17.4.2008 | 13:20
Fimmtudagur
Við erum að fara að leggja í hann til Reykjavíkur. Víhjúúúú. Ég er "búin" að pakka. Ég er svo pottþétt að gleyma einhverju. Hef aldrei verið svona fljót að pakka og aldrei gert það með jafn hálfum hug. Ég held að hausinn á mér sé barasta komin út til Binnu minnar. Hehe.
Well, en annars er margt að frétta. Nenni engan veginn að segja frá því núna. Geri það þegar ég kem heim eða einhverntímann.. sumt getur maður ekki sett á netið fyrr en sumar manneskjur eru búnar að fá að heyra það face2face...aníveissss..
Þá erum við farin.. hafið það rosalega gott meðan við erum í útlöndunum. Ég veit ekkert hvort ég kemst eitthvað á netið til að láta vita af okkur en annars bara , we come back in two weeks, víhjúú..
Sölden myndir bloggsins eru myndir sem teknar voru á jólunum úti
Þetta er fína jólatré-ið sem ég og Sunnan mín áttum. Við vissum ekki að það væri alvöru fyrr en við vöknuðum morgunin eftir að við keyptum það og allt ilmaði svona vel ..við fórum reyndar næstum að skæla þegar við þurftum svo að henda því.. hehe..
Þetta eru svo við á aðfangadagskvöld.. fórum út að borða með Rögnu, Hönnu, Júlíu og Ásu.. voða spes hehe.. en voða gaman líka..
Anna Lóa sem er alveg við það að fara til útlanda - 1 dagur í Noreg
Athugasemdir
Já þetta var sko árið sem það voru engin jól... þau voru agalega skrýtin allavega. En skemmtið ykkur rosa vel, knúsaðu Binnu frá mér!
Sunna (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 16:27
Hæ Anna Lóa! Skemmtu þér voðavel í ferðalaginu. Ég frétti að Sopfie ætlaði að fá far hjá ykku til Þýskalands. Getur þú skilað kærri kveðju til henna frá mér. Ég náði ekki að hitta hana áður en ég fór.
Þórdís sem er farin frá Sölden (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 23:55
viel spass (ég veit það á að vera "estzet") und viel glück.
víj.. útlönd eru ávallt skemmtileg.
Kata (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 00:14
Gaman að sjá ykkur í gær ;) góða skemmtun og sjaumst svo þegar þið komið heim aftur :D
Ruth (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 10:26
0 dagar jej! Ætla að hvíla úr mér þynnkuna áður en Anna kemur svo ég verði til í nýtt djamm
Binna (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 14:35
thid gaetud aldrei giskad a hverju eg hef lent i sidan eg kom til noregs fyrir 15klst .. thetta er bara rugl.. eg blogga um thad seinna.. bidid spennt..
Anna Loa (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.