1.4.2008 | 16:36
Svo ánægð með þetta!!!
Vá hvað ég myndi mæta á þennan fund ef ég væri í Reykjavík. Það var mikið að einhver tók sig til og mótmælti.
Ég er himinlifandi yfir þessu og ég er svo stollt af þessum 4x4 klúbb. Langar mest barasta til að skrá mig í klúbbinn. Hvernig væri það? Ég á mínum framhjóladrifna Skoda Fabia í 4x4 klúbb, hahahaha. Gengur kannski ekki alveg
Og þó, ætli það sé til FanClub of 4x4 club? Ef svo er þá ætla ég að skrá mig í þann klúbb og ef hann er ekki til þá ætla ég að stofna hann.
Anna Lóa wannabe 4x4 klúbbsmeðlimur
Þingforseti tekur við mótmælum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ákveðin bílaeign er ekki skilyrði bara áhugi á ferðalögum um landið okkar. Það er hægt að skrá sig undir "Klúbburinn" (uppi til hægri) á http://www.f4x4.is/
Meðal þess sem maður græðir er auðvitað 12kr afsláttar af bensínlítranum (kaldhæðnislegt). Ég er skráður þó ég eigi ekki í augnablikinu neinn 4x4 bíl...
Tryggvi R. Jónsson (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 16:45
Ég var að komast að því að það eru mótmæli líka í gangi hérna á Akureyri og ég er að spá í að fara að taka þátt , víííí
Anna Lóa Svansdóttir, 1.4.2008 kl. 17:03
fórstu að mótmæla?
Ruth (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 20:19
Hahahha.. Ég tók allavegna þátt í þessu rúnti um bæinn og Michael flautaði alveg einu sinni. Það var reyndar á Stebba vin sinn, en whatever ..hehe..tók okkur hálfan daginn að komast úr Hjallalundinum og í Bónus..
Anna Lóa Svansdóttir, 1.4.2008 kl. 20:45
ég var nú ekki glöð í morgun þegar ég beið eftir strætó í hálftíma áður en ég gafst upp og fór aftur heim, hehe... vonandi fara stjórnvöld að gera eitthvað í þessu, sko að bæta kjör bílstjóranna!
Ruth (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.