagur þinn hljómaði ekki spes....! Vá mig langar í 180l pott, gæti örugglega notað hann sem heitapott :) efast samt um að það væri pláss fyrir hann á hellunni minni... hmm :)
Þú vildir ekki í venjulega köfun en ferð frekar í ruslaköfun, skil það nú ekki alveg ;)
Binna (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 16:59
Hæ beibí.. hljómar skemmtilega þessi dagur hjá þér. Samt fyndið blogg hehehe
En það er hittingur á mán! Allir að muna það. Annars heyri ég í þér á lau, er að fara á fjöll í dag HAHA en verð ekki veðurteppt fram á mán, ég lofa!
Sunna (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.