Föstudagsbloggið

Þar sem æstir aðdáendur mínir *hóst, hóst* voru eitthvað að velta því fyrir sér afhverju það væri ekkert blogg komið, þá ákvað ég að ég yrði nú að skrifa eitthvað svona fyrir svefninn. Það er einn fimm korter eftir af föstudeginum Cool

Ég átti frí frá vinnu í dag en í staðinn kom þvo þvott, vaska upp, rúnta um bæinn, hanga í símanum og reyna að ná sambandi við Voice og fleira skemmtilegt. Dagurinn endaði þó vel þar sem Sóley og Gunni buðu okkur í mat og ég sver að ég er að springa ég er svo södd. Takk fyrir okkur Kissing

En að góðri sögu. Ég var ein heima í dag, að velta vandamálum heimsins fyrir mér (yeah right) þegar dyrasíminn hringdi. Ég í mínum mesta sakleysi svara símanum;

Ég : Halló

Gaurinn hinum meginn í tólinu : Góðan daginn. Virkar dyrasíminn hjá þér?

Ég : Öööö, ég er allavegna að tala í hann!

Gaurinn : Já, ég skil. En heyrðu, helduru að það sé í lagi að ég fái að kíkja aðeins inn til þín og athuga með símann?

Ég : HAA? *skil ekkert í einhverjum gaur, sem ég var btw farin að halda að væri perri, ætlaði að koma í heimsókn til mín og skoða símann minn sem var í fínasta lagi*

Gaurinn : Já ertu ekki annars heima?

Ég : Jú auðvitað er ég heima, ég er að tala í dyrasíma! *fábjáni!!*

Gaurinn : já auðvitað, heyrðu þá kem ég kannski á eftir að fæ að líta á þetta hjá þér

*skellt á*

Ég var þarna orðin dauðskelkuð um að einhver crazy gaur væri að fara að koma heim til mín. Gaur sem heldur að maður geti svarað í dyrasíma þegar maður er ekki heima hjá sér.

Stuttu seinna hringir dyrabjallan og ég fleygi Sophie inn í svefnherbergi þar sem ég hef ekki guðmund um hvort við megum hafa hana hérna. Fer svo enn og aftur í mínu mesta sakleysi til dyra, en í þetta skipti var ég vopnuð uppþvottahönskum. Gætu komið sér vel á hættustundu sem þessari.

Ég opna svo dyrnar og fyrir utan standa tveir kallar.

Gaur 1: Sæl, ert það ekki hjá þér sem dyrasíminn er bilaður?

Ég : Ég svaraði í símann þannig að ég stórefast um hann sé eitthvað bilaður.

Gaur 2 : Já, ert þú sú sem svaraði í símann. 

Gaur 1 : Við erum að leita af íbúð hjá gamalli konu sem notar súrefniskút!

Ég : Það býr gömul kona hérna við hliðin á *benti þeim á íbúð 201*

Gaur 1 : Okei takk

Svo fara þeir bara. Ég stend eftir, með gapandi kjaft. Í fyrsta lagi voru þessir gaurar heimskari en ég hélt og í þokkabót þá tóku þeir mig í missgripum fyrir gamla konu með súrefniskút

Ég er miður mín.

---------------------------------

Góð saga annars. Hér er önnur, sem er þó sorgleg fyrir mig en sorglegri fyrir Sóley en sorglegust fyrir Rafn. Held að hún sé bara góð fyrir Viðar. Ég las þetta sem sagt í Lifandi Vísindum og ætla að setja part úr greininni hérna :

Ef þú ert elst/ur í systkinahópnum, býrð þú að líkindum líka yfir mestri greind. Það eru vísindamenn við háskólann í Osló sem hafa greint niðurstöður úr greindarprófum um 250 þúsund ungra hermanna frá 20 ára tímabili. Niðurstaðan varð sú að frumburður fá að meðaltali 2,3stigum meira en barn númer 2. Þessi tilhneiging heldur áfram niður systkinaröðina þar eð annað barnið í röðinni er að meðaltalið greindara en hið þriðja o.s.frv. 

Mestur er þó munurinn á tveimur elstu börnunum....Það að elsta barnið nái hæstri greindarvísitölunni skýra vísindamennirnir þannig að foreldrarnir hafa mestan tíma til að örva einbirni. Þegar börnunum fjölgar, vex greind elsta barnsins líka, þar eð það lendir í hlutverki eins konar lærimeistara hinna yngri.

Takk fyrir pent.

Ég er sauðhaus og hef finally fundið ástæðu fyrir sjúkdóm mínum. Þrátt fyrir að Binnan mín segir að ég sé aðallega með tvo sjúkdóma ; það að vera örvhent og ólafsfirðingur ..verst að þetta er eitthvað sem enginn lækning er til við. En ég ætla að halda því áfram framm að ég sé bara með MER sjúkdóminn sem er undirgrein Alzheimers; Man Ekki Rassgat! Smile

Best að fara að leggja sig aðeins. Held að það yrði ágætt. Er að fara að vinna á morgun kl.8 og fleira skemmtilegt. 

Í gær átti ástin mín afmæli InLove og óska ég honum til hamingju með það Kissing 

Í dag á svo Gabríela afmæli og pabbi á morgun. Alveg hreint brjálað að gera. Svo þegar Maí kemur þá eiga öll verslóbörnin (börn sem voru getin um versló) afmæli Wizard ..víííí..

Ég er að spá í að setja inn nú í smá tíma alltaf eina mynd af mér frá Sölden. Svo þið getið séð aðeins hvað það var gaman hjá okkur, hihi LoL

Anna Lóa - tvær vikur í Noreg W00t

Ég og Sunna í Sölden

Þessi mynd er tekin 18. desember. Sunna var bláedrú eins og sést og ég líka Shocking

Þetta kvöld var algjör snilld. Helga & Ása dönsuðu upp á borðum og var hent niður. Michael fór í fyrsat skiptið á djammið með Íslendingum og drakk aðeins of mikið af Tópas skotum sem ég tróð í hann Whistling  ..hihi.. Daginn eftir mætti hann dauðþunnur og Matthias yfirchef sagði honum að halda sig frá Íslendingunum, og eins og þið sjáið þá hlustaði hann á Matthias hihi Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

iss ekki mikið að marka þessa könnun því ég er klárlega minnst gáfaður af ykkur snillingunum :)

Viðar (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 02:42

2 identicon

iss... ég trúi þessari könnun sko!!!

 en annars gott blogg

p.s. mátt alveg vera extra dugleg að blogga þangað til að þú ferð út svo ég hafi afsökun til að kíkja í tölvuna er sko ekki að nenna þessum prófum

Ruth (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 10:01

3 identicon

Hehehe....það er ekkert...Tamara sagði við Hrefnu að það væri hættulegt að djamma með mér:) og Hrefna er íslendingur! enjá....Isidor getur ekki beðið eftir að hitta ykkur. Ef þú hefur áhuga á að hitta Tamöru þá verður hún að vinna upp á Gaislagskogl í sumar:)

Þórdís (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 16:45

4 identicon

Háskólanum í Oslo... pff þessir norðmenn vita nú bara ekki neitt... vita ekki einu sinni hvað 70% afsláttur þýðir......sko... annaðhvort er þetta bara bull könnun eða þá er ég bara undantekningin sem sannar regluna

2 vikur woohoo ætlaði að vera edrú næstu helgi til að hvíla mig nú áður en þú kemur, en auðvitað er þá trippúl afmæli með bad-taste þema get ekki látið mig vanta þar

Heimskur kall í dyrasímanum maður! Vá ég skil að þú hafir verið hneiklsuð... 

Binna (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 17:29

5 identicon

Stupid guy on my phone :)

Allt of easy gáta: Hver sagði þetta?? 

Tek bara að mér að hafa gátur hérna fyrst ég nenni ekki að blogga sjálf :) 

Binna (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 17:30

6 Smámynd: Anna Lóa Svansdóttir

Bíddu..þetta var í Friends...þegar...öööö... var þetta ekki eitthvað þegar pabbi Rachel var alveg crazy í símanum og Joey lyftir upp tólinu og segir svo eitthvað : Go To Hell og segir svo þessa setningu

Anna Lóa Svansdóttir, 5.4.2008 kl. 22:06

7 identicon

HAHA þú ert nú meiri kjáninn. Og mér finnst að Brynhildur eigi að hafa gátur á sínu eigin bloggi takk, vil fara að sjá eitthvað gerast þar!

Og nú ætla ég að fara að gera ritgerð um umferðarmerki

Sunna (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 16:31

8 identicon

já það er gott að þið gátuð borðað eitthvað, því uppvaskið er enn í vaskinu hahaha og ef þér finnst slæmt að það sé verið að kalla þig konu þá áttu eftir að heyra söguna þar sem að ég var að kaupa mér ilmvatn í Hagkaup og strákur labbar á mig og mamma hans segir "passaðu þig á konunni þarna!", þetta var tveimur dögum eftir 18 ára afmælið mitt!

Sóley (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband