11.4.2008 | 22:32
Næstum því föstudagurinn þrettándi
Ég var að horfa á ProSieben áðan og það var þáttur um þyngsta mann veraldar. Þetta var vægast sagt ógeð. Ég fór næstum því að skæla þegar það þurfti 8 sterka karlmenn til að koma rúminu hans á lyftara, svo hægt væri að fara með hann á vörubíl eitthvað út í sveit svo hann gæti séð landslag og eitthvað fallegt. Á leiðinni þá þurftu þeir að fara í gegnum göng og skýlið sem var yfir gaurnum til að skýla honum fyrir sólinni var of stórt fyrir göngin svo þeir komust aldrei á leiðarenda. Hversu hræðilegt er það þegar vörubíll kemst í gegnum göng en ekki þú! *hrollur* ..Og bara til að segja það þá er gaurinn trúlofaður. Baaaahh!
Jamm.
Ég er bara að blogga því það er föstudagur. Og þar sem það er föstudagurinn 11. apríl þá þýðir það að það er bara vika þangað til ég hitti Binnu mína ..partýýýýý..
Ég trúi ekki að eftir 5 og 1/2 vinnudag þá verð ég á ferðinni suður. Við gistum á hóteli í Keflavík og ætlum þar að hafa það rómantískt, hehe. Svo á ég flug klukkan eitthvað sem ég man engan veginn á föstudeginum. ..ég var að spá í að fara bara í djamm Outfittinu í flugvélina svo ég var bara ready þegar ég lendi á Kristiansand.
Ég var í vinnunni í dag, mér til mikillar ánægju. Ég reyndar bauðst til að taka aukavinnu svo ég get barasta sjálfri mér um kennt, hehe. En maður hefur gott að því að fá aðeins meira útborgað. Hver kvartar yfir því? Ekki ég, og hvað þá gallabuxurnar sem ég ætla að versla mér, og auðvitað öll hin fötin
Sölden mynd bloggsins er (í fleiritölu)
Þær eru teknar 21. desember 2006.
Fórum á hattadjamm á Fire & Ice.. algjör snilld. Vorum reyndar bara rólegar þetta kvöld. Bara aðeins að kíkja út og reyna að kynnast Íslendingunum.
Þessir gaurar voru að keppa í fótbolta og unnu. Þeir voru allir 16 & 17 ára og því vorum við skíthræddar um að lenda í vandræðum með því að hafa það svona nakta í kringum okkur. Hehe. Við sátum sko út í pínu litlu horni og þeir tróðu sér allir þangað og auðvitað úr að ofan
Algjör snilld
Anna Lóa - vika í Noreg!!
Athugasemdir
ég fann góðan og öruggan stað til að geyma Sophi litu á meðan að þið eruð í útlandinu, og Gunni er víst með einhverja áfengisbón úr fríhaven..*öfund*
Sóley (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 11:25
örugglega dead sexy þessi þyngsti maður veraldar... :S
6 dagar =) þú verður klárlega að vera djammready við lendingu í kristiansand já :)
Binna (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 17:49
Rosalega hefði ég viljað sjá þennan feita kall. Þú verður klárlega að finna mynd af honum á netinu og setja á bloggið þitt Anna!! Klárlega.is takk fyrir...hehehe
En jájá...gott blogg að vanda.
kvitt...
Siggi Stein (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 20:45
Víí.. akkurru er ég ekki að fara til útlanda..
Skemmtu þér vel ef ég heyri ekkert í þér!
Og neinei.. ekkert vera að setja mynd af þessum kalli..
Sunna (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.