Föstudagsblogg á laugardegi

Ég vaknaði í morgun eftir ógeðslegan draum. Ég var svo viss um að þetta væri í alvöru, það tók mig örugglega korter að gera mér grein fyrir því að þetta væri bara draumur. Ekki nóg að þessi manneskja angri mig í mínu venjulega lífi, nei hún er farin að angra mig í draumunum mínum líka. Baaaaah. Mér leið þó eitthvað betur að ég barði þessa manneskju svo rækilega í buff og reif af henni allt hárið í draumnum. Og svo þegar ég vaknaði alveg í sjokki, þá var svo gott að geta bara knúsað Michael minn og reynt að fara aftur að sofa Sleeping

Í dag erum við svo bara búin að liggja upp í rúmi og horfa á Friends, Fótbolta og hanga á netinu. Ótrúlega næs eitthvað. Eins góður laugardagur og maður getur hugsað sér og á vonandi eftir að verða bara betri. Ekki skemmir líka að ég fékk bestu fréttir í laaaangan tíma, úúúú, til hamingju ástin Kissing

En jamm...hmmmm..einsog ég sagði þá kíkti ég út þarna 15. mars með Michael mínum og Steffý minni. Það var voða fjör Cool ..var þá ekki búin að fara út í mánuð og ekki búin að drekka dropa af áfengi allan þann tíma, góð Anna Lóa

Ég og Steffý :-)

Hahahaha..ég komin með lúkkið..

Ég held samt að Sophie hafi eitthvað verið að snuffa bjórflöskurnar okkar meðan við vorum úti, því daginn eftir var hún ekkert smá undarleg. Borðaði eiginlega ekki neitt og var öll rosalega ringluð. Labbaði bara í hringi og ég prufaði að ýta aðeins í hana og búmm greyið lá í gólfinu. Stóð engann veginn í labbirnar. Svo svaf hún bara allan daginn og við höldum að hún hafi bara verið þunn greyið. 

Sophei var þunn hahaha

Svo komu páskarnir með öllu því áti og drykkju sem þeim fylgdu. Byrjuðu á fimmtudeginum þegar ég keyrði út í Ólafsfjörð, og ég hélt í alvöru talað að þetta yrði mitt síðasta. Það var svo mikið slapp og viðbjóður. Ég hef örugglega verið 5 korter (hahaha, elska þetta) á leiðinni. 

Snjóflóð í Múlanum

Snjóflóð í múlanum í skítaveðri Shocking

Greyið Fabio meikaði svo ekki að keyra heim til mömmu og Jónasar svo ég lagði bara hjá Höllinni þar sem við árgangur '86 ætluðum að hittast. Það var fámennt en mjög góðmennt. Æðislegt að hitta þau aftur Smile ..

Föstudagurinn langi var fallegur dagur.

Fjörðurinn fagri

Var reyndar pínu þunn en lagaði það með því að sofa framm að hádegi og skella mér svo í bað. Ljúft. Fór svo í göngu með Kötu um Ólafsfjörð, en það hef ég örugglega ekki gert síðan ég kláraði 10unda bekk, hehe. Michael, Sóley, Viðar og Ruth komu svo um kvöldmat og mamma eldaði þennan dýrindis kvöldmat. Auðvitað át maður yfir sig einsog alltaf. Hehe. Rafn lítur miklu betur út og er að braggast alveg helling.

Rafn fótbrotinn

Þegar við vorum svo komin til Akureyrar þá kíkti Ágúst í heimsók. Við spjölluðum aðeins og kíktum svo heim til Dísu&Fjólu þar sem Dísa var með smá teiti. 

Viðar og Ruth

Kíkti svo á Kaffi Karó með Árný og það var algjör snilld. Það var e-ð HipHop kvöld í gangi. Ég & Árný vorum í hláturskasti þegar þau voru í Battli, hahaha. Gaurinn rústaði stelpunum svo, hahahaha. Snilld. 

Café Karó

Við kíktum svo eitthvað aðeins út þegar stelpurnar (Kata, Dísa og Klara) komu sér í bæinn. Þær meðal annars vorum með kynferðislegt áreiti við greyið Snæfinn, hahaha

Stelpurnar að reyna við Snæfinn

Kvöldið endaði svo að ég var alveg brjáluð. Vil ekkert vera að segja afhverju hérna. Við skulum bara segja að strákar sem berja stelpur eru aumingjar .. ég og Árný vorum alveg æfar af reiði, hehe. 

Laugardagurinn fór svo bara í "þynnku" og að sofa og sofa. Svo um kvöldið elduðu ég og Michael dýrindis máltíð og kíkti Ragna í heimsókn. Voða fjör að hitta hana aftur, þessa elsku. Viðar og Ruth kíktu svo í heimsókn og gáfu mér afmælisgjöf, svona Kokteil pakka, algjör snilld. Takk fyrir mig Kissing

Hjúin

Svo var bara kíkt í bæinn. Löbbuðum btw og ég hélt að við myndum deyja. Ég og Ruth tókum nokkra dansa á Kaffi Akureyri en Viðar og Michael komust ekki inn þar sem það var lokað kl.3 og hætt að hleypa inn. Algjört bull.

Ruth

Ruth og ég flashaðar

Var búin að sakna þess svo að djamma með henni Kissing

Páskadagur rann svo upp og ég var þynnri en ég hafði verið hina dagana. Bætti mér það með því að renna niður á Kaffi Akureyri með Michael og Viðari og horfa á Man Utd vinna Liverpool. Snilld, ákvað að redda þynnkunni þar með því að fá mér bjór. Og viti menn, það virkaði. Hehe. Komum svo heim, lögðum okkur aðeins. Horfðum á Friends og átum páskaegg

páskaeggin okkar :)

Michael til vinstri og ég til hægri Grin

Ég fór svo með Rögnu á Voice 987 prepartý á Kaffi Akureyri, en það var algjör snilld. Það var opin bar í tvo tíma og ég og Ragna stóðum okkur asskoti vel, haha. Ég var nú samt komin frekar snemma heim, hahaha. 

Ég og Ragna á Kaffi Ak á páskadag

Mánudagurinn var svo frekar erfiður. Var að vinna 12-20 og þá beint heim í sturtu og á Greifann. En þar hitti ég Sunnu, Ruth, Haddý og Döggu. Við átum á okkur gat og spjölluðum. Voða næs að hitta þessar elskur. 

 

Nú held ég að þetta sé komið gott. Orðið alltof langt, hehe.

Anna Lóa sem er í fríi og ELSKAR það Cool

Flott

Ég morgunin eftir fyrsta djammið í Sölden, hahaha

 

p.s. bara 20 dagar þangað til ég verð í flugvél til Noregs, víhjúúúú..

 

 
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já gaman um páskana;)

Ágúst Berg (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 20:02

2 identicon

piff mér fannst þetta alltof loðið blogg....en samt frábært að páskarnir hafi verið svona fínir:) og úfff hvað mig langaði til þess að vera með ykkur á óló...ohhh en jæja kemur næst

Hafdís (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 20:09

3 identicon

Flott blogg, alltaf gaman að lesa bloggin þín :)

Hef fréttir að færa, er sennilega að koma norður...þó ekki strax..hmm..í júní :D

Er að fara að panta íbúð með vinkonum mínum, sennilega í mið júní...veit ekki hvort Daði komi, hver veit, á bara eftir að segja honum frá þessu plani ;)

Sigrún Erla (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 20:34

4 identicon

Loðið smoðið.. ánægð með bloggið

Heyri í þér á morgun beibs. 

Sunna (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 20:54

5 Smámynd: Anna Lóa Svansdóttir

Ágúst : Páskarnir voru snilld. Og geðveikt gaman að hitta þig og drekka bjór

Haddý : Einsog Sunnan mín segir : Loðið smoðið ..og þú skalt koma með næst í fjörðinn. Þetta gengur ekki.

Sigga Cheerios : Djöfull lýst mér vel á það ..var samt spennt að það væri bara í næstu viku, hehe. En ef þetta verður ekki síðustu helgina í Júní þá er ég game í að hitta ykkur og endilega dragðu Daða með. Ég skal sjá um hann meðan þú ert með vinkonunum, hahaha

Sunna : Ég heyri í þér á morgun og þú verður knúsuð í köku

Anna Lóa Svansdóttir, 29.3.2008 kl. 21:09

6 identicon

loksin kemur þetta blogg.. búin að bíða lengi eftir þvi!! en já strákar sem lemja stelpu í köku eru AUMINGJAR!!! Ég er sammála því!

Sóley (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 00:09

7 identicon

vá þú hefur greinilega djammað fyrir mig um páskana;) ég drakk alveg einn og hálfan bjór yfir alla páskana:) En gaman að sjá þig á höllinni, vonandi verður mætingin aðeins betri í næsta hitting:)

Sunna Eir (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 15:12

8 Smámynd: Anna Lóa Svansdóttir

Hehe...

Sunna Eir : ég djammaði alla fjóra dagana. Þetta var eins og versló ..hef ekki djammað svona mikið í einhver ár og ég var svo búin á því. Ætli maður sé að verða gamall, hehe ..en það var gaman að sjá þig á Höllinni..  

Anna Lóa Svansdóttir, 30.3.2008 kl. 16:30

9 identicon

úff, þetta voru sko alltof góðir páskar ;)

Við verðum svo að fara að hittast oftar en á jólum og páskum! ;) en við hittumst nú allavega eitthvað þegar þið komið heim frá útlöndunum!

Ruth (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 08:37

10 identicon

18 dagar :) en einn smá bömmer, ég þarf í praksis mánudaginn sem þú ferð... því ég þarf að mæta á fund.. þar sem er verið að meta hvort ég sé að gera mig sem hjúkka, svo ég get ekki skrópað :S .... en fös, lau, sun hef ég frí =) svo þá verður fjöööör :)

Ohh mig langar í annað páskaegg:P

Binna (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband